Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 12
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. G engi krónunnar hefur verið stöðugt að undanförnu en raungengi krónunnar hefur hækkað nokkuð frá því það var lægst árið 2009. Hagfræðideild Landsbanka Íslands bendir á, í nýrri Hagsjá, að Seðlabankinn virðist vera sáttur við núverandi raungengi krónunnar. Í síðustu fundargerð peninga- stefnunefndar bankans kom fram að nefndin telur að raungengi nú sé ekki fjarri því sem telja mætti ásættanlegt næstu misserin. Seðlabankinn til- kynnti í liðnum mánuði að regluleg kaup á gjaldeyris- markaði yrðu tekin upp á ný en bankinn gerði hlé á þeim í árslok 2012. Hagfræðideildin metur það svo að ólíklegt sé að bankinn ætli sér að leyfa gengi krónunnar að styrkjast næstu mánuði, heldur muni hann kaupa þann afgangs- gjaldeyri sem kemur inn á gjaldeyrismarkað. Það kann að skjóta skökku við, segir enn fremur, að krónan skuli vera svona stöðug og að Seðlabankinn geti keypt upp gjaldeyri þegar halli er á vöruskiptum við útlönd en hann nam 7,7 milljörðum króna í júní. Fyrstu sex mánuði ársins var hallinn 3 milljarðar króna en þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2008 að halli er á vöruskiptum við útlönd á fyrri helmingi ársins. Viðsnúningurinn skýrist af minni útflutningi sjávarafurða og áls, auk meiri innflutnings. Það er hins vegar hin ótrúlega gróska í ferðaþjónustunni sem drífur hagkerfið áfram, það er að segja aukinn afgangur af þjónustuviðskiptum við útlönd. Greining Íslandsbanka fjallar um stöðuna á sömu nótum og segir allt benda til þess að hreint gjaldeyrisinnflæði vegna þjónustuviðskipta verði umtalsvert meira en vegna vöruskipta. Innbyrðis þróun á milli þessara þátta hefur gerst hraðar en reiknað var með. Fyrstu árin eftir hrun var afgangur af vöruskiptum hátt í þrisvar sinnum meiri en hann var af þjónustuviðskiptum en litlu munaði þó í fyrra. Miðað við tölur um metfjölgun ferða- manna má ætla, segir greiningardeildin, að afgangur af þjónustujöfnuði vegna ferða- laga hafi aldrei verið meiri en nú. Gróflega áætlar hún að afgangurinn á öðrum árs- fjórðungi þessa árs hafi numið um 12 millj- örðum króna samanborið við 7,5 milljarða í fyrra. Þjónustuútflutningur gegnir því lykilhlut- verki við að afla gjaldeyris fyrir þjóðarbúið enda bendir allt til þess að á árinu verði hreint gjaldeyrisinnflæði vegna þjónustuvið- skipta umtalsvert meira en hreint innflæði vegna vöruskipta. Það metár í ferðaþjónustu sem að óbreyttu er í uppsiglingu er fagnaðarefni. Fari sem horfir fer tala erlendra ferðamanna sem hingað koma í fyrsta skipti yfir milljón. Ferðaþjónustan dregur því vagninn þegar út- flutningsverðmæti sjávarafurða og iðnaðar- vara dregst saman, skilar þeim gjaldeyri sem þarf til að halda gengi krónunnar tiltölu- lega stöðugu. Uppgangurinn í ferðaþjónustunni hefur margvísleg jákvæð áhrif og bætir þjónustu- stig um allt land, auk hinna beinu efnahags- legu áhrifa. Alls konar þjónusta stendur nú til boða sem ekki var fáanleg áður. Vaxtar- verkir fylgja hins vegar svo örri þróun og svo mikill fjöldi gesta hefur breytingar í för með sér. Margir hafa með réttu varað við hugs- anagangi gullgrafara í sókn eftir skyndi- gróða. Sigurður Már Jónsson, upplýsinga- fullrúi ríkisstjórnarinnar, nefnir í nýrri grein hin jákvæðu áhrif sem ferðamannafjölgunin færir okkur en bendir jafnframt á atriði sem áhyggjur vekja, meðal annars deilur um gjaldtöku á vinsælustu ferðamannastöðun- um og hver eigi að borga vernd þeirra og við- hald og halda uppi þjónustustigi. „Ekki getur verið með öllu sanngjarnt að skattgreið- endur sitji uppi með þennan reikning og það vegna greinar sem seint ætlar að reka af sér slyðruorðið vegna skattsvika,“ segir Sigurð- ur. Hann nefnir enn fremur að ferðagreinin kalli á nýja sérhæfingu og að skortur sé að verða á starfsfólki. Þá kalli aukið álag á vega- kerfi landsins á ný verkefni og umbætur. Vöxtur ferðagreinarinnar er jákvæður og skilar miklu en gæta verður að því að sem úrskeiðis getur farið í svo örum vexti. Vöxturinn kallar á snerpu í viðbrögðum stjórnvalda þegar að stefnumótun kemur. Gjaldeyrisinnflæði vegna þjónustuviðskipta vegur upp halla á vöruskiptum Ferðaþjónustan dregur vagninn Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LOABOROTORIUM LóA hjáLMTýsdóTTIR SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MIÐASALA: 412 7711 - WWW.BIOPARADIS.IS HM Í FÓTBOLTA Í BEINNI Í SAL 1 FRÍTT INN EYE ON FILMS PI PA R\ TB W A -S ÍA Vinur við veginn 11 kg 2 kg 5 kg 10 kg Smellugas fyrir grillið, útileguna og heimilið Smellugas Einfalt, öruggt og þægilegt! eftir William Shakespeare B ra n de n bu rg Tryggðu þér miða í síma 528 5050, á midi.is og harpa.is Shakespeare’s Globe á Íslandi www.harpa.is/hamlet Fyrsta leikhúsuppfærslan í Eldborg 23. júlí kl. 19:30 Hamlet 12 viðhorf Helgin 11.-13. júlí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.