Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2003, Qupperneq 33

Læknablaðið - 15.09.2003, Qupperneq 33
FRÆÐIGREINAR / NETJUBÓLGA skilaði meðferð með cíprófloxacíni of mótefnum til- ætluðum árangri (19). Athygli vekur að okkar sjúk- lingur var með jákvæðar saurræktanir, þrátt fyrir að hann væri einkennalaus frá meltingarfærum. Þetta kemur heim og saman við reynslu annarra. Kerstens og félagar lýstu þremur sjúklingum með meðfæddan mótefnaskort sem höfðu húðnetjubólgu og blóðsýk- ingu af völdum C. jejuni, en enginn þeirra hafði nið- urgang (14). I okkar sjúkratilfelli voru aðaleinkenni sjúklings bundin við húð og má telja sannað að netju- bólgan hafi verið osökuð af C. jejuni, þótt engar rækt- anir hafi verið teknar, enda hefði slík sýnataka krafist húðsýnis í ræktun. Einnig má benda á að jafnvel þótt slík sýni séu tekin gengur erfiðlega að einangra Cam- pylobacter frá húðnetjum sjúklinga með meðfæddan mótefnaskort þótt um staðfesta sýkingu sé að ræða (20) og er því ekki mælt með þeirri aðferð til grein- ingar. Á síðustu árum hefur nokkrum sýklum verið lýst sem náskyldir eru Campylobacter og geta valdið sýk- ingum í mönnum. Þannig var nýlega lýst tilfelli þar sem Helicobacter-skyld baktería olli þrálátri blóð- sýkingu og húðnetjubólgu sem illa gekk að uppræta þrátt fyrir langvarandi og endurtekna sýklalyfjameð- ferð og gjöf mótefna (21). Einnig getur sýkillinn Flexispira rappini valdið endurteknum húðsýkingum í þessum sjúklingahópi, en þessi baktería er skyld Helicobacter (17). Meðferð sýkinga af völdum Campylobacter er einstaklingsbundin hjá sjúklingum með XLA, en lík- legt verður að teljast að mótefnastyrkur gegn þessum sýklum sé fremur lágur í því mótefni sem hér er á markaði. Háskammtamótefnagjöf í æð virðist hafa jákvæð áhrif á gang XLA og getur komið í veg fyrir alvarlegar sýkingar og afleiðingar þeirra (22). í ný- legri tvíblindri hollenskri slembirannsókn sem gerð var á sjúklingum með umræddan sjúkdóm kom í ljós að háskammtagjöf mótefna, 600 mg/kg fjórðu hverju viku minnkaði ekki einungis tíðni sýkinga heldur einnig hversu lengi sýkingar stóðu yfir samanborið við gjöf 300 mg/kg fjórðu hverju viku (23). Einnig er mikilvægt að sýklalyfjum sé beitt jafnhliða, en lang- varandi notkun þeirra getur aukið hættu á ónæmis- myndun eins og því miður gerðist í þessu tilviki. í þeim tilfellum sem birt hafa verið hefur jafnvel þurft að beita fjölda sýklalyfja af ólíkum flokkum ásaml gjöf mótefna til þess að ráða niðurlögum þessara sýk- inga (17,21). Við höfum lýst sjúkratilfelli þar sem ungur maður fékk blóðsýkingu og endurteknar húðsýkingar af völdum Campylobacter jejuni sem tókst að vinna á með samsettri meðferð mótefna í mjög háum skömmtum og sýklalyfjagjöf. í ljósi vaxandi fjölda ónæmisbældra einstaklinga hér á landi og annars staðar í vestrænum ríkjum er mikilvægt að hafa sjald- gæfar sýkingar í huga þegar einstaklingar með skert- ar varnir eiga í hlut, sérstaklega ef svörun við hefð- bundinni meðferð er áfátt. Einnig mun breytt sam- setning þjóðarinnar sem og aukin ferðalög til fjar- lægra landa gera það að verkum að sýkingar sem áður voru fáséðar færast í vöxt. Þá minnir þetta sjúkratilfelli á að greining og meðferð sýkinga er svið sem er í örri þróun og stöðugt bætast við ný birtingar- form „gamalla" sjúkdóma og jafnvel „nýir“ sýklar. Heimildir 1. Bruton OC. Agammaglobulinemia. Pediatrics 1952; 9: 722-8. 2. Conley ME. Molecular approaches to analysis of X-linked immunodeficiencies. Annu Rev Immunol 1992; 10: 215-38. 3. Maas A, Hendriks RW. Role of Bruton's tyrosine kinase in B cell development. Dev Immunol 2001; 8:171-81. 