Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 36
Ó þessar Keflavíkurrætur A Auðvitað á maður ekki að skipta sér af því sem manni kemur ekki við. Samt ætla ég að gera það. Mér varð nefnilega hugsað til Keflavíkur síðastliðið sunnu- dagskvöld þegar ég horfði á prýðilegan þátt um rokkarann og erkitöffarann Rúnar Júlíusson, einn dáðasta son Keflavíkur. Sá mæti maður féll frá síðla árs 2008, fyrir aldur fram, aðeins 63 ára. Ævistarf hans var magnað, söngurinn, bassaleikurinn, lagasmíðarnar, plötuút- gáfan og hljómsveitirnar. Ótalinn er þá knattspyrnuferillinn en Rúnar var í hópi Íslandsmeistara Keflavíkur árið 1964. Knattspyrnan varð þó að víkja fyrir tón- listinni. Hún varð ævistarf Rúnars. Keflavík ungaði út poppurum í fram- haldi af því fári sem hertók ungmenni og kallað var bítlaæði, þegar hljómsveitin The Beatles tók heiminn með trompi. Keflavík varð bítlabærinn. Kanaútvarpið og Kanasjónvarpið höfðu sín áhrif enda fölnuðu menningarvitar þjóðarinnar og vildu loka fyrir ómenninguna. Hljómar frá Keflavík voru hinir íslensku bítlar. Þar fór annar Keflvíkingur fyrir, Gunnar Þórðarson, með rætur þó í annarri vík á Ströndum. Rúnar var æsilegastur þeirra Hljómapilta, æddi um sviðið í Glaumbæ, stökk upp á hátalaraboxin og lét öll- um illum látum. „Þessi dagfarsprúði drengur varð sem sagt háskalegur útlits og breyttist í algera ótemju þegar hann spilaði opinberlega,“ sagði textahöfund- urinn Þorsteinn Eggertsson um Rúnar sextugan. Fjandinn varð sem sagt laus þegar hann komst í ham á sviðinu, sagði Þorsteinn og líkti honum að því leyti við Mick Jagger, söngvara The Rolling Sto- nes – en líkt og John Lennon, var Rúnar „alltaf maður fjöldans; töffari, andhetja og frægur fyrir hnyttin tilsvör og sér- kennilegan orðaforða.“ Rúnar Júlíusson var stjarna sinnar tíðar en alltaf trúr sínum uppruna og söng um Keflavík, Keflavíkurnætur og bæjarsins yndislegu dætur. „Manstu Ungó? Manstu Krossinn? Manstu það sem okkur dreymdi, flottu lögin, fyrsta kossinn, fiðringinn sem hjartað geymdi?... ...Ó, þessar Keflavík- urnætur og þínar yndislegu dætur, á meðan minningin grætur. Ó þessar Keflavíkurrætur, um nætur.“ Sá ágæti bær sem fékk þessa ástar- játningu er nálægt höfuðborgarsvæðinu, hefur verið í örum vexti og nýtur bæði nálægðarinnar við það þéttbýla svæði og Keflavíkurflugvöll – en þangað eiga flestir Íslendingar reglulegt erindi, ýmist vegna eigin utanferða eða til að koma ætt- ingjum í flug eða sækja þá við heimkomu. Þar sem ég sat makindalega í sófanum og horfði á Rúnar og Jóhann Helgason flytja lagið Ó Keflavík í fyrrnefndum minningarþætti rifjaðist það upp fyrir mér að Keflavík er eiginlega ekki til lengur, nema kannski sem hverfi. Þegar smærri byggðarlög voru sameinuð Kefla- vík fyrir 20 árum, eða svo, var fylgt þeirri undarlegu reglu að fella niður frægustu bæjarnöfnin. Til varð Reykjanesbær. Enn þann dag í dag þekki ég engan sem fer til Reykjanesbæjar. Það fara allir til Keflavíkur. Sá sem harðast barðist gegn þessari nafnabreytingu á sínum tíma var einmitt hinn rótgróni Keflvíkingur, Rúnar Júlíusson. Þorsteinn Eggertsson minnist þessarar baráttu tónlistarmanns- ins í sextugsafmælisgreininni með þess- um orðum: „En þótt Rúnar sé einstaklega skapgóður að eðlisfari