Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 46
46 matur & vín Helgin 11.–13. júlí 2014  Vín Ási Á slippbarnum blandar sumarkokteil úr gini Sumarlegur ginkokteill á SlippbarnumÞó sumarið hafi verið með haustlegra móti hingað til er engin ástæða til að leggjast í kör. Nú þegar helgin gengur í garð er rétt að gera vel við sig í mat og drykk. Fréttatíminn leitaði til Ása á Slippbarnum sem var ekki lengi að blanda sumarlegan kokteil sem hægt er að njóta í grill- veislunni eða yfir síðustu leikjum HM í knattspyrnu. Ási mælir með Geranium- gini. Þ etta er með skemmti-legri ginum á markað-inum,“ segir Ásgeir Már Björnsson, Ási á Slippbarnum. Ási og hans fólk á Slipp- barnum er annálað smekkfólk þegar kemur að kokteilum og sterkum drykkjum. Hann er hrifinn af ginkokteilum og hús- ginið heitir Geranium. Það kom fyrst á markað árið 2009 og hefur sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum síðan. Geranium var nýlega sett í sölu í Vínbúðirnar. „Ég kynntist því úti í Dan- mörku þegar það kom á markað og ég hef orðið ástfang- inn af þessu gini,“ segir Ási. Hann fékk Henrik Hammer, framleiðenda þess, til að halda kynningu hér á landi í septem- ber í fyrra. „Það eru þessir floral-tónar sem ég fíla best við Geranium, sérstaklega með Fentiman-tóniki. Þó það sé 44 prósent er það mjúkt. Og það er líka brilljant í kokteila. Ætli við séum ekki að fara með 25-30 flöskur á viku. Þetta er okkar uppáhald.“ Það eru fleiri en Ási sem hafa hrifist af Geranium. Ginið hefur unnið til margra verð- launa og var meðal annars valið Besta „Gin & Tonic“ af New York Time Magazine ásamt Fentimans Tonic. Sama blanda var verðlaunuð í Imbibe Ma- gazine árið 2010. Geranium var valið besta nýja sterka vínið í Englandi árið 2010 og besta nýja varan í Þýskalandi sama ár. Ási gefur okkur hér upp- skrift að kokteil en hann mælir líka með Geranium í gin & tón- ik. Þá notar hann Fentiman tón- ik og börk af rauðu greipi. Afríkusól frá Rúanda. Dökkir Afríkuskuggar eru mjúkir og yndislegir í þessu kaffi. Hentar í allar gerðir uppáhellingar. Sumarkaffið 2014 Afríkusól valið besta kaffið* Afríkusól skarar fram úr í gæðum og fékk lang hæstu einkunn kaffitegunda á íslenskum matvörumarkaði. Ummæli úr smökkuninni: „Yes! Nammi namm.“ „Loksins komin góður kaffibolli. Það er karakter í kaffinu.“ „Karamellulitur, ekki bara svart. Það er mjúkt og gott.“ kaffitar.is *skv blindri bragðsmökkun í DV 8.7.2014 kaffitár ÁN KRÓKALEIÐA kaffitár ÁN KRÓKALEIÐA kaffitár ÁN KRÓKALEIÐA k aff itá R ÁN KR ÓK AL EIÐ A ka ff itá r ÁN KR ÓKA LEIÐA besta kaffið* fjöLskyldUhátíðiN í galtAlæKjarskóGi með 18.–20. júlí FaceboOk.cOm/gaLtalaEkjarSkoguR stúTfull dagsKrá af sKemmtIatriðUm fyRir allA FjöLskylduNa! miðAsala fer Fram á midi.iS Skíðaferð til Flachau Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Skíðaparadísin Flachau liggur í allt að 2100 m hæð yfir sjávarmáli, er með samtals 860 km af snjóhvítum skíðabrekkum sem eru um 56 km langar. 15 skíðalyftur víðsvegar um svæðið ferja gesti upp í spennandi brekkurnar sem eru við allra hæfi. Fararstjórar: Sævar Skaptason & Bergþór Kárason (Beggó) Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Rútuferðir til og frá hóteli innifaldar! Sp ör e hf . 24. - 31. janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.