Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 04.07.2014, Qupperneq 28
Núna er ég að vinna við það sem mér finnst mjög skemmtilegt og mjög krefjandi, nýti mér hluta úr minni menntun þar sem ég lagði áherslu á „cultural differen- ces“ sem ég hafði rannsakað bæði í BS námi og meistara- námi. lyfjameðferðina nokkrum sinnum. Við mæðgurnar ákváðum að takast á við sjúkdóminn dag frá degi. Mamma kom með málverk að heiman og hengdi á veggina. Það sem var mjög erfitt við að vera á spítalanum var að það var ekki gert ráð fyrir langlegusjúklingum. Það var erfitt að vera þar vikum eða mánuðum saman en margir hjúkr- unarfræðingar tóku tillit til þess að leyfa mér að sofa út á morgnana. Það var mjög lítil afþreying. Deildin var opin gestum allan daginn og ég man þegar ég var í einangrun hvað það var erfitt. Einangrunar- herbergið var fremst á deildinni en baðherbergið innst. Ég þurfti því alltaf að bíða langt fram eftir kvöldi til að komast í sturtu, það þurftu öll börnin að vera sofnuð og enginn utanaðkomandi á deildinni vegna smithættu.“ Eftir nokkurra mánaða lyfja- gjafir þurfti Anna Christina að fara í geislameðferð á heila. Hún fékk fjörutíu geisla á heilann, en slíkri meðferð er nú hætt við bráðahvít- blæði. „Í fyrsta skiptið var smíðað ein- hvers konar mót til að halda höfðinu á mér kyrru en þótt ég hafi verið með lokuð augu, sá ég bláa geisla og lyktin var viðbjóðsleg. Þetta var gert á morgnana og síðan fór ég heim með lyf svo ég gæti sofið allan daginn til að losna við höfuðverk- inn. Það var svo margt við geislana sem kom ekki í ljós fyrr en nokkru seinna. Ég fór að sofa í 20 klukku- tíma á sólarhring, sofnaði hvar sem ég var. Þetta voru aukaverkanir af geislunum og ég er enn að glíma við þær. Nú hefur komið í ljós að taugaendar í fótlegg hafa sennilega skemmst, en ég reyni að láta það ekki trufla daglegt líf mitt.“ Bjó á barnadeild og eignaðist góða vini „Þegar ég var 14 ára bjó ég alveg á spítalanum þar sem ég var í nær- ingarmeðferð. Á deildinni vorum við mjög fá á unglingsaldri. Það voru tveir sem ég kynntist vel, Óli Hjörtur og Fróði Finnsson. Fleiri vorum við ekki á svipuðum aldri á þessum tveimur, þremur árum sem ég lá inni. Óli Hjörtur dó meðan ég var í meðferð og það var mikil sorg. Hann var svo falleg sál. Ég átti mjög erfitt þegar Fróði dó. Þá var ég skiptinemi í Ástralíu og fannst erfitt að geta ekki fylgt honum. Óli var eins og stóri bróðir minn en Fróði besti vinur minn.“ Söknuðurinn var djúpur eins og lesa mátti í minningargrein um Fróða Finnsson sem Anna Christina skrifaði, þá skiptinemi í Ástralíu. Hér er gripið niður í greinina: „Við þrjú trúðum á baráttuna, lífið, að njóta þess til fulls og miðla öðrum af okkar reynslu og hjálpa öðrum í sömu sporum. Við áttum margar góðar stundir saman, ég, þú og Óli, músíkölsku vinirnir mínir. Stundum var vart pláss á litlu stofunni minni uppi á barnadeild, þegar þið voruð þar báðir með gítarana, og sungið var og spilað og allir dropateljararnir og lyfjastandarnir tóku of mikið pláss. Í kvöld ætla ég niður á strönd og hlusta á öldugjálfrið, loka augunum og finna það breytast í tónlistina þína og Óla. Svo ætla ég að biðja vin minn, höfrunginn, að synda heim og skola tónunum upp í íslenska fjörugrjótið, um leið og ég bið vind- ana að blása tárin mín í burtu og sólina að senda ykkur bjart bros frá mér, í trúnni um daginn á morgun. Þið lifið áfram í hjarta mínu.