Læknablaðið - 15.09.2003, Side 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LYFJANOTKUN
Er notkun nýrra lyfja stórfellt vandamál?
- Meinloka stjórnvalda í lyfjamálum
Nokkur umræða hefur verið um svokallaðan grunn-
lyfjalista (Essential Drug List) sem Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunin WHO þróar. Einar Magnússon lyfja-
fræðingur hefur meðal annars birt grein í Mixtúru,
blaði lyfjafræðinema, sem vert er að skoða nánar.
Grunnlyf eru þau lyf sem fullnægja meirihlutaþörfum
heilbrigðisþjónustunnar í hverju landi. Hugmyndin
að baki þessum lista er sú að takmarkaður fjöldi vel
valinna lyfja geti leitt til betri stýringar á lyfjanotkun,
lægri kostnaðar og betri heilbrigðisþjónustu.
Ákúrur á lækna
Einar hefur greinina á umræðu um aukna lyfjanotk-
un og lyfjakostnað á íslandi og slær þar fram staðhæf-
ingu sem vert er að skoða nánar.
„Kostnaðarlega er höfuðvandinn sá að læknar
velja fremur nýrri og dýrari lyf en eldri og ódýrari,
jafnvel þó að vitað sé að oft komi þau eldri og ódýrari
að jafn góðum notum.“
Þetta lýsir ákaflega miklu vantrausti á lækna-
stéttina og ábyrgð hennar gagnvart sjúklingum og
heilbrigðiskerfinu. Talað er í niðrandi tóni eins og
lækna skorti þekkingu til að taka ákvarðanir um
lyfjaávísanir og dansi algjörlega eftir markaðssetn-
ingu lyfjafyrirtækja.
Tvö lokaverkefni í lyfjafræði vorið 2003 sýna að ný
lyf ryðja ekki endilega gömlum lyfjum út af markaði
á þann hátt sem skilja má af grein Einars (1,2). Ný lyf
ryðja sér með mismunandi hraða inn á markað og
notkun eldri lyfja minnkar hins vegar alltaf nijög
hægt. Varlega má gera ráð fyrir að ný lyf séu notuð
við nýjum ábendingum og að nýir sjúklingar séu frek-
ar settir á ný lyf. Það er því langt frá því að læknar
virðist eins nýjungagjarnir og fulltrúar yfirvalda vilja
vera láta.
Helst má þannig segja að nýjungagirni lækna felist
í því að prófa að nota ný lyf á sjúklinga sem áður
fengu enga lyfjameðferð og urðu að lifa með sín ein-
kenni. Þetta atriði þarf að sjálfsögðu að rannsaka
betur.
Ástæður hækkunar lyfjakostnaöar
Um ástæður hækkunar lyfjakostnaðar segir Einar:
„Lyfjakostnaður eykst milli ára venjulega af þrem-
ur ástæðum:
1. Lyfjanotkunin færist stöðugt yfir í nýrri og dýr-
ari lyf.
2. Lyfjanotkun eykst vegna þess að þjóðin verður
eldri og sjúklingum fjölgar.
3. Verðbreytingar á lyfjum.
Af þessum ástæðum vegur sú fyrsta þyngst...“
Hann vísar í mynd sem sýnir sölu lyfja eftir skrán-
ingarári. Lyf sem komu á markað fyrir árið 1990 eru
um 3/4 af heildarsölu ársins 2001 í krónum talið. Hér
er um að ræða lyf sem eru 12 ára eða eldri.
Þarna verður að spyrja hvort eðlilegt sé að tala um
ný lyf sem eru 12 ára og yngri? Ef svo væri má spyrja
við hvað við færum á mis ef við hefðum ekki lyf sem
eru 12 ára og yngri? Við færum þá á mis við framfarir
r' lyfjum, svo sem alzheimerlyf, hin nýrri blóðfitulækk-
andi lyf, mörg krabbameinslyf, ýmis alnæmislyf, flest
SSRI-lyf, ný lyfjaform, svo sem hormónaplástra fyrir
konur og þurrduftstæki fyrir lungnasjúklinga. Af
þessum sökum er þessi skilgreining á „nýjum lyfjum“
hjá Einari afar sérkennileg og rýrir staðhæfingu hans
um að ný og dýr lyf eigi aðalþátlinn í kostnaðaraukn-
ingu. Þessi lyf teljast miklar framfarir í lyfjameðferð
og þætti almenningi og heilbrigðisstarfsfólki það sér-
kennilegt ef yfirvöld settu sig gegn notkun þessara
lyfja á grundvelli þess að eldri lyf komi að jafn góðum
notum!
Einnig er vert að líta nánar á þá staðhæfingu Ein-
ars að færsla lyfjanotkunar yfir á nýrri og dýrari lyf sé
aðalástæða þess að lyfjakostnaður eykst milli ára.
Bandarísk rannsókn unnin af hagfræðingnum Daniel
Mullins og samstarfsmönnum við Marylandháskóla
beindist að áhrifum nýrra lyfja á kostnaðaraukningu
á markaði (3). Sömu þrjár skýringar voru hafðar að
leiðarljósi og þær sem Einar telur upp í grein sinni.
í rannsókn Mullins eru lyf eldri en fimm ára talin
til eldri lyfja. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna
að tæplega þriðjungur kostnaðaraukningar milli 1995
og 1998 var vegna verðhækkana lyfja sem voru fyrir á
markaði (pure price inflation effect); um þriðjungur
var vegna notkunaraukningar lyfja sem voru fyrir á
markaði (utilization effect); og rúmlega þriðjungur
var vegna þess að læknar ávísuðu á nýrri lyf (product
shift effect). Þetta gengur því í berhögg við þá stað-
hæfingu Einars að innstreymi nýrra og dýrra lyfja sé
allra mikilvægasta skýring kostnaðaraukningar. Al-
mennar verðhækkanir lyfja og notkunaraukning hafa
hér um 2/3 skýringarinnar og færsla yfir í ný lyf aðeins
1/3 af kostnaðaraukningunni. Þörf er á að endurtaka
þessa rannsókn hérlendis þar sem lyfjamarkaður er
að mörgu leyti ólíkur þeim bandaríska. Þó má gera
ráð fyrir að hlutur nýrra Iyfja í kostnaðaraukningu sé
ekki meiri hérlendis þar sem leyfilegt verð nýrra lyfja
í Bandaríkjunum er mun hærra að meðaltali en hér-
lendis.
Anna Birna
Almarsdóttir
Höfundur er dósent í stefnu-
mörkun og stjórnun lyfjamála
við Lyfjafræðideild HÍ og
framkvæmdastjóri ráðgjafa-
fyrirtækisins AL-BAS ehf.
Læknablaðið 2003/89 693