Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Qupperneq 60

Fréttatíminn - 04.07.2014, Qupperneq 60
 Í takt við tÍmann Salka Sól EyfEld Kaupi stundum karlmannsjakka Salka Sól Eyfeld er 26 ára og er annar umsjónarmanna Sumarmorgna á Rás 2. Hún lærði úti í London og hefur starfað við talsetningu á barnaefni og bíómynd- um síðasta árið. Salka er auk þess söngkona í tveimur vinsælum hljómsveitum; reggísveitinni Amaba Dama og rappsveitinni Reykjavíkurdætrum. Staðalbúnaður Ég kaupi mikið af notuðum fötum. Ég geng jafn mikið í kjólum og buxum en ég er ekki mikið í háhæluðum skóm. Mér hefur alltaf þótt það erfitt. Ég elska hatta og hár- skraut og er sjúk í yfirhafnir. Mig vantar alltaf yfirhöfn þótt ég eigi nóg af þeim. Ég kaupi þær oftast í stórum stærðum, það er eitthvað kósí að vera í stærri jökkum. Ég á það meira að segja til að kaupa karlmanns- jakka. Hugbúnaður Ég spila stundum fótbolta með nokkrum stelpum og svo fer ég mikið í sund. Ég elska að fara á kaffihús enda getur góður kaffibolli gert hjarta mitt ansi glatt. Kaffi- félagið á Skólavörðustíg er í uppáhaldi og ég kaupi stundum baunir þar og tek með heim. Ef ég fer út að djamma er það aðal- lega eftir að ég fer á einhverja tónleika. Þá fer ég oftast á Kaffibarinn og Paloma. Á barnum panta ég bjór, ég er ekki fyrir sæta kokteila. Ég hef gaman af góðum bjór og kaupi stundum bland í poka í ríkinu. Ég var að horfa á Orange is the New Black og þeir voru fínir. Ég er mikill unnandi Seinfeld og sofna yfir þeim á kvöldin. Vélbúnaður Ég er búin að eplavæða mig og nota Apple- tölvuna rosa mikið. Ég nota iPhone-inn líka kannski aðeins of mikið. Ég nota samt ekki mörg öpp, Snapchat og svo datt ég inn í QuizUp um daginn. Ég reyndi að ná Ís- landsmetinu í Seinfeld en það gekk ekki. Aukabúnaður Góðar súpur og fiskur er það besta sem ég fæ og ekki skemmir fyrir ef það er sam- einað í fiskisúpu. Ég er tilraunagjörn í eld- húsinu og finnst gaman að malla eitthvað saman úr ísskápnum. Ef ég fer út að borða þá fæ ég mér aðallega sushi eða fer á No- odle Station. Já, mér finnst núðlusúpur líka mjög góðar. Ég er að fara á Rototom Sunsplash á Spáni í ágúst og get ekki beðið. Þetta er stærsta reggíhátíð í Evrópu og við erum að fara ansi mörg saman úr reggísenunni. Við verðum í átta daga, leigjum okkur hús við ströndina og förum í jóga á daginn. Þetta verður gaman. SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR  afmæli aldur Er afStæður Frestaði fertugs- afmælinu í áratug Fyrir tíu árum birtist svohljóðandi tilkynning í Bændablaðinu: Af óvið- ráðanlegum ástæðum er fertugsaf- mæli mínu frestað um óákveðinn tíma. Bergsveinn Reynisson. Óá- kveðni tíminn reyndist vera tíu ár, að því er Reykhóla- vefurinn greinir frá en afmælisbarnið, Berg- sveinn Reynisson á Gróustöðum við Gilsfjörð, ætlar sér að standa við loforð um almennilega fer- tugsafmælisveislu, þótt áratugur sé lið- inn. Hann heldur því upp á fertugsafmælið – á sínum óræða aldri – á morgun, laugardaginn 5. júlí. „Afmælishaldið verður í hinum mörgu vistarver- um í húsi föður hans, það er að segja í gömlu búðinni við sjó- inn í Króks- fjarðarnesi, o g h e f s t klukkan sex síðdegis. Öllum vinum og vandamönnum nær og fjær er velkomið að mæta og gleðjast með afmælisbarninu. Í boði verður t.d. kræklingur og rabarbaragrautur frá Erlu í Mýratungu með rjóma frá Stefáni á Gróustöðum,“ segir enn fremur á Reykhólavefnum en vefurinn klykkir út með þessum orðum: „Úr því að þetta mál er loksins loksins loksins komið á rekspöl, þá er aldrei að vita nema Bergsveinn haldi síðan upp á fimmtugsafmælið innan tíðar og jafnvel sextugsaf- mælið líka með haustinu.“ Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum við Gilsfjörð. Tímasetning fyrir fer- tugsafmæli er afstæð. Mynd Reyk- hólavefurinn 60 dægurmál Helgin 4.-6. júlí 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.