Læknablaðið - 15.09.2003, Side 72
UMR/EÐA & FRÉTTIR / VIÐBÚNAÐUR VIÐ BÓLUSÓTT
Islensk áætlun um varnir og viðbúnað
við bólusótt
Þann 21. JÚNÍ 2002 undirrituðu norrænu heilbrigðis-
ráðherrarnir norrænan samning um heilbrigðisvið-
búnað í Svolvær í Noregi (viðauki 1). í samningnum
felst að Norðurlöndin upplýsi hvert annað um þann
viðbúnað og þau viðbrögð sem þau hyggjast grípa til
ef hætta er talin á atburðum af völdum sýkla, eitur-
efna og geislavirkra efna. Ráðherrarnir lýstu því yfir
á sameiginlegum fundi í Svíþjóð þann 19. ágúst 2003
að Norðurlöndin mundu hafa samstarf um viðbúnað
við bólusótt í anda samningsins um heilbrigðisvið-
búnað (viðauki 2).
1.1 Orsök, greining og skilgreining
sjúkdómstilfellis - skilyrði fyrir viðvörun
1.1.1 Orsök bólusóttar
Bólusótt er sjúkdómur af völdum bólusóttarveiru
(orthopoxveiru).
1.1.2 Sinitleiðir
Bólusótt berst með loftbornu smiti, úðasmiti og
snertismiti. Sýktir einstaklingar verða smitandi þegar
útbrot byrja, venjulega þremur dögum eftir að hiti
hefst. Smitlíkur eru minnstar þegar einungis er um
hita að ræða en mestar fyrstu sex dagana eftir að út-
brot hefjast. Úr smitlíkum dregur mjög eftir 10. dag
útbrota.
1.1.3 Meðgöngutími (1)
7- 19 dagar (-100% tilfella)
8- 14 dagar (90% tilfella)
9- 13 dagar (70% tilfella)
1.1.4 Dánartala
30% að meðaltali, fer hækkandi með aldri.
1.1.5 Klínísk sjúkdómslýsing (2)
Bráður sjúkdómur með hita >38,5 °C. Blöðru- eða
þéttar bólumyndanir fylgja í kjölfarið. Þær eru allar á
sama þroskastigi, mest áberandi á útlimum og höfði
sem síðar dreifast á bol án annarrar þekktrar ástæðu
en bólusóttar.
Frábrigðileg tilfelli bólusóttar einkennast af
• húðblæðingum eða
• flötum, mjúkum útbrotum sem líkjast ekki
hefðbundnum blöðrum bólusóttar og þróast
ekki í bólur.
1.1.6 Rannsóknarstofugreining
>- Einangrun bólusóttarveiru (Variola) úr sýni frá
sjúklingi eða
greining DNA bólusóttarveiru úr sýni frá sjúklingi
með polymerasa keðjumögnun (PCR) sem fylgt
er eftir með raðgreiningu.
>- Greining bólusóttarveiru með rafeindasmásjá úr
sýni frá sjúklingi.
1.1.7 Flokkun sjúkdómstilfellis
>- Mögulegt tilfelli
• sem uppfyllir skilyrði klínískrar sjúkdóms-
greiningar eða
• sem er með frábrigðilega sjúkdómsmynd en
tengist faraldsfræðilega öðru staðfestu eða
mögulegu tilfelli af bólusótt.
>- Líklegt tilfelli
• sem uppfyllir skilyrði klínískrar sjúkdóms-
greiningar og orsök er annaðhvort staðfest sem
orthopoxveira í rafeindasmásjá eða með far-
aldsfræðilegri tengingu við annað líklegt eða
staðfest tilfelli.
>- Staðfest tilfelli
• upprunatilfelli; sem uppfyllir klíníska grein-
ingu með greiningu á rannsóknarstofu sem
byggir á rafeindasmásjá eða PCR sem fylgt er
eftir með raðgreiningu.
• meðan á farsótt stendur yfir; sem uppfyllir klín-
íska greiningu með faraldsfræðilegri tengingu
við annað staðfest tilfelli og þegar mögulegt er
með staðfestingu með rafeindasmásjá eða
PCR.
1.1.8 Skilyrði fyrir viðvörun
>- Mögulegt tilfelli: Tilkynning til vöktunar- og ár-
veknikerfa (sóttvamalækna) Norðurlandanna. Við-
eigandi stofnanir og EU-EWRS (European Union
Early Warning and Response System) upplýst.
Líklegt tilfelli: Einangrun og rakning smitleiða
hafin. Tilkynning til vöktunar- og árveknikerfa
(sóttvarnalækna) Norðurlandanna. Samráð heil-
brigðisráðherra. Viðeigandi stofnunum og EU-
EWRS gert viðvart.
>- Staðfest tilfelli: Norrænir heilbrigðisráðherrar upp-
lýstir (samráð hafið), EU-EWRS upplýst, Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin upplýst, bólusetn-
ingar og aðrar aðgerðir hafnar í samræmi við lið
1.3.1 í áætluninni sem staðfest hefur verið af heil-
brigðisráðherra.
1.2 Grundvöllur bólusetningaráætlunar
1.2.1 Hœttan á bólusóttaratburði
Aður en ákvörðun er tekin um að bólusetja gegn
716 Læknablaðið 2003/89