Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 24

Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 24
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUNARSJÚKDÓMAR ( HEILA Virkni súperoxíð dismútasa (SOD 525 ein.) 600 500 400 300 200 100 0 Flokkur 1 Flokkur 2 Flokkur 3 Flokkur 3a Mynd 4. SODl virknin í blóði úr ám í öllum fjórum flokkum. Bláu súlurnar sýna mœlinga- gildin úrsýnum ífyrri umferð Iseptember2001, en rauðu súlurnar sýna mœlingagildin úr sýnum í seinni umferð í mars 2002. Sýni úr ám á nýjasta riðubœnum (greint í jan. 2002) voru einungis tekin I seinni umferð (flokkur 3a). SODl virknin óx þegar leið á veturinn (sennilega mest vegna meðgöngu), en var í báðum umferðum marktœkt minnst í ám frá bœjum sem taldir voru ísmithœttu vegna uppkomu riðu á nœsta bœ (3. flokkur). (Tekið eftir Porkeli Jóhannessyni og Sigurði Sigurðarsyni 2002; sjá heimildaskrá.) Snæfellsnesi, 3 bæir í Svarfaðardal). 2. flokkur: Riðu- laust í minnst 8-10 ár (5 bæir; 3 bæir í Þingvallasveit og Grímsnesi; 2 bæir í Svarfaðardal). 3. flokkur: Riðulaust í 10-15 ár, en grunur um riðu vegna upp- komu riðu á næsta bæ í janúar 2001 (2 bæir í Hruna- mannahreppi). 3aflokkur: Riðubær; riða kom upp í janúar 2002 (bær í Vatnsdal), en PrPsc var staðfest í heila úr tveimur ám frá þeim bæ sem voru með klínísk einkenni. Allar ærnar sem sýni voru tekin úr töldust heilbrigðar þegar sýnin voru tekin og annað hefur ekki komið í ljós síðar (Sigurður Sigurðarson, persónulegar upplýsingar). Allt fé á riðubænum var fellt í apríl 2002. Niðurstöðutölur úr koparákvörðunum gáfu ekki til kynna að vöntun gæti verið á kopar í íslensku sauðfé. Akvarðanir á virkni cerúlóplasmíns sem inniheldur mörg koparatóm, bæði fyrir og í meðgöngu, bentu og eindregið til hins sama. Virkni cerúlóplasmíns var ennfremur hin sama í ám úr öllum flokkum. Mangan hefur aldrei áður verið ákvarðað í blóði í íslensku sauðfé, svo að vitað sé. Hlutfallið milli mangans og kopars (mangan/kopar) var hæst í ám í tveimur fyrstu flokkunum. Mœlir þetta ásamt öðru gegn því að skort- ur á kopar eða ofgnótt af mangan tengist uppkomu sauðfjárriðu. Hins vegar er ekki enn fullkannað hvort aðrir málmar gætu átt hér hlut að máli. Akvarðanir á virkni SODl gáfu ekki einhlíta niðurstöðu vegna þess að SODl virknin í ám á riðu- bænum (flokkur 3a) var svipuð og í ám á riðulausu bæjunum (flokkar 1 og 2), enda þótt virknin væri marktækt minni í ám á bæjum sem lágu undir grun um riðusmit (flokkur 3, sjá mynd 4). Akvarðanir á virkni GPO bentu hins vegar til þess að ensímvirknin vœri marktœkt minni í ám á bœjum þarsem riða Itafði komið upp eða grunur var um riðu (flokkar 3,3a), en í ám á riðulausum bœjum (flokkar 1,2, sjá mynd 5). Eins og áður er nefnt tókum við sýni til ensím- ákvarðana tvisvar. Virkni cerúlóplasmíns var að vori marktækt meiri í ám í öllum flokkum en hafði verið haustið áður þegar fyrri sýnin voru tekin. Enginn marktækur munur var samt á virkni cerúlóplasmíns í sermi áa í mismunandi flokkum að vori fremur en að hausti svo sem áður er á drepið. Virkni SODl sýndi sömu tilhneigingu, en aukin virkni í meðgöngu var þó áberandi minnst í 3. flokki. Virkni GPO fór hins vegar minnkandi frá hausti til vors í ám frá bæjum í 1. og 2. flokki, en stóð í stað í ám frá bæjum í 3. flokki þar sem grunur var um riðu. Hvort sem litið er á virkni SODl að hausti eða vori er ljóst að ærnar í 3. flokki skáru sig úr. Sama átti við um virkni GPO í þessum ám. Að vori var virkni GPO í ám í flokkum 3 og 3a ennfremur nær hin sama. Fyllri greinargerð um þessar rannsóknir bíður birtingar (Barash og með- höfundar). Samandregið gefa þessar rannsóknir því ekki til kynna að vöntun á kopar gæti legið að baki uppkomu riðu, né virðist heldur skortur á selen vera að baki minni GPO virkni í ám í flokkum 3 og 3a (óbirtar at- huganir). Minnkandi SODl virkni, en einkum minni GPO virkni, í blóði sauðfjár gæti samt tengst upp- komu eða líkum á uppkomu riðu. Mun fyllri rann- sókna þarf þó við til að kanna þetta nánar. Umræöa, ályktanir og framtíðarhorfur Við suma hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfinu, svo sem Huntingtons sjúkdóm og nokkur fátíð afbrigði Alzheimer sjúkdóms, eru breytingar á ákvarðandi genum bein sjúkdómsorsök. Við langflesta hrörnun- arsjúkdóma í miðtaugakerfinu hefur þó til þessa ekki tekist að sýna fram á breytingar á ákvarðandi genum nema í um það bil 10% tilvika í hæsta lagi. í um það bil 90% tilvika verða þessir sjúkdómar því ekki tengd- ir þekktum genabreytingum. Hvort sem hrörnun- arsjúkdómar í miðtaugakerfinu byrja á ungum aldri eða síðar, ganga hægt eða hratt eða tengjast þekktum genabreytingum eða ekki, liggur langoftast að baki ferli sem leiðir til samsöfnunar og útfellingar á starf- rænum próteinum í óstarfhæfan massa í heilavefnum. Allar líkur eru og á því að forstigsbreytingar á starf- rænum próteinum í miðtaugakerfi, sem eru undan- fari samsöfnunar og útfellingar þeirra í óstarfrænan massa, beri með sér myndun súrefnisfríhópa. Ef þessi kenning er rétt ættu truflanir í oxavörnum að geta valdið miklu um uppkomu þessara sjúkdóma. Spurn- ingin sem vaknar er því sú hvort vísbendingar eru í þá veru að marktækar truflanir væru jafnframt í starfi oxavarnarensíma í blóði sjúklinga með hrörnunar- sjúkdóma í miðtaugakerfinu, er gagnast gætu við sjúk- dómsgreiningu eða ef til vill mætti taka mið af við þróun lyfja. 668 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.