Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 42
42 heilsa Helgin 11.–13. júlí 2014 V ið sundlaug Akureyrar er búið að setja upp pott með köldu vatni og þykir mörgum gestum laugarinnar það ómissandi hluti af sundferðinni að dýfa sér aðeins í kuldann. Kaldi potturinn er fiskikar og rennur um fjögurra gráðu kalt vatn í það. Að sögn Elínar Gísladóttur, forstöðu- manns laugarinnar, var potturinn settur upp í vor þegar stórt blak- mót fyrir öldunga var haldið á Ak- ureyri. „Það hefur verið til siðs hjá blakfólki hafa aðgang að fiskikari með köldu vatni á því móti. Ég fékk karið því lánað og setti upp þessa helgi og nokkra daga í viðbót ef fleiri vildu prófa,“ segir hún. Karið nýtur fádæma vinsælda hjá ungum sem öldnum og var því ekki fjarlægt eftir blakmótið. „Það er með ólíkindum hvað karið er vinsælt. Börnum finnst það bæði spennandi og notalegt. Þau sem stunda sundæfingar hafa sagt mér að það sé gott að enda æfinguna að því að fara í kalt bað. Eftir tíma í skólasundi í vor enduðu flestir tímann á því að fara í kalda karið. Hlauparar og aðrir sem stunda erfiðar æfingar hafa einnig haft orð á því að einstaklega gott sé að endurnæra líkamann í kalda karinu eftir æfingar.“ Almennir sundlaugagestir hafa einnig tekið karinu fagnandi og hjá mörgum er orðinn ómissandi hluti af sundferðinni að dvelja aðeins í kuldanum. Sumir rétt dýfa sér ofan í en aðrir dvelja þar lengur. „Ég hef heyrt að ef fólk er ofan í vatninu upp undir eina mínútu fylgi því mikil vellíðan. Svo fer fólk í sundlaugina á milli og gerir þetta tvisvar til þrisvar sinnum.“ N1-mót 5. flokks karla í knatt- spyrnu var haldið á Akureyri um síðustu helgi og komu af því tilefni þúsundir gesta til bæjar- ins og skelltu margir þeirra sér í laugina. Þá helgi var kalda karið jafn vinsælt og rennibrautirnar og myndaðist röð við það. Að sögn Elínar er aldrei að vita nema settur verði upp varanlegur kaldur pottur við sundlaug Akur- eyrar í framtíðinni. „Ég er alveg viss um það verður á listanum þegar farið verður í framkvæmdir hérna en hvort það verður á þessu ári eða næsta er erfitt að segja til um. Ég stefni að því að hafa karið við laugina þangað til.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Biðröð í kalda pottinn Við sundlaug Akureyrar er fiskikar með köldu vatni og er vinsælt hjá sundlaugar- gestum að dýfa sér aðeins í kuldann. Á N1-mótinu í knattspyrnu sem fram fór um síðustu helgi myndaðist röð í karið. Við sundlaug Akureyrar er fiskikar með köldu vatni. Karið var sett upp að beiðni keppanda á blakmóti öldunga í vor en vegna mikilla vinsælda mun það standa áfram. KYNNING Fann fljótlega mun á meltingunni Bio-Kult Original er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare.isÉ g veit það af reynslunni að mjög margir þjást af melt-ingarvandamálum. Það eru ýmsar tegundir mjólkursýrugerla á markaði sem lifa magasýrurnar ekki af og ná því ekki að virka sem skyldi. Í mínum störfum hef ég prófað margar tegundir af mjólk- ursýrugerlum og finn að Bio-Kult gerlarnir henta mér best,“ segir Margrét. Áður fyrr var Margrét mjög við- kvæm fyrir ýmsum fæðutegundum og fann oft til óþæginda eftir mál- tíðir. „Oft leið mér eins og ég væri með þyngsli í maganum. Eftir að ég byrjaði að taka Bio-Kult gerl- ana inn hef ég fundið mestan mun á líðaninni í smáþörmunum því ég var mjög viðkvæm í þeim áður. Ég tek inn fjögur hylki á dag og finnst henta best að taka þau með mat. Venjulegur skammtur er tvö hylki en mér finnst betra að taka auka- lega. Ég er sérlega ánægð með Bio- Kult gerlana því að þeir hafa hjálp- að mér og meltingin hefur lagast til mikilla muna.“ Margrét Kaldalóns hefur tekið Bio-Kult gerlana inn í nokkra mánuði og fann fljótlega mjög mikinn mun á meltingunni. Hún hefur starfað í heilsugeiranum í 30 ár og því kynnst mörgum tegundum fæðubótarefna og mjólkursýrugerla. Bio-Kult Original er einstök og öflug blanda af 14 mismunandi vinveittum gerlum sem geta komið sér fyrir í þörmum meltingarvegar og hafa einstaklega góð áhrif á meltinguna. Ekki þarf að geyma hylkin í kæli. Þau er óhætt að nota að staðaldri og henta vel fyrir fólk með mjólkur- og soya óþol. Margrét Kaldalóns fann oft til óþæginda í meltingu eftir máltíðir en líður mun betur eftir að hún byrjaði að taka inn Bio-Kult Original hylkin. Einstakle ga mjúki r og náttú ruleg bra gðefni. Engin erfðab reytt hráefn i möndlur, Mjög bragðgóðir Innihalda eingöngu: Án sykurs og sætuefna Næringarríkir hrábarir! Ekkert glúten eða hveiti þurrkaða ávexti, Engar mjólkurafurðir hnetur, Fást í flestum matvöruverslunum, heilsubúðum og apótekum Hefu r þú smakkað nakd bitana?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.