Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 04.07.2014, Qupperneq 46
46 matur & vín Helgin 4.-6. júlí 2014 Dásamleg pavlóva með karamellusósu Instagram verðlaunaleikur Áhugi fólks á matargerð hefur aukist mikið undanfarin misseri. Samhliða því hefur færst mikið í aukana að fólk myndi matinn sinn og birti á samskiptaforritinu Instagram. Nú er hafinn skemmtilegur Instagram myndaleikur Gott í matinn. Allar myndir birtast á Facebook síðu Gott í matinn. Eina sem þarf að gera er að taka mynd af mat sem inniheldur Gott í matinn vörur, birta á Instagram og merkja #gottimatinn. Dómnefnd sem skipuð er þekktum mat- gæðingum velur flottustu matarmyndina og er glæsilegt Weber grill í verðlaun auk fjölda glæsilegra matarkarfa. Pavlóva er nefnd eftir rússnesku ballettdans- meynni Önnu Pavlovu en bæði Austurríki og Nýja-Sjáland eigna sér heiðurinn af kökunni. Sagan segir að kakan hafi fyrst verið gerð í öðru hvoru þessara landa upp úr 1920 í einum af heimsóknum rússneska ballettsins. Þessi dísæta og dásam- lega marengskaka er stökk að utan og mjúk að innan og ekki spillir karamellusósan fyrir í þessari útgáfu af kökunni sem Jónína Lárusdóttir, matar- bloggari með meiru, deilir hér með okkur. Botninn 4 eggjahvítur 200 gr. sykur 1 tsk. borðedik ½ tsk. kartöflumjöl Vanillurjómi 2,5 dl. rjómi 1,5 tsk. sykur ½ tsk. vanilludropar Karamellusósa 1 dl. rjómi 0,5 dl. sykur 0,5 dl. ljóst síróp 50 gr. smjör Ávextir til skrauts. Aðferð: Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið sykrinum saman við og stífþeytið aftur. Blandið ediki og kartöflumjöli varlega saman við með sleif. Setjið bökunarpappír á plötu og teiknið hring sem er 20 cm. að þvermáli. Dreifið úr eggjahvítunum með sleif. Bakist í 1 klst. og 15 mín. við 130 gráður. Þeytið rjómann og bætið vanill- unni við. Smyrjið karamellunni á botninn, rjóminn settur ofan á, því næst ávextirnir og karamella sett yfir til skrauts. Karamellusósa Setjið í pott 25 gr. af smjöri, allan sykurinn og síróp. Hrærið vel og látið suðu koma varlega upp. Látið malla í potti í u.þ.b. 7 mín. og hrærið reglulega í pottinum. Þegar karamellan er farin að dökkna, takið þá af hellunni og bætið restinni af smjörinu út í og hrærið. Kælið aðeins áður en hún er sett ofan á pavlóvuna. Þessi sósa er einnig himnesk með ís.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.