Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2003, Page 43

Læknablaðið - 15.09.2003, Page 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÝÐHEILSUSTÖÐ Lýðheilsustöðin bíður forstjóra sins - Óljós lagaákvæði færir þeim sem ráðinn verður mikið áhrifavald á mótun starfseminnar Pað GEKK ekki eins smurt og vonast var til að finna nýjan forstjóra fyrir Lýðheilsustöð íslands. Eins og Læknablaðið greindi frá í júlíbyrjun var Guðjón Magnússon ráðinn forstjóri en eftir nokkurt þóf gaf hann starfið frá sér. Þá var Jóhannes Pálmason lög- fræðingur á skrifstofu Landspítalans fenginn til að taka forstjórastarfið að sér til bráðabirgða. Nú hefur starfið verið auglýst aftur og verður nýr forstjóri ráð- inn úr hópi 15 umsækjenda á næstunni en hann á að taka til starfa 1. október. En hvers kyns stofnun verður það sem hinn nýi forstjóri tekur við í byrjun næsta mánaðar? Það er alls ekki ljóst því eins og oft hefur verið bent á eru lögin um Lýðheilsustöð afskaplega almennt orðuð og vekja jafnvel fleiri spurningar en þau svara. Það mun því koma í hlut hins verðandi forstjóra að móta stefnu og starfshætti Lýðheilsustöðvar að verulegu leyti. í þeirri vinnu mun hann þurfa að stíga létt til jarðar, að öðr- um kosti gæti hann rekist harkalega á einhverja þeirra stofnana sem fyrir eru í heilbrigðiskerfinu. Mörk hinnar nýju stofnunar eru nefnilega alls ekki skýr. Hvar eru landamærin? Þegar frumvarp lil laga um Lýðheilsustöð var til um- fjöllunar hjá Alþingi veittu fjölmargir aðilar umsögn um það. Eitt þeirra atriða sem flestir nefndu var ein- mitt hversu óljós mörkin eru á starfssviði stöðvarinn- ar. Félag um lýðheilsu taldi að stöðina þyrfti „að skil- greina í starfrænu samhengi við aðrar stofnanir í landinu sem nú þegar vinna að málefnum lýðheilsu". Félagið nefndi sérstaklega Landlæknisembættið og sagði að verði frumvarpið að lögum þurfi „óhjá- kvæmilega" að endurskoða lög um það embætti. Aðrir nefndu heilsugæsluna í iandinu en báðar þessar stofnanir sinna forvarnastarfi í talsverðum mæli. Læknafélag íslands gekk skrefinu lengra og lagði til að Lýðheilsustöð yrði ekki gerð að sjálfstæðri stofn- un heldur fundinn staður innan Landlæknisembættis- ins en með eigin forstöðumann. Aðrir hafa bent á að slíkt fyrirkomulag gangi ekki því starf að forvörnum gæti rekist á eftirlitshlutverk landlæknis. Landlæknir sjálfur lagði til að frumvarpið yrði endurskoðað frá grunni og afgreiðslu þess frestað svo tími gæfist til að velta fyrir sér grunnhugmyndinni um lýðheilsu því henni væru ekki gerð nógu góð skil. Eins og fram hefur komið verða verkefni Lýð- heilsustöðvar einkum á sviði forvarna og frá og með 1. júlí í ár heyrir starfsemi fjögurra opinberra ráða og nefnda undir stofnunina. Nú heita þau sérfræðiráð og skulu vera stöðinni til ráðgjafar, hvert á sínu sviði. Ráðin eru Tóbaksvarnanefnd, Áfengis- og vímu- varnaráð, Manneldisráð og Slysavarnaráð en í lögun- um er kveðið á um að ráðherra geti beint fleiri verk- efnum á sviði forvarna og heilsueflingar til stöðvar- innar. Meðferð löggjafans á Slysavarnaráði sýnir kannski í hnotskurn hvað við er átt með því að starfs- svið Lýðheilsustöðvar sé óljóst. Slysavarnaráð var sett á laggirnar með lögum árið 1994 og því fundinn staður hjá landlækni. Þar hefur síðan verið unnið að því að byggja upp heildarskrán- ingu á öllum slysum sem verða í landinu og er þar orðinn til gagnagrunnur með miklum upplýsingum sem því miður bætist stöðugt við. Nú eru þessi lög fallin úr gildi og meginefni þeirra tekið upp í lög um Lýðheilsustöð. Samkvæmt þeim skal Slysavarnaráð „sjá til þess að slys séu skráð með samræmdum hætti“ og ráðinu er einnig ætlað að „hlutast til um úrvinnslu skráðra upplýsinga og birl- ingu þeirra“. En í næstu málsgrein segir: „Samræmd slysaskrá skal varðveitt hjá landlækni." Um þetta segir í umsögn landlæknis frá því í vetur: „Vandséð er hvaða merkingu það hefur að samræmd slysaskrá skuli varðveitt hjá embættinu ... ef embætt- ið hefur ekkert um skrána að segja.“ Þessi mótmæli landlæknis og annarra hrinu ekki á löggjafanum sem hraðaði afgreiðslu málsins svo það mætti verða að lögum fyrir kosningar í vor. I áliti meirihluta heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis er ekki minnst á Slysavarnaráð en málið afgreitt með þessari setningu: „Ekki er gert ráð fyrir að Lýðheiisu- stöð muni breyta að neinu leyti hlutverki landlæknis.“ Fleiri verkefni Eftir að frumvarpið varð að lögum tók landlæknir sam- an greinargerð um samvinnu embættisins og Lýðheilsu- stöðvar og sendi ráðherra. Þar nefnir hann ljóra þætti lýðheilsustarfs sem landlæknir hefur sinnt en verða aug- ljóslega sameiginleg verkefni í framtíðinni. Þessir þættir eru stefnumótun og ráðgjöf til stjómvalda og stofnana; klínískar leiðbeiningar og önnur ráðgjöf til heilbrigðis- starfsmanna; umsjón með heilbrigðistölfræði, söfnun upplýsinga um heilsufar og úrvinnsla úr þeim; uppbygg- ing háskólanáms og rannsóknarstarfs í lýðheilsu. Landlæknir tíundar síðan í greinargerðinni hvernig hann sér fyrir sér samstarfið við Lýðheilsustöð og hver eðlileg verkaskipting milli embættanna eigi að vera. Meðal þeirra verkefna sem hann vill að færist yfir til Lýðheilsustöðvar, auk þeirra sem nefnd eru í lögunum, eru geðvernd, hreyfing og líkamsrækt, heilsuefling og forvarnarstarf á sviði kynlífs og barneigna. Umsækjendur um stöðu forstjóra Lýðheilsustöðvar voru fimmtán talsins: Árni Thoroddsen, Elísabet Ólafsdóttir, Esther Guðmunds- dóttir, Hallgrímur Magnús- son, Ingunn Björnsdóttir, Laufey Steingríms- dóttir, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Sigurður P. Sigmunds- son, Sigtryggur Jónsson, Stefán Hrafn Jónsson, Una María Óskars- dóttir, Valgerður Gunnars- dóttir, Valgerður Kristjáns- dóttir, Þorsteinn Njálsson. Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2003/89 687

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.