4. Mattsson PT, Vihinen M, Smith CI. X-linked agammaglobuli- nemia (XLA): a genetic tyrosine kinase (Btk) disease. Bio- essays 1996; 18: 825-34. 5. Braunvald E, Fauci A, Kasper D, Hauser S, Longo D, Jame- son L. Harrison's Principles of Internal Medicine. 15th ed: Mc- GrawHill; 2001. 6. Stewart DM, Lian L, Nelson DL. The clinical spectrum of Bru- ton's agammaglobulinemia. Curr Allergy Asthma Rep 2001; 1: 558-65. 7. Roitt I, Rabson A. Really Essential Medical Immunology. Ox- ford: Blackwell Science Ltd; 2000. 8. Rosen FS, Cooper MD, Wedgwood RJ. The primary immuno- deficiencies. N Engl J Med 1995; 333:431-40. 9. Misbah SA, Spickett GP, Ryba PC, Hockaday JM, Kroll JS, Sherwood C, et al. Chronic enteroviral meningoencephalitis in agammaglobulinemia: case report and literature review. J Clin Immunol 1992; 12: 266-70. 10. Lederman HM, Winkelstein JA. X-linked agammaglobuli- nemia: an analysis of 96 patients. Medicine 1985; 64:145-56. 11. Bykowsky MJ, Haire RN, Ohta Y, Tang H, Sung SS, Veksler ES, et al. Discordant phenotype in siblings with X-linked agammaglobulinemia. Am J Hum Genet 1996; 58:477-83. 12. Kornfeld SJ, Haire RN, Strong S. Brigino EN. Tang H, Sung SS, et al. Extreme variation in X-linked agammaglobulinemia phenotype in a three-generation family. J Allergy Clin Im- munol 1997; 100: 702-6. 13. Levinson W, Jawetz E. Medical Microbiology & Immunology. Stamford: Appelton & Lange; 1998. 14. Kerstens PJ, Endtz H, Meis J, Oyen WJ, Koopman RJ, van den Broek PJ, et al. Erysipelas-like skin lesions associated with Cam- pylobacter jejuni septicemia in patients with hypogammaglobu- linemia. Eur J Clin Microbiol Infect Dis 1992; 11; 842-7. 15. Ahnen DJ, Brown WR. Campylobacter enteritis in immuno- deficient patients. Ann Intern Med 1982; 96:187-9. 16. Skirrow MB, Jones DM, Sutcliffe E, Benjamin J. Campylo- bacter bacteraemia in England and Wales, 1981-91. Epidemiol Infect 1993; 110: 567-73. 17. Gerrard J, Alfredson D, Smith I. Recurrent bacteremia and multifocal lower limb cellulitis due to Helicobacter-like organ- isms in a patient with X-linked hypogammaglobulinemia. Clin Infect Dis 2001; 33: E116-8. 18. Blaser MJ, Smith PF, Kohler PF. Susceptability of Campylo- bacter isolates to the bactericidal activity of human serum. J Infect Dis 1985; 151: 227-35. 19. Autenrieth IB, Schuster V, Ewald J, Harmsen D, Kreth HW. An unusual case of refractory Campylobacter jejuni infection in a patient with X-linked agammaglobulinemia: successful combined therapy with maternal plasma and ciprofloxacin. Clin Infect Dis 1996; 23:526-31. 20. Spelman DW, Davidson N, Buckmaster ND, Spicer WJ, Ryan P. Campylobacter bacteraemia: a report of 10 cases. Med J Aust 1986; 45: 503-5. 21. Weir S, Cuccherini B, Whitney AM, Ray ML, MacGregor JP, Steigerwalt A, et al. Recurrent bacteremia caused by a „Flexi- spira“-like organism in a patient with X-linked (Bruton's) agammaglobulinemia. J Clin Microbiol 1999; 37: 2439-45. 22. Liese JG, Wintergerst U, Tympner KD, Belohradsky BH. High- vs low-dose immunoglobulin therapy in the long-term treatment of X-linked agammaglobulinemia. Am J Dis Child 1992; 146: 335-9. 23. Eijkhout HW, van Der Meer JW, Kallenberg CG, Weening RS, van Dissel JT, Sanders LA, et al. The effect of two diffe- rent dosages of intravenous immunoglobulin on the incidence of recurrent infections in patients with primary hypogamma- globulinemia. A randomized, double-blind multicenter cross- over trial. Ann Intern Med 2001; 135:165-75. Læknablaðið 2003/89 677
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.