Fréttatíminn - 04.07.2014, Síða 18
É g man ekki eftir mér öðruvísi en prjónandi og ég er bara alltaf með prjónana í höndunum. Ég man
reyndar ekki lengur hver það var ná-
kvæmlega sem kenndi mér að prjóna en
ég kem úr mikilli handavinnufjölskyldu.
Allar konurnar prjónuðu og ég hef örugg-
lega bara lært af mömmu eða ömmu,“
segir Halla Ben sem er handavinnukenn-
ari að mennt. „Ég kenndi handavinnu
í Keflavík og þá lagði ég alltaf mikla
áherslu á að allir lærðu að prjóna. Ég hef
alltaf verið að reyna að fá alla í kringum
mig til að prjóna, það mætti halda að
ég hefði einhvern hag af því, að ég ætti
hlut í Ístex, en svo er ekki,“ segir Halla
og hlær. „Ég er alls ekki í neinni í ullar-
klíku.“
Nennti ekki að vera heimavinnandi
„Þetta ævintýri byrjaði þegar við fjöl-
skyldan fluttum hingað fyrir 5 árum.
Maðurinn minn kom til að vinna og ég
hafði hugsað mér að vera heimavinn-
andi húsmóðir. Ég hélt það nú ekki lengi
út þar sem mér leiddist svo svakalega,
svo ég ákvað að skella mér í skóla,“ segir
Halla sem lærði textíl-og menningarmiðl-
un við Prosessionshojskolen. „Brautin er
ný en hún er sprottin úr mjög rótgrónum
skóla sem margar íslenskar konur hafa
farið í og lært handavinnu. Ég var svo
heppin að fara til Anne Sofie Madsen
sem er mjög stórt nafn í tískuheiminum
hér. Við náðum strax mjög vel saman svo
hún bað mig um að hanna peysu í stíl við
línuna hennar. Eftir starfsnámið réð hún
mig svo sem verktaka til að hanna aðra
peysu sem var sýnd á síðustu tískusýn-
ingu. Núna er ég á fullu að prjóna pant-
anir sem berast í þá peysu, en ég þarf
að klára tíu peysur fyrir fyrsta ágúst
og sömuleiðis hanna næstu peysu sem
verður á tískuvikunni í haust.“
Ótrúleg tilfinning að sjá sína
hönnun á tískupöllunum
„Þetta er algjörlega ný upplifun og bara
fáránlega skemmtilegt,“ segir Halla um
þá nýju stefnu sem prjónaskapurinn hef-
ur tekið. „Það er ótrúlegt að sjá peysurn-
ar sýnar á „catwalki“ þar sem allt fína og
flotta fólkið kemur saman. Fyrsta skiptið
sem ég upplifði þetta þá bara leið næst-
um yfir mig. Eftir margra mánaða vinnu
við að prjóna og rekja upp og svo prjóna
aftur, við að laga og betrumbæta, er
alveg magnað að sjá afraksturinn á tísku-
pöllunum og þar að auki heimsþekkta
ljósmyndara vera að mynda mína peysu.
Maður verður pínu háður og langar bara
til að gera meira af þessu.“
En hvað er svona heillandi við lopann?
„Hann er svo hrikalega léttur. Það er svo
gott að prjóna úr honum miðað við til
dæmis bómullina sem er ekki jafn með-
færileg. Svo er ullin bara svo frábær í flík-
ur. Hún er hlý, andar og hrindir frá sér
vatni og það kemur ekki vond lykt í hana.
Íslenski lopinn kemur líka í ótrúlega fal-
legum litum og svo er hann ódýr.“
Vill kenna Dönum að vera
í íslensku ullinni
Halla segir íslenska lopann seljast vel
í Danmörku en samt finnist mörgum
Dönum hann stinga. „Íslenski lopinn
stingur meira en önnur ull því við erum
bara með öðruvísi kindur, og hann er
með þetta hráa og grófa útlit, hefur
þennan aukaþráð í sér. En mitt „mission“
er að kenna Dönum að vera í íslenska
lopanum, því hann hættir að stinga eftir
smá notkun. Svo ég vil endilega fá fólk til
að fara í lopann tvisvar þrisvar og finna
hvernig lopinn vex við mann og hættir að
stinga.“ Halla er hægt og rólega að nálg-
ast takmark sitt því þegar íslensk ull er
rædd í Danmörku þá er nafn Höllu Ben
mjög oft sett í samhengi við hana. „Ég
hef verið mjög dugleg á netinu, bæði með
blogg og facebókar-síðu svo tek ég þátt í
umræðuvefjum sem tengjast prjónaskap.