“ Uppfinningasöm móðir „Eitt atriði stendur alltaf upp úr hjá mér þegar ég hugsa til þess hvað mamma var sterk meðan ég lá þessa löngu mánuði á spítal- anum. Einhverju sinni hafði ég ekki borðað í margar vikur og var með næringu í æð þegar ég reis allt í einu upp og sagði: „Mamma, ég gæti alveg hugsað mér humar!“ Hún rauk fram á gang, kom inn skömmu síðar og sagðist vera búin að redda þessu. Þá hafði hún hringt í Skúla, vin sinn á Hótel Holti, og allt í einu mætti þjónn, setti hvítan damaskdúk á borðið og humarinn fékk ég. Stelpan vildi humar og stelpan fékk humar! Guðmundur læknir hafði sagt við mömmu: „Ef stelpan vill rjúpu, þá ferð þú út og skýtur rjúpu!“ Skiptinemi í Ástralíu Þegar Anna Christina var 16 ára sótti hún um að verða skiptinemi – eins langt frá Íslandi og í boði væri. Ástralía var svarið: „Ég held að mamma hafi – eins erfitt og það hlýtur að hafa verið fyrir hana – fundið að við urðum að vera aðeins í sundur. Það voru náttúrlega engir farsímar eða tölvur þá, ég mátti hringja heim einu sinni í mánuði en fékk ekki brottfararleyfi nema með loforði um að ég fengi áfram krabbameinssprauturnar úti. Ég þurfti á breytingu að halda og mamma örugglega ekkert síður. Hún hafði verið vakin og sofin yfir mér í fjögur ár. Ég lenti ekki hjá góðri fjölskyldu til að byrja með en flutti svo til einstæðs föður sem átti dóttur á mínum aldri og eldri son. Konan hans hafði dáið 5 árum áður úr krabbameini svo hann þekkti til sjúkdómsins. Þessi maður var svona karlútgáfa af mömmu! Hann vann hjá flugfélagi, átti tvö börn, son og dóttur, alveg eins og mamma. Þarna hefði getað komið flugfélagahjónaband en því miður varð ekkert úr því!“ Við erum nú bara svona pínu afarnir Eftir heimkomuna frá Ástralíu lá leiðin í MH, en þrátt fyrir að krabbameinsmeðferðinni væri lokið, lenti Anna Christina í ófyr- irsjáanlegum veikindum. ,,Það var spurning hvort ónæmis- kerfið væri orðið svona lélegt eða ég bara óheppin manneskja. Ég var orðin óskaplega vön því að ef ég fór í skoðun þá var sagt: ,,Já þessi skoð- un kemur vel út ... en við fundum annað...“ Eitt af því sem fannst var nýtt æxli, en æxlið reyndist vera sonur minn Börkur sem nú er að verða 18 ára nemandi í MK. Læknarnir mínir, Guðmundur og Jón R., fréttu af fæðingunni þar sem þeir voru á vakt, og komu í læknasloppunum yfir á Kvenna- deild og báðu um að fá sjá Önnu- son. Hjúkrunarfræðingnum brá svolítið að sjá tvo lækna mætta og spurði hvort eitthvað væri að barninu. „Nei, nei, við erum nú bara svona pínu afarnir!“ Eitt af því sem var talið útilokað eftir með- ferðina við bráðahvítblæðinu var að ég gæti eignast barn. Börkur er einmitt dæmi um að allt það sem maður hafði heyrt gekk sem betur fer ekki eftir.