Fréttatíminn - 04.07.2014, Qupperneq 29
Þótt veikindin hefðu sett nokkur
strik í reikninginn í náminu, fór
það ekki svo að Anna Christina
lyki ekki stúdentsprófi, og það af
tveimur brautum, sálfræðibraut og
félagsfræðibraut.
Menntun frá Tækniskólanum
og HR
Eftir endurhæfingu á líkama og sál
í Bretlandi þar sem móðir hennar
bjó, fór Anna í Tækniskólann að
læra tækniteiknun og lauk því námi
með hæstu einkunn.
„Kennarar hvöttu mig til að fara
í Tækniháskólann og gera eitthvað
meira úr þessu svo ég hlýddi því og
fór að læra byggingariðnfræði. Þeg-
ar Tækniháskólinn og Háskólinn
í Reykjavík sameinuðust ákvað ég
að taka BS í viðskiptafræði þaðan.
Við vorum tvær sem tókum tungu-
málatengd próf svo ég tók ensku
próf frá Cambridge háskólanum.
Við fórum svo í áfanga sem hét
Fríverslunarsamningar og Kína og
Aðalsteinn Leifsson kennari sagði:
Eftir fimmtíu ár þegar við kveikjum
á sjónvarpinu hlustum við ekki á
hvað Bandaríkjamenn segja, við
hlustum á hvað Kínverjar segja.“
Og þá fór ég til Kína. Meðan ég
var þar, hringdi vinkona mömmu
sem starfar á skrifstofunni hjá
HR og sagði að þeir væru að byrja
með nám í alþjóðaviðskiptum með
áherslu á Kína. Það var eiginlega
ástæðan fyrir að ég dreif mig heim,
því ég hefði alveg getað hugsað
mér að vera áfram í Kína. Þannig
að ég lauk meistaranámi í alþjóða-
viðskiptum og kínversku árið 2009.
Mér finnst ég hafa verið rosalega
heppin hvað varðar vinnu. Núna
er ég að vinna við það sem mér
finnst mjög skemmtilegt og mjög
krefjandi, nýti mér hluta úr minni
menntun þar sem ég lagði áherslu
á „cultural differences“ sem ég
hafði rannsakað bæði í BS námi og
meistaranámi.
Dýrmætasta gjöf lífsins
Börkur er að sjálfsögðu dýrmæt-
asta gjöf sem ég hef fengið í lífinu
Ég hugsa stundum að þar sem ég
átti ekki að geta eignast barn hafi
Guð ákveðið að úr því að mitt líf
væri svolítið vesen, skyldi hann láta
mig fá eitt „prima“ eintak af barni
sem yrði bara til gleði. Við erum of-
boðslega náin og heimilið okkar er
rosalega rólegt. Við plönum aldrei
neitt, gerum bara það sem okkur
dettur í hug þá stundina. Hann er
á kafi í fótbolta í Val og er algjör
meistari. Hann hefur átt sömu vin-
ina ár eftir ár eftir ár en sem dæmi
um vináttu milli okkar, þá fórum
við tvö á Justin Timberlake tón-
kleika í London, það var jólagjöfin
okkar til hvors annars. Við eigum
svo gott skap saman, við Börkur,
rífumst aldrei, hann felur ekkert
fyrir vinum sínum þegar hann er
að kyssa og knúsa mömmu sína og
ég er ekkert að tuða ef mér finnst
hann mega taka betur til í her-
berginu sínu. Hann spyr á hverju
kvöldi hvort hann geti gert eitt-
hvað fyrir mig næsta dag. Ég held
að fáir sautján ára strákar séu jafn
hjálplegir á heimili og miklir vinir
mömmu sinnar og hann Börkur –
þó algjörlega án þess að það bitni á
félagslífi hans. Draumur minn er að
sýna honum Ástralíu því það er svo
stór hluti af lífi mínu og svo langar
okkur mikið að fara aftur í Dali,
þorpið okkar í Kína.“
Anna Christina setti eitt skilyrði
fyrir þessu viðtali: „Það má ekki
vera væmið, ekkert væl og það þarf
að geta hjálpað þeim sem standa í
sömu sporum og ég stóð.“
„Við þrjú trúðum á baráttuna,
lífið, að njóta þess til fulls og miðla
öðrum af okkar reynslu og hjálpa
öðrum í sömu sporum.“ (Úr minn-
ingargrein um Fróða Finnsson f.
