Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 41

Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 41
UMRÆÐA & FRETTIR / AÐALFUNDUR LÆKNAFELAGS ISLANDS stjórnendur ættu erfitt um vik að hreyfa menn til vegna ákvæða um fastráðningu og jafnvel æviráðn- ingar kennara. Ljóst var af þessum umræðum að fullur vilji er til þess innan læknadeildar að fylgjast með breytingun- um sem verða úti í samfélaginu og laga námið að því. Hins vegar mátti merkja á þeim að oft hamlaði reglu- veldi Háskólans því að hægt væri að ráðast í brýnar umbætur. Enginn gaf sig fram á fundinum sem kom- inn er að því að stofna nýja læknadeild og raunar virtust fundarmenn almennt sammála um að enginn grundvöllur væri fyrir henni. Hins vegar sagði Jón Snædal að hugmyndin væri góð, það sýndi umræðan sem hún hefði hrundið af stað. Það væri hins vegar ekkert keppikefli að framkvæma hana. En lækna- deild þarf aðhald og það stæði engum nær en lækn- um að veita henni það. Og að sjálfsögðu lauk þessum umræðum með heitstrengingum um að tala meira saman í framtíðinni. Vesturfarasetrið á Hofsósi var skoðað í krók og kring undir leiðsögn forstöðumannsins, Valgeirs Þorvaldssonar á Vatni. Ályktanir aðalfundar Læknafélags íslands í júlfhefti Læknablaðsins eru birtar tillögur til ályktana á aðal- fundi sem þá voru framkomnar. Sumar þeirra voru samþykktar óbreyttar og vísast um þær til síðasta blaðs en hér að neðan eru birtar þær ályktanir sem breyttust í meðförum aðalfundar eða voru lagðar fram á fundinum sjálfum. Öryggismál sjúklinga Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn að Hólum í Hjalladal dagana 22. til 23. ágúst 2003, felur stjórn félagsins að móta stefnu í öryggismálum sjúklinga. Stjórnin leggi fram tillögur að stefnu fyrir formannafund LÍ 2004. Þrengt að sjálfstæðri starfsemi lækna Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn að Hólum í Hjaltadal dagana 22. til 23. ágúst 2003, lýsir áhyggjum sínum yfir tilhneig- ingu stjórnvalda að þrengja stöðugt möguleika lækna á sjálfstæðri atvinnustarfsemi. Fundurinn minnir á stefnu Læknafélags Islands, sem ítrekuð var á aðalfundi félagsins 2001: að læknar séu frjálsir að því að stunda lækningar í eigin at- vinnurekstri utan sem innan sjúkrastofnana án annarra takmarkana en þeirra, sem faglegar kröfur eða samningar við stjórnendur stofnana leyfa. Grundvöllur þessa er, að sjúkratryggðir njóti jafnræðis, hvort sem þeir fá læknisþjón- ustu á sjúkrahúsi eða utan þess og njóti tryggingaverndar Tryggingastofnunar ríkisins. - að læknar njóti jafnræðis á vinnumarkaði og í atvinnu- rekstri og að ákveðnar sérgreinar læknisfræðinnar svo sem heimilislækningar séu ekki nánast útilokaðar frá verktöku fyrir sjúkratryggingarnar eins og nú er raunin.“ Tölvusamband læknis og sjúklings Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn að Hólum í Hjaltadal dagana 22. og 23. ágúst 2003 felur stjórn Læknafélags íslands að mynda starfshóp sem mótar tillögur um hvernig nýta megi tölvu- samband og símtöl á sem hagkvæmastan og öruggastan máta í samskiptum lækna og sjúklinga. (Greinargerð er óbreytt frá því íjúlíhefti Lœknablaðsins.) Klíník upplýsingatækni Klínísk upplýsingatækni, fyrst og fremst rafræn sjúkraskrárkerfi og lyfjaumsýslukerfi, eru lykilverkfæri við að tryggja öryggi sjúk- linga og styðja markvissa og hagkvæma meðferð. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn að Hólum í Hjalta- dal dagana 22. til 23. ágúst 2003 skorar á stjórnvöld að tryggja nú þegar fjárveitingu til uppbyggingar og samræmingar slíkra kerfa á heilbrigðisstofnunum í samræmi við stefnumótun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis í upplýsingamálum. Styrkur til rannsóknar Að lokum samþykkti fundurinn eftirfarandi tillögu sem borin var fram að félögum úr Félagi kvenna í lœknastétt. Með henni fylgdi lýsing á rannsókn sem hafin er í fjórum Evrópuríkjum - Svíþjóð, Noregi, Islandi og Italíu - á heilsufari og starfsaðstöðu lœkna á fjórttm háskólasjúkrahúsum. Rannsóknin mun standa yftr í fimm ár og hefitr Evrópusambandið heitið að styrkja hana með sex milljónum evra. Ályktun aðalfundar var á þessa leið: Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn að Hólum í Hjaltadai dagana 22. til 23. ágúst 2003, telur brýnt að rannsókn sú sem að ofan er lýst á heilsu og starfsaðstöðu íslenskra lækna verði gerð. Fundurinn samþykkir að veita allt að tveggja og hálfrar milljónar króna styrk til verkefnisins á tveimur árum og styðja auk þess alla framkvæmd þess sem frekast er kostur með afnotum af starfsað- stöðu félagsins. Læknablaðið 2003/89 685
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.