Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2002, Page 73

Læknablaðið - 15.01.2002, Page 73
Bjarni Jónasson Sendið efni í anda læknaskops í Broshornið, Læknablaðinu, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi eða í bréfasíma 564 4106 eða á netfang: bjarni.jonasson@ gb.hgst.is Getið þess hver sendir, en það sem birtist verður undir dulnefni. Læknablaðið áskilur sér rétt til að lagfæra texta. UMRÆÐA & FRETTIR /BROSHORNIÐ 22 Af sonum lækna og fleygum orðum Hjá Guðsteini Miðaldra hjón komu á stofu til heimilislæknisins sem þekkti þau bæði mæta vel. Konan hafði átt í lang- vinnum veikindum og eiginmaðurinn var stoð henn- ar og stytta og fylgdi henni ávallt til Iæknisins. Konan stólaði reyndar algjörlega á makann á leið sinni til betri heiisu. „Jæja, hvernig hefur gengið síðan við sáumst síð- ast?“ spurði læknirinn. Konan horfði á bónda sinn og spurði: „Hvernig hefur gengið?“ Þá færðist bros yfir andlit allra þriggja við borðið og læknirinn sagði við manninn: „Tókstu eftir því hvernig hún spurði þig hvernig hefði gengið?“ „Já,“ sagði maðurinn og kímdi. Þá var röðin komin að frúnni. „Ég sé nú svo sem um eitt og annað á heimilinu. Það var til dæmis um daginn þegar við hjónin fórum saman í herrafata- verslun Guðsteins á Laugaveginum. „Áttu til peysu á þennan mann?“ spurði ég og eiginmaðurinn stóð við hliðina á mér. Áður en ég vissi af spurði afgreiðslu- maðurinn mig: „Hvaða Iit vill hann?““ Áhyggjuefni Það er einkum tvennt sem veldur manni áhyggjum varðandi lækna; í fyrsta lagi skrifa þeir út lyfseðla á latínu og í öðru lagi er latína tungumál sem enginn talar eða notar. Af læknissonum Við kvöldverðarborðið var verið að ræða um fyrir- tíðaspennu. Þátttakendur í umræðunni voru eigin- kona læknisins og dæturnar 17 og 23 ára, en auk þeirra voru við borðið pabbinn og sonurinn 15 ára. Eftir drykklanga stund og algjöra þögn feðganna spurði pabbinn: „Hvað kannt þú um tíðir, sonur sæll?“ „Ég veit nú eitt og annað um nútíð og þátíð,“ svaraði drengurinn. Fimmtán ára sonur læknis og hjúkrunarfræðings dó aldrei ráðalaus. I lok kynfræðslunnar í skólanum var skriflegt próf þar sem hann gat auðveldlega svarað flestum spurningunum. Þegar kom að síðustu spurn- ingunni: „Hvenær hafa konur egglos?“ var drengur- inn ekki alveg með svarið á hreinu. Frekar en að svara út í hött skrifaði hann: „Annan hvern fimmtu- dag klukkan eitt eftir hádegi.“ Fleyg orð „Eina leiðin til að halda heilsu er að borða það sem þig langar ekki í, drekka það sem þér þykir vont og aðhafast það sem þú ættir að forðast." (Mark Twain) Vertu á varðbergi við lestur heilsubóka. Þú gætir dáið ÚrprentVÍUu' (MarkTwain) Ein fremsta skylda læknisins er að kenna fólki að nota ekki lyf. Löngunin til að taka lyf er ef til vill það sem helst skilur á milli manna og dýra. (Sir William Osler) Læknirinn minn skipaði mér að hætta að borða þannig að gert væri ráð fyrir fjórum í mat, nema auð- vitað ef þrír aðrir sætu við borðið. (Orson Welles) Sumt fólk heldur að læknar og hjúkrunarfræðingar geti sett eggjahræru aftur inn í skurnina. (Dorothy Canfteld Fisher) Þegar stungið er upp á mörgum aðferðum til að lækna sjúkdóm þýðir það að hann sé ólæknanlegur. (Anton Tékov) Ekkert er jafn ógnandi fyrir heilsuna og það að passa ofveluPPáhana. (Ben Franklin) Við verðum veik af því að hugsa alltaf um heilsuna. (Dr. Lewis Thonms) Leyndarmálið mikla sem aðstoðarlæknar þekkja og makar þeirra komast að snemma í hjónabandinu en er þó hulið almenningi er að flest allt batnar af sjálfu sér. Flest allt er reyndar orðið betra að morgni. (Dr. Lewis Thomas) Það eitt að læknirinn þinn kunni nafn á því sem að þér gengur þýðir ekki að hann viti hvað það er. (ILöfundur óþekktur) Hamingja er ekkert annað en góð heilsa og lélegt minni. (Albert Schweitzer) Hversu oft? Sálfræðingur hélt fyrirlestur í karlaklúbbi. „Hve margir ykkar njótið ásta með konum ykkar á hverju kvöldi?" spurði hann. Nokkrir réttu upp hendurnar. „En tvisvar í viku?“ Fleiri hendur á loft. „Einu sinni í mánuði?“ Enn fleiri hendur upp. „Einu sinni á ári?“ „Ég, ég,“ hrópaði maður á aftasta bekk og spratt á fætur. „Af hverju ertu svona ánægður með það, ef ég má spyrja?“ sagði sálfræðingurinn. „Það er í kvöld, það er í kvöld.“ Læknablaðið 2002/88 73

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.