Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 6
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is AliciA Svefnsófi B 163 D 83 H 78 cm. Dýnustærð 147x197 cm. Slitsterkt áklæði. Litir: Rautt, svart, grænt, og blómamunstur. 119.990 Fullt verð: 139.990 SveFnSóFar í höllinni H ú s g Ag n A H ö l l i n B í l d s h ö f ð a 2 0 o g D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i E i t t s í m A n ú m E r 5 5 8 1 1 0 0 mElbournE SvefnSófi með tungu 169.990 Fullt verð: 199.990 mElbournE Svefnsófi Stærð: 243x170 H:70 cm. Slitsterkt áklæði. Litir: Svargrár, grænn og rauður. vinstri og hægri tunga. Rúmfata- geymsla í tungu. Áttu von Á geStum! SvefnSófaR í úRvaLi Leið um Teigsskóg ódýrust og öruggust Ábyrgðarhluti að reyna ekki til þrautar, að sögn vegamálastjóra en Vegagerðin fer líklega með málið til æðra stjórnvalds fái hún neitun frá Skipulagsstofnun.  Fæðingar Meðalaldur Mæðra hækkar Færri en tvö fædd börn á hverja konu Árið 2013 fæddust 4.326 börn á Ís- landi, sem er nokkur fækkun frá árinu 2012 þegar hér fæddust 4.533 börn. Það komu 2.129 drengir í heiminn og 2.197 stúlkur árið 2013, að því er Hagstofan greinir frá. „Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2013 var frjósemi íslenskra kvenna lægri en tveir í fyrsta sinn frá 2003, eða 1,932 börn á ævi hverrar konu. Yfir- leitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að við- halda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Undanfarin ár hefur frjósemi á Íslandi verið rétt um 2 börn á ævi hverrar konu. Frjósemin nú er nærri helmingi minni en hún var um 1960, en þá gat hver kona vænst þess að eignast rúmlega 4 börn á ævi sinni.“ Flest nýfædd börn í fyrra voru skrásett með lögheimili í Reykjavík, 1.719 en 487 í Kópavogi og 374 í Hafnarfirði. Flestar fæðingar voru í ágúst, 402, en fæstar í desember, 329. Árið 2012 fæddust einnig flest börn í ágúst, eða 432 og fæst í desember, 337. Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og kon- ur eignast sitt fyrsta barn síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratug- inn hefur meðalaldurinn hækkað og var 27,3 ár í fyrra. Algengasti barneignaaldurinn er á milli 25-29 ára sem og 30-34 ára. Tæplega þriðjungur barna fæddist í hjónabandi en rúmlega 50 prósent í óvígðri sambúð. Hlutfall þeirra barna sem fæddust utan hjónabands eða sambúðar var 16,3 prósent. Í fyrra var frjósemi íslenskra kvenna lægri en tveir í fyrsta sinn frá 2003.  SaMgöngur Vegabætur á SunnanVerðuM VeStFjörðuM Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynna sér aðstæður í Teigsskógi. Ljósmynd/innanríkisráðuneytið r eyna á til þrautar að koma vegi um Teigsskóg í Austur-Barða-strandarsýslu í gegnum skipu- lagsferli en Skipulagsstofnun hafnaði á sínum tíma veglínu í gegnum skóginn vegna umhverfisáhrifa, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði en þar er vitnað til fréttar á Stöð 2. „Frá því var greint í fréttum Stöðvar 2 að Vega- gerðin hafi óskað eftir nýju umhverf- ismati miðað við breytta veglínu. „Við höfum núna um helgina skilað inn tillögu að matsáætlun þar sem þessi lína er, – með ýmsum fleirum, – viljum fá formlega afstöðu stofnunarinnar, af því að hingað til hefur þetta verið svona óformlegt sam- band okkar á milli varðandi þessa nýju línu,“ sagði Hreinn Haraldsson vega- málastjóri í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Deilur um nýjan veg um Teigsskóg hafa staðið árum saman og tafið fram- kvæmdir en ýmsir kostir til vegabóta á malarvegum á sunnanverðum Vestfjörð- um eru til skoðunar. Nýr vegur mun leysa af hólmi fjallvegi um Ódrjúgsháls og Hjallaháls sem eru erfiðir farartálm- ar. „Við erum ekki að tala um að fá fram- kvæmdaleyfi fyrir henni núna,“ sagði vegamálastjóri í frétt Stöðvar 2 um nýja veglínu um Teigsskóg. „Við erum að tala um að fá að skoða hana í umhverf- ismatsferli, ásamt ýmsum fleiri línum.“ Formleg niðurstaða Skipulagsstofnunar er kæranleg en fram kom í frétt stöðvar- innar að fái Vegagerðin neitun frá Skipu- lagsstofnun sé líklegt að farið verði með málið til æðra stjórnvalds. „Það hefur nú ekki verið tekin ákvörðun um það. En það er ekkert ólíklegt að við reynum að fara þá leið til enda því það eru ákveðnir úrskurðaraðilar þar sem geta tekið við slíkri niðurstöðu.“ Ástæðan fyrir því að Vegagerðin leggur slíka áherslu á veglagningu um Teigsskóg er tvíþætt, að því er fram kom í fréttinni. Annars vegar er það mat Vega- gerðarinnar að vegur út norðanverðan Þorskafjörð og þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar sé öruggasti vegurinn til að tengja saman Reykhólasveit og Gufudals- sveit. Hins vegar er það kostnaðarspurs- mál, að mati vegamálastjóra. „Þessi lína er þremur milljörðum ódýrari heldur en næsti kostur sem kæmi þá upp á borðið. Og við teljum einfaldlega að það sé ábyrgðarhluti að reyna ekki til þrautar að koma því í gegn því það er hægt að gera gífurlega mikið í samgöngumálum þarna og annarsstaðar fyrir þrjá milljarða.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Við höfum núna um helgina skilað inn tillögu að matsáætlun þar sem þessi lína er ... viljum fá formlega afstöðu stofn- unarinnar. 6 fréttir Helgin 11.-13. júlí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.