Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Page 46

Fréttatíminn - 04.07.2014, Page 46
46 matur & vín Helgin 4.-6. júlí 2014 Dásamleg pavlóva með karamellusósu Instagram verðlaunaleikur Áhugi fólks á matargerð hefur aukist mikið undanfarin misseri. Samhliða því hefur færst mikið í aukana að fólk myndi matinn sinn og birti á samskiptaforritinu Instagram. Nú er hafinn skemmtilegur Instagram myndaleikur Gott í matinn. Allar myndir birtast á Facebook síðu Gott í matinn. Eina sem þarf að gera er að taka mynd af mat sem inniheldur Gott í matinn vörur, birta á Instagram og merkja #gottimatinn. Dómnefnd sem skipuð er þekktum mat- gæðingum velur flottustu matarmyndina og er glæsilegt Weber grill í verðlaun auk fjölda glæsilegra matarkarfa. Pavlóva er nefnd eftir rússnesku ballettdans- meynni Önnu Pavlovu en bæði Austurríki og Nýja-Sjáland eigna sér heiðurinn af kökunni. Sagan segir að kakan hafi fyrst verið gerð í öðru hvoru þessara landa upp úr 1920 í einum af heimsóknum rússneska ballettsins. Þessi dísæta og dásam- lega marengskaka er stökk að utan og mjúk að innan og ekki spillir karamellusósan fyrir í þessari útgáfu af kökunni sem Jónína Lárusdóttir, matar- bloggari með meiru, deilir hér með okkur. Botninn 4 eggjahvítur 200 gr. sykur 1 tsk. borðedik ½ tsk. kartöflumjöl Vanillurjómi 2,5 dl. rjómi 1,5 tsk. sykur ½ tsk. vanilludropar Karamellusósa 1 dl. rjómi 0,5 dl. sykur 0,5 dl. ljóst síróp 50 gr. smjör Ávextir til skrauts. Aðferð: Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið sykrinum saman við og stífþeytið aftur. Blandið ediki og kartöflumjöli varlega saman við með sleif. Setjið bökunarpappír á plötu og teiknið hring sem er 20 cm. að þvermáli. Dreifið úr eggjahvítunum með sleif. Bakist í 1 klst. og 15 mín. við 130 gráður. Þeytið rjómann og bætið vanill- unni við. Smyrjið karamellunni á botninn, rjóminn settur ofan á, því næst ávextirnir og karamella sett yfir til skrauts. Karamellusósa Setjið í pott 25 gr. af smjöri, allan sykurinn og síróp. Hrærið vel og látið suðu koma varlega upp. Látið malla í potti í u.þ.b. 7 mín. og hrærið reglulega í pottinum. Þegar karamellan er farin að dökkna, takið þá af hellunni og bætið restinni af smjörinu út í og hrærið. Kælið aðeins áður en hún er sett ofan á pavlóvuna. Þessi sósa er einnig himnesk með ís.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.