Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Page 12

Fréttatíminn - 11.07.2014, Page 12
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. G engi krónunnar hefur verið stöðugt að undanförnu en raungengi krónunnar hefur hækkað nokkuð frá því það var lægst árið 2009. Hagfræðideild Landsbanka Íslands bendir á, í nýrri Hagsjá, að Seðlabankinn virðist vera sáttur við núverandi raungengi krónunnar. Í síðustu fundargerð peninga- stefnunefndar bankans kom fram að nefndin telur að raungengi nú sé ekki fjarri því sem telja mætti ásættanlegt næstu misserin. Seðlabankinn til- kynnti í liðnum mánuði að regluleg kaup á gjaldeyris- markaði yrðu tekin upp á ný en bankinn gerði hlé á þeim í árslok 2012. Hagfræðideildin metur það svo að ólíklegt sé að bankinn ætli sér að leyfa gengi krónunnar að styrkjast næstu mánuði, heldur muni hann kaupa þann afgangs- gjaldeyri sem kemur inn á gjaldeyrismarkað. Það kann að skjóta skökku við, segir enn fremur, að krónan skuli vera svona stöðug og að Seðlabankinn geti keypt upp gjaldeyri þegar halli er á vöruskiptum við útlönd en hann nam 7,7 milljörðum króna í júní. Fyrstu sex mánuði ársins var hallinn 3 milljarðar króna en þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2008 að halli er á vöruskiptum við útlönd á fyrri helmingi ársins. Viðsnúningurinn skýrist af minni útflutningi sjávarafurða og áls, auk meiri innflutnings. Það er hins vegar hin ótrúlega gróska í ferðaþjónustunni sem drífur hagkerfið áfram, það er að segja aukinn afgangur af þjónustuviðskiptum við útlönd. Greining Íslandsbanka fjallar um stöðuna á sömu nótum og segir allt benda til þess að hreint gjaldeyrisinnflæði vegna þjónustuviðskipta verði umtalsvert meira en vegna vöruskipta. Innbyrðis þróun á milli þessara þátta hefur gerst hraðar en reiknað var með. Fyrstu árin eftir hrun var afgangur af vöruskiptum hátt í þrisvar sinnum meiri en hann var af þjónustuviðskiptum en litlu munaði þó í fyrra. Miðað við tölur um metfjölgun ferða- manna má ætla, segir greiningardeildin, að afgangur af þjónustujöfnuði vegna ferða- laga hafi aldrei verið meiri en nú. Gróflega áætlar hún að afgangurinn á öðrum árs- fjórðungi þessa árs hafi numið um 12 millj- örðum króna samanborið við 7,5 milljarða í fyrra. Þjónustuútflutningur gegnir því lykilhlut- verki við að afla gjaldeyris fyrir þjóðarbúið enda bendir allt til þess að á árinu verði hreint gjaldeyrisinnflæði vegna þjónustuvið- skipta umtalsvert meira en hreint innflæði vegna vöruskipta. Það metár í ferðaþjónustu sem að óbreyttu er í uppsiglingu er fagnaðarefni. Fari sem horfir fer tala erlendra ferðamanna sem hingað koma í fyrsta skipti yfir milljón. Ferðaþjónustan dregur því vagninn þegar út- flutningsverðmæti sjávarafurða og iðnaðar- vara dregst saman, skilar þeim gjaldeyri sem þarf til að halda gengi krónunnar tiltölu- lega stöðugu. Uppgangurinn í ferðaþjónustunni hefur margvísleg jákvæð áhrif og bætir þjónustu- stig um allt land, auk hinna beinu efnahags- legu áhrifa. Alls konar þjónusta stendur nú til boða sem ekki var fáanleg áður. Vaxtar- verkir fylgja hins vegar svo örri þróun og svo mikill fjöldi gesta hefur breytingar í för með sér. Margir hafa með réttu varað við hugs- anagangi gullgrafara í sókn eftir skyndi- gróða. Sigurður Már Jónsson, upplýsinga- fullrúi ríkisstjórnarinnar, nefnir í nýrri grein hin jákvæðu áhrif sem ferðamannafjölgunin færir okkur en bendir jafnframt á atriði sem áhyggjur vekja, meðal annars deilur um gjaldtöku á vinsælustu ferðamannastöðun- um og hver eigi að borga vernd þeirra og við- hald og halda uppi þjónustustigi. „Ekki getur verið með öllu sanngjarnt að skattgreið- endur sitji uppi með þennan reikning og það vegna greinar sem seint ætlar að reka af sér slyðruorðið vegna skattsvika,“ segir Sigurð- ur. Hann nefnir enn fremur að ferðagreinin kalli á nýja sérhæfingu og að skortur sé að verða á starfsfólki. Þá kalli aukið álag á vega- kerfi landsins á ný verkefni og umbætur. Vöxtur ferðagreinarinnar er jákvæður og skilar miklu en gæta verður að því að sem úrskeiðis getur farið í svo örum vexti. Vöxturinn kallar á snerpu í viðbrögðum stjórnvalda þegar að stefnumótun kemur. Gjaldeyrisinnflæði vegna þjónustuviðskipta vegur upp halla á vöruskiptum Ferðaþjónustan dregur vagninn Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LOABOROTORIUM LóA hjáLMTýsdóTTIR SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MIÐASALA: 412 7711 - WWW.BIOPARADIS.IS HM Í FÓTBOLTA Í BEINNI Í SAL 1 FRÍTT INN EYE ON FILMS PI PA R\ TB W A -S ÍA Vinur við veginn 11 kg 2 kg 5 kg 10 kg Smellugas fyrir grillið, útileguna og heimilið Smellugas Einfalt, öruggt og þægilegt! eftir William Shakespeare B ra n de n bu rg Tryggðu þér miða í síma 528 5050, á midi.is og harpa.is Shakespeare’s Globe á Íslandi www.harpa.is/hamlet Fyrsta leikhúsuppfærslan í Eldborg 23. júlí kl. 19:30 Hamlet 12 viðhorf Helgin 11.-13. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.