1975, d. 1994).
Anna Kristine
ritstjorn@frettatiminn.is
Nokkrum dögum áður en Börkur,
sonur Önnu, kom ætlaði breskur
vinur hennar sem talar kínversku
að fara með henni að leita að íbúð.
„Ég beið ég utandyra eftir honum
og sem mér varð litið niður á götuna
sá ég hundsgrey sem ekið hafði ver-
ið á. Vinur minn skildi vel að ég vildi
fara með hundinn á dýraspítala en
hann á þrjá hunda og gat ekki tekið
hræið í sinn bíl því útihundar geta
borið með sér alls kyns sýkingar.
Við skófluðum því greyinu upp á
vespuna mína og ég elti vin minn
í 40 mínútur til dýralæknis. Þar var
hann í tíu daga og við Börkur fórum
þá að sækja hundinn.
Þegar hundurinn sá mig, kom
hann fljúgandi í fangið á mér og
það var engu líkara en ég hefði átt
hann árum saman. Börkur varð
mjög hrifinn af hundinum, svo
við fórum með hann í hunda-spa
og út kom nýr hundur. Hann var
hálfblindur og heyrnarlaus á öðru
eyra svo við ákváðum að eiga hana
sjálf og gáfum henni nafnið Skutla.
Þegar við höfðum átt hana í mánuð
fórum við með hana í bólusetningu.
Læknirinn skoðaði tíkina mjög vel
og sagði svo að hann gæti ekki bólu-
sett hana. Af hverju ekki? Babies!
Þá hafði tíkin verið orðin hvolpafull
þegar keyrt var á hana.
Berki fannst frábært ef við gæt-
um fengið marga hunda. Við bjugg-
um á 8. hæð í blokk og þegar leið að
goti var Skutla orðin svo feit að við
þurftum að halda á henni í lyftunni
tvisvar, þrisvar á dag svo hún gæti
farið út að pissa. Við útbjuggum fyr-
ir hana lítið herbergi með teppum
og handklæðum svo hún gæti verið
í friði þegar kom að gotinu. Skutla
skoðaði sig mjög vel um í herberg-
inu og kúrði niður í teppið. Eitt
kvöldið vorum við að horfa á sjón-
varpið þegar Skutla kom og mændi
á okkur biðjandi augum. Ég sagði
henni að hún gæti ekki komið í sóf-
ann, en hún bara ýlfraði og ýlfraði
svo ég tók hana upp. Þá kom bara
púff – hvolpur. Sá fyrsti af tólf!
Við komum þeim á legg og fórum
daglega með tólf hvolpa og Skutlu
á veitingastað sem var rekinn á
neðstu hæð hússins, keyptum við
fimm skammta af hrísgrjónum og
eggjum og settum dýramat út í.
Það fréttist af okkur, sérstaklega
þar sem svartir hundar eru taldir
boða ógæfu í Kína og blaðamaður
mætti og tók viðtal og birti mynd af
Berki með Skutlu.“
Sagan af Skutlu
ÚTBÚÐU
UPPÁHALDS
RÉTTINN ÞINN
TAKTU
girnile
ga
INSTAG
RAM M
YND
af rét
tinum
MERKtu MYNDINA#GOTTiMATINN ogdeildu á FACEBOOK
1.
2.
3.
MEÐ HRÁEFNI FRÁ GOTT Í MATINN!
Sendu okkur þína
girnilegu matarmynd
og þú Gætir
unnið weber grill!
eða glæsilega gjafakörfu
Taktu þátt í matarmyndaleik Gott í matinn. Útbúðu þinn uppáhaldsrétt úr
ljúffengu hráefni frá Gott í matinn, taktu girnilega Instagram mynd af réttinum
og deildu henni með okkur á Facebook. Girnilegasta matarmyndin verður valin
úr pottinum og sigurvegarinn hlýtur að launum glæsilegt Weber grill.
Sendu okkur þína
girnilegu matarmynd
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
viðtal 29 Helgin 4.-6. júlí 2014