Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 56
56 menning Helgin 11.–13. júlí 2014
Hitler var
reyndar fínn
málari en
greinilega ekki
nógu góður til
að komast í
þennan skóla.
100%
Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is
Sendum frítt
úr vefverslun
Gjöfin sem gleður ár eftir ár
Dúnmjúkar brúðargjafir
Pima bómull50 tegundir íslenskra rúmfata til brúðargjafa
Kíktu á brúðargjafatilboðin í verslunum
í Reykjavík, Akureyri & lindesign.is
Einstök mýkt
Jakob Veigar Sigurðsson, nemi
við Listaháskóla Íslands.
Sýnir listaverk
á Times torgi
Listaverk eftir Jakob Veigar Sigurðsson verða sýnd á stórum skjá
á Times torgi í New York í júlí. Jakob heldur í skiptinám til Austur-
ríkis í haust við Akademie der bildenden Kunste. Adolf Hitler
sótti tvisvar sinnum um inngöngu í þann skóla en var hafnað.
T vö málverk eftir Jakob Veig-ar Sigurðsson verða sýnd á myndlistarsýningunni #see-
metakeover á Times torgi í New
York 24. júlí næstkomandi. Verk-
unum verður varpað á stóra skjái,
ásamt verkum annarra listamanna.
Öðru verkinu verður varpað á sextíu
metra háan skjá og mun því gnæfa
yfir torgið. „Þetta er stærsta sýn-
ingin sem ég hef tekið þátt í hingað
til og því mjög spennandi tækifæri,“
segir hann.
Sýningin er á vegum vefsins www.
see.me sem stofnaður var af lista-
manni sem vildi koma sjálfum sér
á framfæri. Nú eru þúsundir lista-
manna sem nýta sér vefinn. Lista-
mennirnir sem unnu sér inn rétt til
að taka þátt sýningunni þurftu að
safna ákveðnum fjölda „læka“ á verk
sín og selja ákveðinn fjölda bola með
myndum af verkum sínum til að öðl-
ast þátttökurétt. Það tókst hjá Jakobi
og er hann að vonum ánægður með
að fá tækifæri til að sýna verk sín á
Times torgi. „Þetta var svolítið eins
og að spila í lottó, nema líkurnar eru
aðeins meiri.“ Enn er hægt að kaupa
boli á vefnum jakobveigar.see.me.
Síðasta ár stundaði Jakob mynd-
listarnám við Listaháskóla Ís-
lands og næsta vetur dvelur hann í
Vínarborg og stundar nám í „fígúru
málun“ við Akademie der bildenden
Künste. Adolf Hitler sótti tvisvar
sinnum um inngöngu í þann skóla
áður en hann snéri sér að stjór-
nmálum en var hafnað. „Hitler var
reyndar fínn málari en greinilega
ekki nógu góður til að komast í
þennan skóla. Eins gott að ég hafi
fengið inngöngu. Annars hefði ég
kannski þurft að fara í pólitík,“ segir
Jakob.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Verki eftir Jakob Veigar Sigurðsson verður varpað á sextíu metra háan skjá á
Times torgi í New York.