Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2002, Qupperneq 59

Læknablaðið - 15.01.2002, Qupperneq 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BREYTINGAR Á HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU er meginniðurstaða nefndarinnar sú að sókn sé besta vörnin og þess vegna beri að stefna að fjölgun ferli- verka strax á þessu ári um allt að hálfri milljón ein- inga. Að öðru leyti vísast til tillagna nefndarinnar sem birtast hér með greininni. Hvar er ódýrast að vinna verkin? Læknar sem blaðið ræddi við nefndu gjarnan til sög- unnar að sjúkrahúsið gæti kennt sjálfu sér um þessa þróun. Stjórnendur þess hefðu mætt óskum lækna um að vinna ferliverkin inni á sjúkrahúsunum með stífni og verið tregir til að leyfa þeim að vinna þau sem verktakar. Sveinn Magnússon sagði að vitaskuld vildu sjúkrahúsin halda í verkin og þar með stuðla að góðri nýtingu þeirrar fjárfestingar sem lagt hefði verið í. „Þessi mál eru alltaf í skoðun. Þróunin sem þú ert að tala um hefur gengið yfir á skömmum tíma og menn eru að velta vöngum yfir viðbrögðunum. Allir eru sammála um nauðsyn þess að nýta fjármagnið eins og best verður á kosið. Nú er það þannig að stór hluti greiðslna TR fyrir ferliverk fer í það að kosta aðstöðu lækna utan sjúkrahúsanna. Spurningin er hvort rétt sé að greiða mönnum fyrir að koma slfkri aðstöðu upp eða reyna að nýta betur þá aðstöðu sem fyrir er á spítölunum. Sjúkrahúsin eru sífellt að gera kostnaðargreining- ar á hinum ýmsu þáttum í starfsemi sinni og ættu því að geta gefið svör við því hvað hlutirnir kosta. Það á því að vera hægur vandinn að bera kostnaðinn saman og finna út hvar er ódýrast að vinna verkin. Mikil- vægast er að nýta alla aðstöðu sem best en í þessu samhengi er rétt að hafa hugfast að fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu hætta að nýtast vegna tækniþróun- arinnar en ekki fyrir ofnotkun,“ sagði Sveinn. Við þetta má bæta að í meðförum Alþingis á samninganefndarfrumvarpinu var bætt inn ákvæði þar sem sjúkrastofnanir eru skyldaðar til að gera slíkar kostnaðargreiningar. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvaða áhrif það ákvæði hefur á þá þróun sem hér er til umræðu. Afköstin orðin eðlileg Þegar litið er á tölur VSÓ ráðgjafar um heilsugæsl- una á höfuðborgarsvæðinu er athyglisverðust sú mikla tilfærsla sem orðið hefur frá dagvakt heilsu- gæslustöðvanna til nætur- og helgarvakta Lækna- vaktarinnar. í þessu sambandi verður að taka fram að Læknavaktin er raunar hluti hinnar opinberu heilsugæslu þótt reksturinn sé í höndum lækna sjálfra. En á sama tíma og komur á Læknavaktina þrefaldast heldur dagvaktin ekki í við fólksfjölgun. Hvað veldur? „Varðandi heilsugæsluna hafa margir bent á úr- skurð kjaranefndar frá 1998 þegar afkastatengingin fór að mestu leyti út úr samningum heilsugæslulækna Ferliverk á Landspítala háskólasjúkrahúsí Eins og fram kemur í greininni skipaði Magnús Pétursson forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss nefnd í september til þess að fjalla um framtíð ferliverka á spítalanum. Hér að neðan eru tillögur nefndarinnar sem skilað var 7. desember síðastliðinn. I. LSH á að stefna að frekari uppbyggingu ferliverkastarfsemi fyrir fjöl- greinameðferð, mjög sérhæfða þjónustu, endurkomur, kennslu og vís- indarannsóknir. Önnur ferliverkastarfsemi skal byggð upp samkvæmt þörfum spítalans og eftir því sem fjármagn fæst. II. Taka skal upp afkastahvetjandi viðbótargreiðslur til að flýta fyrir frekari eflingu ferliverkastarfsemi. III. Viðbótargreiðslur fyrir ferliverk skulu eingöngu renna til frummeðferð- araðila. IV. Þeir starfsmenn sem eru ráðnir til ferliverkastarsemi, t.d. á göngu- deildum, og slysa- og bráðamóttökum fái ekki viðbótargreiðslur vegna starfa sinna þar. V. Eingöngu skal koma til viðbótargreiðslna vegna fjölgreinameðferðar þegar hægt er að skilgreina frummeðferðaraðila. VI. Ferliverk vegna rnjög sérhæfðrar meðferðar verði launuð með viðbótar- greiðslum þegar hægt er að skilgreina frummeðferðaraðila. VII. Ferliverk vegna endurkoma skulu launuð sérstaklega með viðbótar- greiðslum. VIII. Kennsla, samhliða ferliverkastarfsemi, dregur ekki úr rétti til viðbótar- greiðslna. IX. Ferliverk sem unnin eru vegna vísindastarfa skulu ekki njóta viðbótar- greiðslna. X. Óski starfsmenn eftir að stunda ferliverkastarfsemi á verktakagrunni í tengslum við LSH skal það heimilað, svo fremi að það þjóni markmiðum spítalans. XI. Fjármagn til nýrra ferliverka ráðist af fjölda nýrra ferlisjúklinga og þeirri meðferð sem þeir fá. LSH stefni að gerð þjónustusamninga við heil- brigðisyfirvöld um þessi verkefni. LSH sækist ekki eftir auknum ferli- verkum sem hægt er að vinna utan spítalans nema full greiðsla fylgi þeim verkum. XII. A árinu 2002 stefnir LSH að því að komum ferlisjúklinga á hans vegum fjölgi sem nemur allt að 500 þúsund sérfræðieiningum, að því tilskildu að tilsvarandi fjármagn verði flutt til spítalans frá TR. Læknablaðið 2002/88 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.