Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 34
Alla þjálfara dreymir um að hafa leikmann eins og Müller. Það er ekki hægt að stjórna Messi, hann dáleiðir þig. Heimsmeistarakeppninni í Brasilíu lýkur núna um helgina. Á laugardag er leika Brasilía og Holland um bronsverðlaunin og á sunnudaginn er úrslitaleikurinn sjálfur. Þjóðverjar og Argentínumenn spila þá um hinn langþráða Gazzaniga bikar á Maracana vellinum í Rio de Janeiro. Þessar þjóðir léku til úrslita í keppninni 1990 á Ítalíu og lauk þeim leik með sigri Þjóðverja 1-0, þar sem Andreas Brehme skoraði sigurmarkið í annars bragðdaufum leik.  Úrslitaleikurinn á HM í knattspyrnu Messi gegn Müller lionel messi Fæddur: 24. júní 1987, 27 ára Landsleikir: 92 Mörk: 42 Fyrsti landsleikur: Gegn Ungverjalandi í ágúst 2005 Félagslið: Barcelona 277/243 Lionel Messi er skær-asta stjarna knatt- spyrnuheimsins í dag. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona, Spænska titilinn, konungs- bikarinn og meistaradeildina. Heimsbyggðin bíður eftir því að hann leiði Argentínu til metorða í heimsmeist- arakeppninni líkt og Diego Maradona gerði 1986. Ef Messi tekur við bikarnum á sunnudaginn léttir hann ákveðinni pressu af sjálfum sér og getur með sanni verið kallaður besti leikmaður allra tíma. thomas müller Fæddur : 13. september 1989, 25 ára Landsleikir: 55 Mörk: 22 Fyrsti landsleikur: Gegn Argentínu í janúar 2010 Félagslið: FC Bayern 165/58 Thomas Müller er einn besti ungi sóknarmaður heimsins í dag. Fyrrum þjálfari hans hjá FC Bayern segir hann með fádæma andlegan styrk og Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, segir hann vera ónæman fyrir álagi. Müller þarf aðeins að skora eitt mark í úrslitaleiknum til þess að verða markahæstur á mótinu ásamt James Rodriguez frá Kólumbíu. Hann var marka- hæstur á mótinu fyrir 4 árum. Þetta verður að kallast frábær árangur hjá leikmanni sem ekki er nema 25 ára gamall. á sunnudaginn munu augu heimsbyggðarinnar vera á markaskorurum liðanna. Þjóðverjanum Thomas Müller sem hefur skorað 5 mörk í keppninni og Argentínumanninum Lionel Messi sem hefur skorað 4 mörk. Bestu markmenn heimsmeistarakeppninnar Það eru margir leikmenn búnir að láta ljós sitt skína á heims- meistaramótinu í knattspyrnu og margir leikmenn hafa ekki staðið undir væntingum. Hér ætlum við að beina athygli að nokkrum sem hafa slegið í gegn og fara yfir bestu markverði mótsins. Undirstaða velgengi knattspyrnuliða veltur oft á frammistöðu markvarðanna og þessir hafa oft á tíðum borið lið sín til hærri metorða. - Jurgen Klins- mann þjálfari Bandaríkjanna. - Sir Alex Ferguson fyrrum þjálfari Manchester United VARSTU BÚIN AÐ FRÉTTA AÐ Á FISKISLÓÐ 39 ER ... landsins m esta úrval b óka, á Forlagsve rði? stærsta kor tadeild land sins? www.forlagid.is Guillermo Ochoa Mexíkó Ochoa sem verður 29 ára daginn sem úrslitaleikurinn er spilaður, er búinn að eiga ótrúlegt mót og frammistaða hans í keppninni grunnurinn að góðu gengi Mexíkó. Í leik Mexíkóa gegn Hollendingum í 16 liða úrslitum hélt hann liði sínu á floti með frammistöðu sinni en var svo sigraður í vítaspyrnu í uppbótartíma. Fyrir keppnina var Ochoa ekki með samning við neitt félag og með frammistöðu sinni er hann einn eftirsóttasti markvörður heims í dag. Tim Howard Bandaríkin Það bjuggust ekki margir við miklu frá Bandaríkjamönnum á HM í ár. Verandi í riðli með Þjóðverjum, Portúgal og spræku liði Gana. En með sigri á Gana og jafntefli við Portúgal þá komust þeir í 16 liða úrslit, þvert á allar spár. Í 16 liða úrslitum þurftu Belgar framleng- ingu til þess að knýja fram sigur og var það góður leikur Tim Howard sem lagði grunninn að frábærum varnarleik Bandaríkjamanna. Þessi 35 ára litríki markmaður sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Keylor Navas Kostaríka Þessi 28 ára gamli markvörður Kostaríka og Levante á Spáni var ekki kunnugur mörgum fyrir þetta mót. Ekki frekar en flestir leikmenn Kostaríka. Navas átti hvern stórleikinn á fætur öðrum og gerði sér og lítið fyrir og varði snilldarlega í vítaspyrnukeppninni gegn Grikkjum í 16 liða úrslitum og kom þjóð sinni í 8 liða úrslit í fyrsta sinn í sögunni. Manuel Neuer Þýskaland Án efa besti markvörður og jafn- vel besti leikmaður keppninnar í heild sinni. Neuer er búinn að eiga hreint út sagt ótrúlegt mót. Leik eftir leik sýnir hann styrk sinn sem markvörður og stundum jafnvel sem aftasti varnarmaður, eins og hann gerði gegn Frökkum í 8 liða úrslitunum. Þessi 28 ára gamli, tæplega 2ja metra langi markvörður frá Gelsenkirchen gæti orðið sá sem skiptir sköpum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. 34 fótbolti Helgin 11.-13. júlí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.