Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 49
% S M A S J A I N Frá stofnfundi Félags um lýðheilsu sem haldinn var í Heilsuverndarstöðinni 3. desember síðastlið- intl. Ljósm. Samúel J. Samúelsson. Samband lífshátta og heilsu En hvaða skilning leggur Geir í hugtakið lýðheilsu? Eru það íyrst og fremst forvarnir og almennur áróður fyrir því að fólk stundi holla lífshætti? „Eigum við ekki að segja að starf okkar snúist um að vekja athygli almennings á flóknu sambandi lífshátta og heilsu. Hin hefðbundna lýðheilsa er fólgin í forvarnar- starfi á borð við það sem unnið er hér á Heilsuvemdarstöðinni við heilsuvernd barna og mæðravernd. Slysavarnir eru hluti af lýðheilsu, skimun fyrir krabbameini og starfsemi Hjartaverndar og einnig starf íþróttafélaga svo nokkur dæmi séu tekin. Og ekki má gleyma öllu því starfi sem fram fer í skólum landsins. Lýðheilsa spannar því mjög vítt svið og vonlaust fyrir okkur að ætla að sinna því öllu. Við eigum eftir að finna hvar við get- um gert mest gagn. Við erum að búa til nýj- an vettvang þar sem fólk úr ólíkum áttum kemur saman og við eigum eftir að læra að ganga í takt. Það getur verið nógu erfitt innan stétta að finna sameiginlegt göngulag, hvað þá þegar fleiri stéttir koma saman. Þessi mál tengjast líka fleiri ráðuneytum en heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, til dæmis eru málefni fatlaðra að stórum hluta á vegum félagsmálaráðuneytisins þótt margt í þeirra hagsmunamálum snúi að heilbrigð- ismálum. Þetta krefst þess að menn vinni saman, ekki bara á þverfaglegan hátt held- ur einnig þvert á kerfi og stofnanir.“ Þörf fyrir forvarnarmiðstöð Nú eru ýmis forvarnarkerfi í gangi víða um samfélagið og ekki alltaf mikið samband á milli þeirra. Ráðherra nefndi það á fundin- um að hann hefði áhuga á að koma á fót forvarnarmiðstöð. Hvernig líst ykkur á þá hugmynd? „Ég held að það sé almennur stuðningur við að koma á fót vettvangi þar sem menn vinni saman að forvörnum og málefnum sem snerta lýðheilsu. Kannski var Heilsu- verndarstöðin stofnuð sem slík miðstöð, sú var í það minnsta hugmynd Vilmundar Jónssonar landlæknis á sínum tíma. Hér hafa verið berklavarnir, mæðra- og ung- barnaeflirlit og fleira. Þörfin fyrir slíka for- varnarmiðstöð er öllum ljós en menn grein- ir ef til vill á um endanlegt form hennar og starfssvið. En hvað sem því líður þá eru verkefni Félags um lýðheilsu ærin en það ræðst þó af þátttöku félagsmanna og dugnaði okkar í stjórninni hvernig okkur gengur að sinna þeim. Við ákváðum á stofnfundinum að allir þeir sem gerast félagsmenn fyrir jan- úarlok teljist stofnfélagar og því vil ég hvetja alla áhugamenn um lýðheilsu til þess að setja sig í samband við okkur í stjórninni sem fyrst og ganga í félagið og taka þátt í mótun og uppbyggingu þess,“ sagði Geir Gunnlaugsson. Auk hans eiga sæti í stjórninni Valgerður Gunnarsdóttir ritari og varaformaður (net- fang: vgu@decode.is), Kristinn Tómasson gjaldkeri (kristinn@ver.is), Helga Þorbergs- dóttir (helga@suditrland.is) og Sigrún Gunn- arsdóttir (sigrugu@lcmdspitali.is) meðstjórn- endur og í varastjóm eru Laufey Steingríms- dóttir (laufey@manneldi.is) og Anna Björg Aradóttir (a>vuibara@ltmd-Iaeknir.is). Net- fang formannsins er: geir.gunnlaugsson@hr.is -ÞH Læknar í Svíþjóð Sænska læknafélagið hefur gef- ið út upplýsingar á sænsku og ensku um menntun og störf lækna sem menntaðir eru í Svíþjóð fyrir kollega þeirra sem eru með próf frá löndum sem eru ekki í EES. A heimasíðu félagsins www.slf.se eru nánari upp- lýsingar um þetta og þar er einnig að finna greinargerð um þetla málefni sem ber heitið: Invandrade lákare - cn rcsurs i svensk hálso- och sjuk- várd. ANDVARI 2001 I3SN02M3771 Snorri Hallgríms- son í Andvara í NÝJASTA TÖLUBLAÐI TÍMARITSINS Andvara sem Hið íslenska þjóðvina- félag gefur út er fróðleg grein um Snorra Hallgrímsson lækni eftir kollega hans, Árna Björnsson. Snorri var fæddur 1912 og hefði því orðið níræður á þessu ári. Árni rekur náms- og starfsferil Snorra, þátttöku hans í finnska Vetrarstríðinu og hlut hans í sögu kennslu læknisfræði á íslandi. Læknablabið 2002/88 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.