Ég finn fyrir miklum meðbyr og hef farið
í viðtöl og blandast inn í menningartengd
verkefni til að kynna íslensku ullina. Við
vorum með kynningu á íslensku hand-
prjóni og ullinni hér fyrir tveimur árum
og það var fullt út úr dyrum svo áhuginn
er svo sannarlega til staðar,“ segir Halla
sem er orðin hálfgerður sendiherra ís-
lensku ullarinnar í Danaveldi.
Fáránlegt prjónanörd
Í september heldur Halla utan um stóran
prjónaviðburð í Menningarhúsi Íslend-
inga, Grænlendinga og Færeyinga í
Kaupmannahöfn til að kynna íslenska
lopann. „Það verða engar unnar vörur
til sýnis heldur allt sem tengist prjóna-
skapnum sjálfum. Það kemur stór hópur
frá Íslandi en enn er pláss fyrir fleiri
þátttakendur. Ég veit að þetta á eftir að
vera vel heppnað því það er ótrúlegur
áhugi fyrir Íslandi hér. Dönum finnst allt
svo fallegt frá Íslandi, hvort sem það er
fólkið, vörurnar, maturinn eða landið.
Það er allavega mín upplifun.“
Halla stefnir á að koma heim eftir Dan-
merkurævintýrið en vill þó helst ljúka því
verkefni að koma Dönum í íslenska lop-
ann fyrst. „Ég er reyndar líka með annað
„mission“ hér. Ég er ein af þeim sem er
alltaf með prjóna á mér svo fólk hérna fór
að spyrja mig út í íslensku peysuna sem
Sara Lund í vinsælu sjónvarpsseríunni
„Forbrydelsen“, eða „Glæpnum“, var
alltaf í. Peysan var alltaf kölluð „Islende-
ren“ og það fór óstjórnlega í taugarnar á
mér því hún er alls ekki íslensk heldur
færeysk. Allar þessar munstruðu peysur
sem eru færeyskar að uppruna eru alltaf
kallaðar „Islenderen“. Þetta gerist vegna
þess að upp úr 1800 fara þessar fær-
eysku peysur að koma til Danmerkur, en
í gegnum Ísland. Ég skrifaði smá pistil
um þetta sem ferðaðist víða á netinu svo
núna þegar íslenska peysan er nefnd er
alltaf vitnað í þessa grein. Svo þetta „mis-
sion“ mitt er að takast. Ég er náttúrlega
bara alveg fáránlegt prjónanörd.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Vill kenna Dönum að
klæðast íslensku ullinni
Halla Ben hefur alla tíð verið með eitthvað á prjónunum og segist vera alveg fáránlegt prjónanörd.
Hún býr nú í Kaupmannahöfn þar sem hún prjónar fyrir tískupallana milli þess sem hún fræðir Dani
um íslensku ullina sem hún segir alls ekki stinga.
„Drift Jumper“
peysan er
líka hönnuð
fyrir Anne
Sofie Madsen.
Halla segir það
vera ótrúlega
upplifun að sjá
heimsfræga
ljósmyndara
mynda verkin
sín á tískupöll-
unum.
Hér klæðast
Halla og elsta
dóttir hennar
„Rótinni“, en
það er kragi
úr íslenskri ull
og sjálflýsandi
nælonþræði
sem gerir það
að verkum að
kraginn glóir í
myrkri. Kraginn
fæst í Kraum.
Þetta er fyrsta
peysan sem
Halla hannaði
í samstarfi
við Anne Sofie
Madsen. Halla
leggur mikla
áherslu á að
vinna alltaf
með íslenskan
lopa.
Fjölbreytt úrval aF
hurðum, Framhliðum,
klæðningum og einingum,
geFa þér endalausa
möguleika á að setja
saman þitt eigið rými.
25% aFslát
tur aF öllu
m
eldhúsinn
réttingum
út júlÍ
aFsláttur
25
Sjóðheitt Sumar
tilboð
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Opið: Mán. - fim. kl. 09-18 / Fös. 9-17 - Lokað á laugardögum í sumar
friform.is
18 viðtal Helgin 4.-6. júlí 2014