og ótrúlega þolin- móður við uppvöðslusama aðdáendur (eða öfundarmenn) þá getur hann verið fjandanum ákveðnari og fastur fyrir er svo ber undir. Hann hefur til dæmis alltaf átt heima í Keflavík og hefur aðeins einu sinni á ævinni flutt á milli húsa. Þó lýsti hann því yfir á sínum tíma, þegar breyta átti opinberu nafni Keflavíkur, að hann flytti burt úr plássinu ef nafn- inu yrði breytt – ef einhver vildi kaupa húsið hans. Bara verst að hann býr í höll sem er svo dýr að enginn hefur ennþá treyst sér til að kaupa af honum. Svo að úr varð að hann varð að sætta sig við að búa í Reykjanesbæ (sem Keflavík heitir núorðið á opinberum pappírum)...“ Keflavíkurnafninu var fórnað í ein- hverjum hrepparíg, sem er alræmt fyrir- brigði hérlendis. Sama gerðist í ýmsum öðrum sameiningarmálum sveitarfélaga. Selfoss varð Árborg. Þangað fer enginn sem ég þekki, allir fara austur á Selfoss – og geta svo sem komið við á Eyrarbakka og Stokkseyri í leiðinni. Þegar ég fer með konu minni að heimsækja ættingja úr föðurætt hennar förum við rakleiðis í Borgarnes en ekki Borgarbyggð, þótt ein- hverjir sveitahreppar (með fullri virðingu fyrir þeim) hafi sameinast kaupstaðn- um. Hver veit til dæmis hvert hin þekkta útvarpskona, Gunna Dís, er að fara þegar sagt er að hún sé orðin bæjarstjórafrú í Norðurþingi? Ég fullyrði að þeir eru fáir. Allir vita hins vegar hvert leið hennar liggur þegar sagt er að hún sé að flytja til Húsavíkur – en sá ágæti kaup- staður tapaði opinberu heiti sínu við hreppainnlimun fyrir nokkrum árum. Sama gildir um þekkta staði á Suður- landi. Maður er ekki lengi að skreppa á Hellu, ef þannig stendur á en opinber- lega heitir sá staður víst Rangárþing ytra. Það væri gaman að sjá hvar menn enduðu ef Hellunafninu væri ekki bætt við í leiðarlýsingu. Vilji menn keyra að- eins lengra, það er til nágrannabæjarsins Hvolsvallar, dugar víst ekkert annað en að leita að Rangárþingi eystra á kortinu. Svo er hreppasameiningum fyrir að þakka. Við förum við ekki lengur vestur í Ólafsvík heldur í Snæfellsbæ og enn lengra í vesturátt til Vesturbyggðar, þeg- ar við ætlum raunverulega á Patreksfjörð. Fari menn hringveginn er betra að kíkja eftir skilti sem á stendur Fljótsdalshérað vilji menn koma við á Egilsstöðum. Auðvitað koma mér þessar nafnabreyt- ingar ekkert við. Menn kusu um þetta í héraði og völdu nöfn, sumir kannski til- neyddir eins og Rúnar Júlíusson. Samt leyfi ég mér að leggja það til að menn bakki með eina nafngift í allri þessari skrýtnu sameiningarsúpu, sem sagt að Keflavík öðlist sinn fyrri sess – og Reykjanesbæjarnafninu verði lagt, þó ekki væri nema í virðingarskyni við Rúnar Júlíusson. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 36 viðhorf Helgin 11.-13. júlí 2014 SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 02.07.14 - 08.07.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson Piparkökuhúsið Carin Gerhardsen Niceland Kristján Ingi Einarsson Dægradvöl Benedikt Gröndal Vegahandbókin 2014 Steindór Steindórsson Amma biður að heilsa Fredrik Backman Skrifað í stjörnurnar John Green Bragð af ást Dorothy Koomson Frosinn - Þrautir Walt Disney Frosinn - Anna og Elsa eignast vin Walt Disney
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.