Fréttatíminn - 04.07.2014, Page 60
Í takt við tÍmann Salka Sól EyfEld
Kaupi stundum karlmannsjakka
Salka Sól Eyfeld er 26 ára og er annar umsjónarmanna Sumarmorgna á Rás 2. Hún lærði úti í London og hefur starfað við talsetningu á barnaefni og bíómynd-
um síðasta árið. Salka er auk þess söngkona í tveimur vinsælum hljómsveitum; reggísveitinni Amaba Dama og rappsveitinni Reykjavíkurdætrum.
Staðalbúnaður
Ég kaupi mikið af notuðum fötum. Ég geng
jafn mikið í kjólum og buxum en ég er
ekki mikið í háhæluðum skóm. Mér hefur
alltaf þótt það erfitt. Ég elska hatta og hár-
skraut og er sjúk í yfirhafnir. Mig vantar
alltaf yfirhöfn þótt ég eigi nóg af þeim. Ég
kaupi þær oftast í stórum stærðum, það er
eitthvað kósí að vera í stærri jökkum. Ég á
það meira að segja til að kaupa karlmanns-
jakka.
Hugbúnaður
Ég spila stundum fótbolta með nokkrum
stelpum og svo fer ég mikið í sund. Ég
elska að fara á kaffihús enda getur góður
kaffibolli gert hjarta mitt ansi glatt. Kaffi-
félagið á Skólavörðustíg er í uppáhaldi og
ég kaupi stundum baunir þar og tek með
heim. Ef ég fer út að djamma er það aðal-
lega eftir að ég fer á einhverja tónleika. Þá
fer ég oftast á Kaffibarinn og Paloma. Á
barnum panta ég bjór, ég er ekki fyrir sæta
kokteila. Ég hef gaman af góðum bjór og
kaupi stundum bland í poka í ríkinu. Ég var
að horfa á Orange is the New Black og þeir
voru fínir. Ég er mikill unnandi Seinfeld og
sofna yfir þeim á kvöldin.
Vélbúnaður
Ég er búin að eplavæða mig og nota Apple-
tölvuna rosa mikið. Ég nota iPhone-inn
líka kannski aðeins of mikið. Ég nota samt
ekki mörg öpp, Snapchat og svo datt ég inn
í QuizUp um daginn. Ég reyndi að ná Ís-
landsmetinu í Seinfeld en það gekk ekki.
Aukabúnaður
Góðar súpur og fiskur er það besta sem ég
fæ og ekki skemmir fyrir ef það er sam-
einað í fiskisúpu. Ég er tilraunagjörn í eld-
húsinu og finnst gaman að malla eitthvað
saman úr ísskápnum. Ef ég fer út að borða
þá fæ ég mér aðallega sushi eða fer á No-
odle Station. Já, mér finnst núðlusúpur líka
mjög góðar. Ég er að fara á Rototom
Sunsplash á Spáni í ágúst og get
ekki beðið. Þetta er stærsta
reggíhátíð í Evrópu
og við erum að fara
ansi mörg saman
úr reggísenunni.
Við verðum í átta
daga, leigjum
okkur hús við
ströndina og
förum í jóga á
daginn. Þetta
verður gaman.
SANYL ÞAKRENNUR
• RYÐGA EKKI
• PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN
• STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR
• AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU
• ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR
afmæli aldur Er afStæður
Frestaði fertugs-
afmælinu í áratug
Fyrir tíu árum birtist svohljóðandi
tilkynning í Bændablaðinu: Af óvið-
ráðanlegum ástæðum er fertugsaf-
mæli mínu frestað um óákveðinn
tíma. Bergsveinn Reynisson. Óá-
kveðni tíminn reyndist vera tíu
ár, að því er Reykhóla-
vefurinn greinir frá en
afmælisbarnið, Berg-
sveinn Reynisson
á Gróustöðum við
Gilsfjörð, ætlar sér
að standa við loforð
um almennilega fer-
tugsafmælisveislu,
þótt áratugur sé lið-
inn. Hann heldur því
upp á fertugsafmælið –
á sínum óræða aldri – á
morgun, laugardaginn
5. júlí.
„Afmælishaldið
verður í hinum
mörgu vistarver-
um í húsi föður
hans, það er að
segja í gömlu
búðinni við sjó-
inn í Króks-
fjarðarnesi,
o g h e f s t
klukkan sex síðdegis. Öllum vinum
og vandamönnum nær og fjær er
velkomið að mæta og gleðjast með
afmælisbarninu. Í boði verður t.d.
kræklingur og rabarbaragrautur
frá Erlu í Mýratungu með rjóma frá
Stefáni á Gróustöðum,“ segir
enn fremur á Reykhólavefnum
en vefurinn klykkir út með
þessum orðum: „Úr því að
þetta mál er loksins loksins
loksins komið á rekspöl,
þá er aldrei að vita nema
Bergsveinn haldi síðan upp
á fimmtugsafmælið innan
tíðar og jafnvel sextugsaf-
mælið líka með haustinu.“
Bergsveinn
Reynisson á
Gróustöðum
við Gilsfjörð.
Tímasetning
fyrir fer-
tugsafmæli
er afstæð.
Mynd Reyk-
hólavefurinn
60 dægurmál Helgin 4.-6. júlí 2014