“ þar sem foreldrar hennar voru að skilja. Móðir hennar er Bryndís Torfadóttir, framkvæmdastjóri SAS á Íslandi. Anna Christina á hálf- bróðurinn Jónas Hagan Guðmunds- son, sem er átta árum eldri en hún. „Þegar við komum til Íslands talaði ég ekki stakt orð í íslensku því pabbi var mjög strangur og sú regla gilti á heimilinu að þar var bara töluð danska. Ég hef aldrei verið feimin eða lokuð og rétt eftir að viði fluttum heim eignaðist ég mjög góðar vinkonur, Siggu og Möggu. Ég kunni ekki að fallbeygja nafnið Magga og mömmu varð nú svolítið um þegar ég kom heim og spurði hvort ég mætti gista hjá Magga í nótt! Við komum heim í desember 1987 og að sjálfsögðu fór ég á að- fangadag að lesa á miðana á pökk- unum og sá að það var enginn pakki til mín. Ég varð mjög döpur og þegar mamma spurði hvort ég vildi ekki opna einn pakka fyrir matinn sagði ég mjög sorgmædd að það væri enginn pakki til mín. Mamma sagði að ég ætti nú alla pakkana undir trénu og skildi ekki hvað ég var að meina. Þá voru pakkarnir náttúrlega merktir „Til Önnu“. Ég vissi ekkert hver Önnu var!“ Greindist með bráðahvítblæði 12 ára „Þegar ég var tólf ára fór ég að fá út- brot. Ég var með sítt ljóst hár og var alltaf að krulla það með járni eða heitum rúllum og mamma hélt að ég hefði brennt mig. Svo fóru sárin að koma á hendurnar og í andlitið og mamma fór með mig til læknis sem gaf mér hydrocortisone krem. Mamma var eitthvað voðalega ósátt við þetta og krafðist þess að það yrði tekin af mér blóðprufa. Eftir hana vildi læknirinn taka mergsýni og ég var lögð inn. Mamma var á leið til Brasilíu svo vinkonur hennar voru hjá mér á spítalanum. Ég var svæfð þegar þeir tóku mergsýnið og þegar ég vaknaði var mamma komin aftur. Svo liðu nokkrir dagar og allt í einu var voru mínir nánustu komnir frá þremur löndum. Ég er náttúrlega enginn hálfviti og vissi auðvitað að það væri eitthvað að. Mér var sagt hvaða sjúkdómur þetta væri, útskýrt mjög vel og sett upp bók fyrir tveggja ára meðferð. Þetta reyndist vera bráðahvítblæði. Ég vissi samt ekki hvað þetta þýddi í raun þar sem ég var bara 12 ára. Ég var með yndislegustu lækna í heimi, Jón R. Kristinsson og Guðmund Jónmundsson. Ég ber meiri virðingu fyrir þeim og elska þá meira en alla aðra, en það vant- aði samt að ég fengið svarið við: „Hvað nú?“ Þeir gerðu reyndar grín að mér til að byrja með og ég var örugglega erfiðasti sjúklingur sem þeir höfðu verið með. Ég spurði að öllu: Hvað heitir þetta lyf, hvað gerir það, eru einhverjar aukaverk- anir?“ Tekist á við sjúkdóminn einn dag í einu „Í fyrstu var þetta þannig að ég kom á morgnana, fékk krabba- meinslyf, fór heim og í skólann. Mamma reyndi eins og hægt var að leyfa mér að vera sem mest heima. Svo komu aðrir tímar þar sem kemur það sem kallast „merg depression“ – mergbilun. Þá þurfti ég að vera í einangrun, kyrrsett á spítalanum þar sem mergurinn hættir að framleiða hvít blóðkorn sem verja líkamann gegn veirum og sýklum. Það þurfti að stoppa Við þrjú, Óli Hjörtur, Fróði og ég trúðum á baráttuna. Plus-Plus kubbar í öllum stærðum og gerðum 28 viðtal Helgin 4.-6. júlí 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.