Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 56
56 menning Helgin 11.–13. júlí 2014 Hitler var reyndar fínn málari en greinilega ekki nógu góður til að komast í þennan skóla. 100% Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is Sendum frítt úr vefverslun Gjöfin sem gleður ár eftir ár Dúnmjúkar brúðargjafir Pima bómull50 tegundir íslenskra rúmfata til brúðargjafa Kíktu á brúðargjafatilboðin í verslunum í Reykjavík, Akureyri & lindesign.is Einstök mýkt Jakob Veigar Sigurðsson, nemi við Listaháskóla Íslands. Sýnir listaverk á Times torgi Listaverk eftir Jakob Veigar Sigurðsson verða sýnd á stórum skjá á Times torgi í New York í júlí. Jakob heldur í skiptinám til Austur- ríkis í haust við Akademie der bildenden Kunste. Adolf Hitler sótti tvisvar sinnum um inngöngu í þann skóla en var hafnað. T vö málverk eftir Jakob Veig-ar Sigurðsson verða sýnd á myndlistarsýningunni #see- metakeover á Times torgi í New York 24. júlí næstkomandi. Verk- unum verður varpað á stóra skjái, ásamt verkum annarra listamanna. Öðru verkinu verður varpað á sextíu metra háan skjá og mun því gnæfa yfir torgið. „Þetta er stærsta sýn- ingin sem ég hef tekið þátt í hingað til og því mjög spennandi tækifæri,“ segir hann. Sýningin er á vegum vefsins www. see.me sem stofnaður var af lista- manni sem vildi koma sjálfum sér á framfæri. Nú eru þúsundir lista- manna sem nýta sér vefinn. Lista- mennirnir sem unnu sér inn rétt til að taka þátt sýningunni þurftu að safna ákveðnum fjölda „læka“ á verk sín og selja ákveðinn fjölda bola með myndum af verkum sínum til að öðl- ast þátttökurétt. Það tókst hjá Jakobi og er hann að vonum ánægður með að fá tækifæri til að sýna verk sín á Times torgi. „Þetta var svolítið eins og að spila í lottó, nema líkurnar eru aðeins meiri.“ Enn er hægt að kaupa boli á vefnum jakobveigar.see.me. Síðasta ár stundaði Jakob mynd- listarnám við Listaháskóla Ís- lands og næsta vetur dvelur hann í Vínarborg og stundar nám í „fígúru málun“ við Akademie der bildenden Künste. Adolf Hitler sótti tvisvar sinnum um inngöngu í þann skóla áður en hann snéri sér að stjór- nmálum en var hafnað. „Hitler var reyndar fínn málari en greinilega ekki nógu góður til að komast í þennan skóla. Eins gott að ég hafi fengið inngöngu. Annars hefði ég kannski þurft að fara í pólitík,“ segir Jakob. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Verki eftir Jakob Veigar Sigurðsson verður varpað á sextíu metra háan skjá á Times torgi í New York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.