Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 20
R uth Gylfadóttir stofnaði Enza-samtökin árið 2008 en markmið þeirra er að beina konum í fátækra- hverfum Suður-Afríku á braut sjálfsbjargar og sjálfstæðis. Öll starfsemi samtakanna byggist á að hjálpa konum að breyta sínu lífi frekar en að reyna að breyta samfélaginu sem þær búa í. Innan samtakanna fer fram atvinnuskapandi uppbyggingarstarf eins og lífsleiknikennsla, tölvukennsla, heil- brigðisfræðsla, handavinnukennsla og fjármálalæsi svo eitthvað sé nefnt, og í lok námskeiðanna fá konurnar svo starfs- menntun sem miðast við að þær finni starf eða komi á legg sínu eigin smáfyrirtæki. Vopnaðir AK47 rifflum í innbroti Starfsemi samtakanna fer fram í Mbek- weni-fátækrahverfinu um 50 km norður af Höfðaborg. Flestir íbúarnir búa í litlum trékofum án rennandi vatns og rafmagns og hungrið er þar daglegur gestur. Glæ- patíðnin er mjög há og kyn- ferðislegt ofbeldi gegn konum eitt það hæsta sem fyrirfinnst í heiminum. „Gleðin er allsráð- andi innan veggja samtakanna en við höfum nú samt upplifað ýmislegt. Til að mynda þá var ein af okkar konum, Sekiwe Malgas, myrt þegar hún var stungin í bakið með ryðguðum skærum af kærastanum sínum. Og um daginn réðust fjórir menn vopnaðir AK47 rifflum inn í næstu verslun við okkur.“ Ruth segir mér hikandi frá þessari lífs- reynslu því þrátt fyrir að tilheyra heimi fátækrahverfanna er þetta er alls ekki sú mynd sem hún vill draga upp af landinu. „Þetta er ekki eitthvað sem gerist utan þessara hverfa. Suður-Afríka er þrátt fyr- ir allt ofboðslega fallegt og að mörgu leyti friðsælt land. Enginn þeirra fjölda- mörgu gesta sem hafa heimsótt okk- ur hafa orðið vör við glæpi. En okkar stærsti styrktaraðili sagðist ekki geta styrkt þetta verkefni áfram nema með því skilyrði að ég myndi vopnavæðast. Ég er með byssu með gúmmíkúlum, stóran „tea- ser“ eða rafbyssu – og pipar- sprey á mér alla daga. Ég veit að hverfið getur verið mjög hættulegt en ég valdi samt ekki sjálf að bera þessi vopn. Það hljómar kannski ótrú- lega en ég er aldrei hrædd.“ Aðdráttarafl Afríku Ruth segist lengi hafa haft sterkar taugar til Afríku. Sem barn bjó hún í Suð- ur-Afríku og Zimbabwe með foreldrum sínum sem unnu á hótelum. Hún segist sennilega hafa erft ferðaþrána frá þeim og það var sú þrá sem dró hana aftur til Afríku á full- orðinsárunum eftir að hafa starfað bæði sem f lugfreyja og viðskiptafræðingur í nokkur ár. „Mig hafði alltaf langað að snúa aftur en fór svo út árið 1990. Aðskiln- aðarstefnan var að líða undir lok og það var ólýs- anlegt að vera þátttakandi í svoleiðis breytingum. Ég vann á stærstu hótelkeðju Suður-Afríku þar sem ég var ábyrg fyrir öllum VIP-gestum,“ segir Ruth sem fékk að hitta ýmist merkis- fólk í starfinu. „Ég ákvað nú samt eftir fimm ára dvöl að það væri kominn tími til að snúa heim.“ Afríkuþráin var þó ekki lengi að gera vart við sig aftur og árið 2008 fluttist Ruth aftur út, með eigin- mann og tvo syni. „Fjölskylda mannsins míns átti og rak Mylluna-Brauðgerð en ákváð að söðla um og selja fyrir- tækið. Ég var þá 39 ára og allt í einu þannig stödd að ég hefði getað sest í helg- an stein. Þegar ég bjó úti sem lítil stelpa og svo aftur sem ung kona þá strengdi ég mér þess heit að ef ég fengi ein- hvern tímann tækifæri á lífsleiðinni þá myndi ég vilja hafa jákvæð áhrif á líf kvenna sem minna mega sín. Eft- ir söluna á Myllunni vorum við fjölskyldan komin með þetta tæki- færi upp í hendurnar og það var að hluta til þess vegna sem við fluttum út.“ Fer vopnuð í vinnuna Ég kem stund- um í vinnuna og líður kannski ekkert vel. En svo mæti ég á staðinn og þar er alltaf botn- laus gleði. Framhald á næstu opnu Frá því að Ruth Gylfadóttir var lítil stelpa í Afríku dreymdi hana um að hjálpa konum sem minna mega sín. Þegar hún stóð skyndilega í þeim sporum að geta sest í helgan stein ákvað hún að láta drauminn rætast og í leið draum fjölda kvenna í Mbewkweni-fátækrahverfinu í Suður-Afríku. Starfið er ekki hættulaust því glæpatíðnin í hverfinu er ein sú hæsta í heimi. Rut er með byssu, rafbyssu og piparsprey á sér alla daga í vinnunni. Í starfi sínu hittir Ruth mikið af áhugaverðu fólki. Hér er hún með Phumzile Mlambo-Ngcuka, aðstoðar aðalritara Sameinuðu þjóðanna og yfirmanni UN Women. Á myndinni er líka Erna Bryndís Halldórs- dóttir sem lést 19. júní síðastliðinn en hún var einn helsti styrktaraðili samtakanna. 20 viðtal Helgin 11.-13. júlí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.