Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 31
FRÆÐIGREINAR / NETJUBÓLGA
Sjúkratilfelli mánaðarins:
Maður með endurtekna netjubólgu
á báðum fótleggjum
Ágrip
Ragnar Freyr
Ingvarsson1
LÆKNANHMI Á 6. ÁRI
Guðmundur I.
Eyjólfsson2
SÉRFRÆÐINGUR
1 LYFLÆKNINGUM
OG BLÓÐSJÚKDÓMUM
Magnús
Gottfreðsson2
SÉRFRÆÐINGUR
í LYFLÆKNINGUM
OG SMITSJÚKDÓMUM
'Læknadeild Háskóla íslands,
2Landspítali Háskólasjúkrahús
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Magnús Gottfreðsson,
lyflækningadeild og
sýklafræðideild, Landspítala
Fossvogi, 108 Reykjavík.
Sími: 543-1118, fax: 543-6568.
magnusgo@landspitali. is
Lykilorð: meðfœddur mót-
efnaskortur, netjubólga,
ífarandi sýkingar.
Key words: X-linked
agammaglobulinemia,
cellulitis, invasive infections,
Campylobacter jejuni.
Netjubólga á útlimum er tiltölulega algengt vanda-
mál sem læknar glíma við. Algengast er að staphylo-
kokkar og streptókokkar valdi þessari sýkingu þó
fjöldi annarra baktería geti valdið svipaðri sjúkdóms-
mynd. Ónæmisbældir einstaklingar eru í aukinni
áhættu á því að fá sýkingar af ýmsu tagi og þarf því að
hafa vakandi auka með þeim. Hér er lýst tilviki af
þrálátri netjubólgu hjá sjúklingi með meðfæddan
mótefnaskort. Með vaxandi tíðni ónæmisbældra
sjúklinga þurfa læknar að hafa augu opin fyrir sjald-
séðum sýkingum og sérkennilegum birtingarformum
þeirra.
Sjúkratilfelli
35 ára gamall maður leitaði á bráðamóttöku vegna
roðafláka og verkja í báðum sköflungum. Einkenni
hófust í vinstra sköflungi þrem til fjórum vikum áður
og kvartaði sjúklingur um verki er hann steig í fæt-
urna og reyndi því að hlífa þeim. Engin saga var um
áverka. Pessu fylgdi hiti, en sjúklingi fannst hann
hafa verið sveiflukenndur.
Tíu dögum fyrir komu á bráðamóttöku leitaði
sjúklingur til heimilislæknis sem greindi hann með
heimakomu og gaf honum pensilíntöflur. Þar eð sú
meðferð bar ekki tilskilinn árangur leitaði hann á
sjúkrahús sex dögum síðar. Við skoðun var hann hita-
laus en greinileg rauðleit útbrot á vinstri sköflungi.
Blóðrannsóknir sýndu væga hækkun á C-reactive
próteini (CRP), en voru eðlilegar að öðru leyti. Sjúk-
lingur var greindur með netjubólgu og meðferð hafin
með kloxacillíni í æð, en sólarhring síðar skipt yfir í
dikloxacillín töflur og sjúklingur útskrifaður á þeirri
meðferð. Einkenni versnuðu tveimur dögum síðar er
sjúklingur tók eftir stækkandi roðabletti og vaxandi
verkjum í hægri sköflungi. Hann leitaði því læknis í
þriðja skiptið.
Heilsufarssaga
Sjúklingur hafði sem ungabarn verið greindur með
meðfæddan mótefnaskort (X-linked agammaglobul-
inemia, XLA). Hann hafði sögu um endurteknar
sýkingar allt frá barnæsku, aðallega endurtekna
lungnabólgu og húðsýkingar. Hann hafði af þessum
sökum fengið mótefnagjöf (Gammagard) á þriggja
vikna fresti. Sjúklingur fékk netjubólgu með kýlis-
myndun einu ári fyrir innlögn. Stungið á bólgna
svæðinu og greftri hleypt út. Úr honum ræktaðist
Staphylococcus aureus með næmi fyrir kloxacillini.
Sýkingin var meðhöndluð rneð dikloxacillini með
góðum árangri.
Skoðun við komu
Við komu var sjúkingur ekki bráðveikindalegur að sjá
og gaf góða sögu. Hiti 38 °C. Blóðþrýstingur 120/70
mm Hg, hjartsláttartíðni 80 slög/mínútu. Að öðru
leyti leiddi skoðun í ljós eðlilega hjarta- og lungna-
hlustun. Á útlimum mátti greina tvo stóra roðaflekki
(15 x 25 cm) á báðum sköflungum. Flekkirnir voru
upphleyptir, heitir og aumir viðkomu. Aumur, stækk-
aður eitill kom í ljós í hægri nára við þreifingu. Engin
merki voru um liðbólgu.
Rannsóknir
Niðurstöður almennra blóðrannsókna eru sýndar í
töflu 1. Gildi voru að mestu innan viðmiðunarmarka
nema hvað CRP var hækkað, 23 mg/L. Skoðun á
þvagsýni var án athugasemda. Jafnframt voru teknar
blóðræktanir.
Tafla 1. Blóörannsóknir sem teknar voru við komu á bráöamóttöku Landspítalans.
Hemóglobín 140 g/L
Hematokrit - reiknuð 0,40
Hvít blóðkorn 9,6 * 109/L
Rauð blóökorn 4,35 * 1012/L
Deilitalning Neutrófílar 7,68 * 109/L
Lymfócýtar 1,21 * 109/L
Mónócýtar 0,52 * 109/L
Eosínófílar 0,10 * 109/L
Basófílar 0,04 * 109/L
Stór ólituð blóðkorn 0,10 * 109/L
Natríum 141 mEq/L
Kalíum 3,7 mEq/L
Kreatínín 77 q.mol/L
Glúkósi 5,0 mmol/L
CRP (C-reactive Prótein) 23 mg/L
Gangur og meðferð
Sjúklingur lagður inn á lyflækningadeild og sýkla-
lyfjameðferð hafin með cefazólíni í æð, 2g þrisvar
sinnum á sólarhring. Fyrstu nóttina á sjúkrahúsinu
fann hann fyrir miklum verkjum í fótunum og þurfti
verkjalyf. Einnig fann sjúklingur fyrir kuldahrolli. Á
öðrum degi var sjúklingur slappari en daginn áður og
lá að mestu fyrir en sagðist þó vera betri af verkjum.
Hiti komst hæst í 39 °C. Líðan fór heldur batnandi
Læknablaðið 2003/89 675