Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2002, Síða 53

Læknablaðið - 15.01.2002, Síða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR OG LYFJARANNSÓKNIR Til lækna Jón Snædal Höfundur er fulltrúi LÍ í stjórn Alþjóðafélags lækna. taka þátt í lyfjarannsóknum Fjölmargir læknar hér á landi taka þátt í rannsóknum þar sem áhrif lyfja eru metin. Oftast nær er um að ræða fjölstöðva rannsóknir sem er stjórnað af erlendum lyfjafyrirtækjum, en engu að síður hafa læknar fullt forræði yfir því hvort þeir kjósa að taka þátt og einnig eiga þeir að geta haft áhrif á það hvernig staðið er að framkvæmd rann- sóknanna og úrvinnslu. í þessu sambandi má nefna nýlegan leiðara er birtist samhljóða í nokkrum lækn- isfræðitímaritum og fjallaði um sjálfstæði lækna sem taka þátt í lyfjarannsóknum gagnvart þeim sem skipuleggja þær. Siðfræði lyfjarannsókna var til um- ræðu á stjórnarfundi Alþjóðafélags lækna, WMA, í byrjun október 2001 og á eftirfarandi umfjöllun er- indi til allra lækna sem taka þátt í lyfjarannsóknum. Árið 1964 gaf WMA úl yfirlýsingu um siðfræði vísindarannsókna með þátttöku sjúklinga, Helsinki yfirlýsinguna. Pessi yfirlýsing hefur verið leiðandi í siðfræði slíkra rannsókna síðan, þar með talið rann- sókna með lyfjum. Yfirlýsingin hefur verið endur- skoðuð nokkrum sinnum, síðast haustið 2000 í Edin- borg. Vinnan að baki þeirri endurskoðun var viða- mikil og mörgum gafst kostur á að koma sjónarmið- um sínum á framfæri. Hert var á nokkrum alriðum og hafa tvö þeirra fengið nokkra gagnrýni ýmissa aðila, svo sem stofnana sem gefa leyfi til rannsókna með lyfjum og hafa eftirlit með framkvæmd þeirra (FDA og Evrópska lyfjastofnunin). Annað atriðið sem hér er gert að umtalsefni varðar notkun lyfleysu í lyfjarannsóknum. Greinin sem um það fjallar er nr. 29 í yfirlýsingunni og hljóðar svo: „Hagsbæturnar, áhættuna, byrðarnar og árangur- inn af nýrri aðferð ætti að prófa á móti bestu for- vamar-, greiningar- og lækningaaðferðum sem eru í notkun á hverjum tíma. Þetta úlilokar hvorki notkun lyfleysu né það að engri meðferð sé beitt í könnun- um, þar sem engin sönnuð forvarnar-, greiningar- eða lækningaaðferð er til.“ Eins og sjá má leyfist aldrei, samkvæmt þessari grein yfirlýsingarinnar, að gera lyfjarannsókn ef til er viðurkennd meðferð við umræddum sjúkdómi. Bent hefur verið á nokkur atriði sem valdið geta vandræð- um. Viðbótarmeðferð (add on treatment) er ekki hægt að reyna nema með notkun lyfleysu til saman- burðar og erfitt getur verið að gera rannsóknir með skráðu lyfi til að sjá hvort lægri skammtar dugi en þeir sem viðurkenndir hafa verið nema með notkun lyfleysu lil samanburðar. í mörgum tilvikum er breytileiki svörunar mikill og ef bera á nýja meðferð sem einnig hefur mikinn breytileika í svörun við gamla þarf svo stórar rannsóknir að þær eru ekki framkvæmanlegar. I ýmsum tilvikum er verið að meðhöndla sjúkdómsástand sem ekki veldur þján- ingum sem taka þarf tillit til, svo sem skalla eða kvef, og því engin áhætta við að nota lyfleysu. WMA kallaði til ýmsa utanaðkomandi aðila til ráðagerðar og að því loknu lagði vinnuhópur á veg- um samtakanna fram tillögu sem rædd var á stjórnar- fundinum í október síðastliðnum. Stjórn WMA tók þá ákvörðun að leggja ekki til neina breytingu á sjálfri yfirlýsingunni en gefa þess í stað út skýringu við umrædda grein (Note of clarification). Sú skýring hljóðar svo: „Alþjóðafélag lækna hefur haft af því áhyggjur að 29. grein í endurskoðaðri Helsinki yfirlýsingu frá ár- inu 2000 hafi verið túlkuð á misjafnan hátt og valdið nokkrum ruglingi. Samtökin leggja á það áherslu að sérstakrar varúðar verði að gæta þegar lyfleysa er notuð í rannsóknarskyni og að almennt gildi sú regla að svo skuli einungis gert þegar ekki er til nein viður- kennd meðferð. Samt sem áður getur rannsókn með lyfleysu átt siðferðilegan rétt á sér þótt til sé viður- kennd meðferð ef eftirfarandi atriðum er fullnægt: • Þegar sterk vísindaleg og aðferðafræðileg rök eru fyrir því að lyfleysa verði notuð í þeim tilgangi að ákvarða áhrif eða öryggi meðferðar sem gefin er í fyrirbyggjandi skyni, til greiningar eða til með- höndlunar eöa • Þegar meðferð í fyrirbyggjandi skyni, til greining- ar eða meðhöndlunar, er rannsökuð í sjúkdóms- ástandi þar sem sjúklingar sem fá lyfleysu eiga ekki á hættu að verða fyrir alvarlegum eða lang- vinnum skaða. Fylgja verður öllum öðrum þáttum Helsinki yfir- lýsingarinnar, einkum þeirri að hver rannsókn skuli verða skoðuð og metin á vísindasiðfræðilegan hátt.“ Góð sátt var um þessa niðurstöðu og ákveðið að komi til ágreinings um aðrar greinar sem taka þurfi tillit til verði það fremur gerl með skýringum en breytingum á sjálfri yfirlýsingunni, þar til kemur að næstu allsherjar endurskoðun sem væntanlega verð- ur seint á þessum áratug. Læknablaðið 2002/88 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.