Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 04.07.2014, Blaðsíða 42
42 heilsa Helgin 4.-6. júlí 2014  Heilsa Útivera í góðra vina Hópi utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND Á R N A S Y N IR Meindl ohio Léttir og þægilegir til notkunar á göngustígum. Verð: 42.990 kr. Meindl Kansas GTX þægilegir og traustir skór fyrir flestar leiðir. Verð: 42.990 kr. Meindl Island GTX Hálfstífir og öflugir. hentugir í lengri ferðir. Tnf verbara lite mid gtx Sérlega léttir og liprir fyrir léttara land. Verð: 35.990 kr. Betra útsýni í betri gönguskóm Verð: 59.990 kr. Frisbígolf feiki vinsælt Frisbígolf er eins og golf, nema það er spilað með frisbídiskum. Ekkert kostar að spila frisbígolf og það hentar bæði ungum sem öldnum, byrjendum og lengra komnum. Egill Einarsson á sæti í eina folf-liðinu á Íslandi, Team Liger Woods. Á myndinni eru liðsmenn Team Liger Woods, ásamt nokkrum öðrum folf-spilurum. Liðið skipa þeir Steindi Jr. grínisti, Diddi Fel tónlistarmaður, Haukur Harðarson íþróttafréttamaður, Örn Tönsberg tónlistarmaður og Egill Einarsson. F risbígolf, eða folf, nýtur æ meiri vin-sælda og er völlunum hér á landi allt-af að fjölga. Egill Einarsson er einn þeirra fjölmörgu sem stunda íþróttina og segir hann folfið fyrst og fremst skemmti- lega útiveru í góðra vina hópi. „Folfið er góður göngutúr eins og golf nema að hægt er að taka börnin með, jafnvel í barnavagni. Svo kostar folfið ekkert og það þarf ekki að panta tíma.“ Egill á sæti í eina folf-liðinu á Íslandi, sem vitað er um, Team Liger Wo- ods. Folfið er einnig vinsælt víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þegar Egill er á leið- inni í folf á Klambratúni er hann oft stopp- aður af fólki sem vill forvitnast um folfið og hvar hægt sé að kaupa góða diska. „Svo þegar maður er að spila á Klambratúni ger- ist það oft að fólk stoppar og fylgist með.“ Folf er spilað líkt og hefðbundið golf nema með frisbídiskum. Takmarkið er að kasta disknum í körfuna í sem fæstum skotum. Annað skot er tekið þar sem diskur lend- ir eftir fyrsta skot og sá á fyrst að gera sem lengst er frá körfu. Fyrir byrjendur í folfi þarf ekki annað en einn frisbídisk og spil- aði Egill þannig fyrsta árið. Lengra komnir nota fleiri tegundir af diskum. „Dræver- ar“ eru þá notaðir fyrir lengstu skotin og geta vanir kastarar kastað þeim 150 til 200 metra. Miðlungsdiskar eru notaðir í milli- skotin þar sem nákvæmnin skiptir meira máli en lengdin. Þeir henta líka vel fyrir byrjendur og þykja tilvaldir ef spilari á að- eins einn disk. „Pútterarnir“ eru svo hæg- ustu diskarnir en þeir nákvæmustu. Með þeim er hægt að hitta körfuna af stuttu færi með mikilli nákvæmi. Að sögn Egils er hægt að fá góðan útbúnað fyrir lítinn pening. Varðandi tækni í köstunum segir Egill að hver og einn finni sinn stíl. „Ég fékk smá kennslu þegar ég byrjaði og kíkti svo á You- Tube til að læra meira.“ Frisbígolf er kennt á Klambratúni og er hægt að fá nánari upp- lýsingar um kennsluna í Frisbígolf búðinni við Reykjavíkurveg 60 í Hafnarfirði. Upp- lýsingar um íþróttina og velli víðs vegar um landið má finna á síðunum www.folf.is og www.frisbigolf.is. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Ég fékk smá kennslu þegar ég byrjaði og kíkti svo á YouTube til að læra meira. Egill Einarsson, frisbígolf-spilari segir íþróttina fyrst og fremst skemmtilega útiveru í góðra vina hópi. „Folfið er góður göngutúr eins og golf nema að hægt er að taka börnin með, jafn- vel í barnavagni. Svo kostar folfið ekkert og það þarf ekki að panta tíma,“ segir hann. Spínat, vínber og engifer heilsudrykkur Á síðunni Heilsu- drykkir Hildar eru margar skemmti- legar uppskriftir. Þessi er frískandi og stútfullur af góðri næringu. 2 lúkur af spínati 1/3-1/2 gúrka 1 dl frosin vínber, ca. 10 stykki 1 dl engifersafi frá Ölgerðinni lime safi úr ca. 1/2 lime 1 tsk maca (val) Öllu blandað saman og hrært þar til mjúkt og fallegt. Af heilsudrykkir.is VARSTU BÚIN AÐ FRÉTTA AÐ Á FISKISLÓÐ 39 ER ... landsins m esta úrval b óka, á Forlagsve rði? stærsta kor tadeild land sins? www.forlagid.is– fyrst og fre mst – fyrst og fre mst ódýr! 1098kr.kg Grísakótilettur, fros nar í kassa, ca. 5 k g v 5 kg VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.