Læknablaðið - 15.09.2003, Síða 74
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐBÚNAÐUR VIÐ BÓLUSÓTT
Pjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn þurfa að fylgjast
með svörun með blöðrumyndun sem búast má við
6-8 dögum eftir bólusetningu. Upplýsa þarf þá
sem eru bólusettir um að hafa samband við til-
tekna bólusetningarmiðstöð ef blaðra myndast
ekki eftir 6-8 daga.
1.2.3 Bólusetning útsettra
Þeir sem hafa haft samband við sjúklinginn eða er
búist við að hafi samband við hann á að bólusetja.
Verði einstaklingur sem staðið hefur augliti til
auglitis við bólusóttarsjúkling bólusettur innan fjög-
urra daga má búast við því að hann sé varinn fyrir því
að fá bólusótt eða sé varinn alvarlegum sjúkdómi.
1.2.4 Sérstakir áhœttuhópar
Forgangsraða þarf bólusetningum. Komi til bólusótt-
arfaraldurs ber að líta svo á að eftirfarandi einstak-
lingar séu í sérstakri hættu á að sýkjast:
1) Fólk sem hefur verið útsett fyrir frumtilfelli af
bólusótt eða fyrstu dreifingu bólusóttarveiru sem
á sér stað af ásetningi.
2) Fólk sem hefur staðið augliti til auglitis við bólu-
sóttarsjúkling eða hefur verið í nánu samneyti við
hann eftir að sjúklingur fékk hita. Með því að
miða við upphaf hitans sem upphaf þess að vera í
smithættu er unnt að finna þá með skjótum hætti
sem hafa verið útsettir fyrir smiti.
3) Fólk sem fyrirsjáanlega mun annast meðferð,
hjúkrun, sjúkraflutning eða á annan hátt verður í
beinu sambandi við bólusóttarsjúkling eða grun-
samlegt bólusetningartilfelli, til dæmis við rann-
sókn og rakningu smitleiða.
4) Fólk sem mun verða staðsett í húsnæði þar sem
rannsókn, meðferð eða einangrun fer fram á sjúk-
lingum sem taldir eru vera með bólusótt eða hafa
staðfestan sjúkdóm.
5) Fólk sem safnar og handleikur sýni frá sjúklingum
sem talið er að séu með bólusótt eða bólusóttar-
sjúklingum.
6) Fólk sem líklegt er að komist í snertingu við sýkt
efni frá sjúklingi með bólusótt, til dæmis með því
að handleika óhreinan þvott eða úrgangsefni frá
deild þar sem slíkur sjúklingur er vistaður.
7) Fólk sem er alla jafna ekki í beinum samskiptum
við bólusóttarsjúkling en þarf að geta unnið að
viðbúnaði án takmarkana og af þeim ástæðum
gæti komist í samband við slíkan sjúkling eða smit-
andi efni (til dæmis hjálparsveitarmenn, sjúkra-
flutningsmenn og löggæslumenn).
8) Áhætta á sýkingu af völdum loftborinnar bólusótt-
arveiru frá alvarlega veikum sjúklingi er umtalsverð
á sjúkrahúsunt. Til álita kemur að bólusetja fólk sem
hefur verið á spítala á sama tíma og bólusótt-
arsjúklingur sem ekki var í viðhlítandi einangrun.
1.2.5 Útvíkkuð bólusetningaráœtlun
Við sérstakar aðstæður er útvíkkuð bólusetning nauð-
synleg til að auka ónæmi gegn bólusótt í samfélaginu.
Þegar neyðarástand ríkir getur krafa almennings um
bólusetningu orðið mjög sterk og torveldað skipulega
notkun takmarkaðra birgða af bóluefni. Stefna þarf að
því að í landinu séu til birgðir af bóluefni sem duga til
að bólusetja alla þegnana. Stjórnvöld gætu þurft að
taka ákvörðun um að bólusetja alla þjóðina.
1.3 Einangrun
Einangrun er skilgreind sem aðskilnaður sýktra ein-
staklinga frá öðru fólki á nteðan þeir smita. Afkvíun
er á hinn bóginn ætlað að setja hömlur á ferðafrelsi
heilbrigðra einstaklinga sem hafa verið útsettir fyrir
smiti frá sjúklingi.
Einangrun bólusóttarsjúklinga má flokka með
eftirfarandi hætti:
5» Fullkomin einangrun
• komið í veg fyrir smitun sem berst með lofti
eða snertingu.
• einbýli.
• allir sem ganga inn í einbýlið nota maska, hlífð-
arsloppa og hanska.
• sérstakt loftræstikerfi með HEPA-síum skil-
yrði til að halda neikvæðum þrýstingi miðað
við svæðið umhverfis einbýlið.
• allt úrgangsefni er sæft eða brennt.
>- Einangrun frá samskiptuin ef fullkoinin einangr-
un er ekki möguleg
• einbýli æskilegt.
• sjúklingar með bólusótt geta deilt með sér her-
bergi.
• allir sem ganga inn í einbýlið nota maska, hlífð-
arsloppa og hanska.
• allt úrgangsefni er sæft eða brennt.
1.4 Afkvíun
Afkvíun er skilgreind sem takmörkun á ferðafrelsi
heilbrigðs fólks sem hefur verið útsett fyrir sjúklingi
með smitsjúkdóm á meðan hann var smitandi til að
koma í veg fyrir frekara smit á meðgöngutíma ef
sýking skyldi hafa átt sér stað. Tvær megin tegundir
afkvíunar eru mögulegar gegn bólusótt:
»• Fullkonún afkvíun
• Takmörkun á ferðafrelsi þeirra sem hafa verið
útsettir fyrir bólusótt sem nemur lengsta mögu-
lega meðgöngutíma sjúkdómsins (19 dagar)
þannig að komið verði í veg fyrir að þeir hafi
samskipti við þá sem ekki hafa verið útsettir
fyrir smitun.
5» Aðlöguð afkvíun
• Ferðafrelsi þeirra sem hafa verið útsettir fyrir
bólusótt er að hluta til takmarkað og er háð
mati á líkum á að sjúkdómurinn berist áfram
frá manni til manns. Með því er átt við
• einstaklingsbundna vöktun þar sem þeir
718 Læknablaðið 2003/89