Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 62
Mummi ásamt Leoncie sem er gestur í þætti sem fjallar ekki um matargerð. Ljósmynd/istv
Fjölmiðlar Ný sjóNvarpsstöð Fer í loFtið í Næstu viku
Við eigum eftir
að gera öll mistökin
Mummi í Mótorsmiðjunni er dagskrárstjóri nýrrar sjónvarpsstöðvar, iSTV, sem fer í loftið í
næstu viku. Á stöðinni verður eingöngu send út íslenskt efni í opinni dagskrá. Söngkonan
Leoncie verður meðal fyrstu gesta á stöðinni.
i STV er hugafóstur nokkura manna sem síðla árs 2013 fannst íslenska sjónvarpsflóran eitthvað dapurleg og
létu vaða á hugmyndina að hóa saman
flottu fólki og opna nýja sjónvarpsstöð.
„Okkur langaði að búa til sjónvarps-
efni fyrir Íslendinga, um Íslendinga.
Ætlum að tækla landið og miðin. Allt
frá álfum yfir í jaðarsport,“ segir Týr
Thorarensen, eða Mummi eins og hann
er kallaður og hefur oft verið kenndur
við Mótorsmiðjuna. Mummi er dagskrár-
stjóri þessarar nýju stöðvar sem mun
fara í loftið fimmtudaginn 17. júlí. Ásamt
Mumma eru þeir Jón E. Árnason, sem er
framkvæmdarstjóri og Björn Hauksson,
eða Bonni ljósmyndari sem sér um mark-
aðsmál, sem standa að þessari nýju stöð.
„Við ætluðum að opna 17. júní en það
tókst ekki vegna tækniörðugleika. Við
erum í gömlu Heilsuverndarstöðinni við
Barónsstíg og húsið var bara ekki tilbúið
nægilega fljótt fyrir þessa starfsemi. Í
næstu viku byrjum við og erum öll alveg
ótrúlega spennt.“
iSTV mun eingöngu senda út íslenska
dagskrárgerð í opinni dagskrá sem er
framleidd af stöðinni en í samstarfi við
fjölda innlendra dagskrárgerðarmanna.
Til að byrja með verður framleiddur 21
þáttur sem verður að kallast mikill metn-
aður af svona lítilli grasrótarstöð.
„Við munum frumsýna 3-4 þætti öll
virk kvöld og vera með endursýningar
um helgar. Það er kvikmynda- og dag-
skrárgerðarfólk á hlaupum um allt land
að búa til efni og þetta er gaman. Við
ætlum ekki að nota fólk sem er þekkt á
skjánum heldur langar okkur að smíða
okkar eigin stjörnur. Það er svo mikið til
af flottu fólki á Íslandi. Þetta er gríðar-
lega erfitt en alveg svakalega gaman.
Við eigum eftir að gera öll mistökin í
bókinni, en öðruvísi lærir maður ekki og
öðruvísi er þetta bara leiðinlegt.“
„Við lítum til stöðva eins og N4 og ÍNN
sem hafa náð góðu flugi en okkur langar
til þess að vera aðeins hraðari, og lítum
til stöðvar eins og History Channel sem
gerir skemmtilegt efni um allt milli him-
ins og jarðar, á óvenjulegan og nýtísku-
legan hátt.“
iSTV mun senda út í gegnum dreifi-
kerfi Vodafone og á sama tíma inn á
síðunni www.istv.is.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Við mun-
um frum-
sýna 3-4
þætti öll
virk kvöld
og vera
með end-
ursýningar
um helgar.
LaugaLandi í hoLtum
Alvöru fjölskylduhátíð um
verslunArmAnnAhelginA 1. -4 . ágúst.
edrúhátíðin
lifAndi tónlist og
AllskonAr skemmtun
og næring fyrir
AllA fjölskyldunA
nánAri upplýsingAr á saa. is
Ragnheiður Gröndal
í Vatnsmýrinni
Ragnheiður Gröndal heldur tónleika
við gróðurhús Norræna hússins
laugardaginn 12. júlí klukkan 14. Þetta
er þriðja sumarið í röð sem Norræna
húsið býður upp á PIKKNIKK tónleika,
sem er röð tónleika við gróðurhús
Norræna hússins. Ef að veðrið er
gott fara tónleikar fram utandyra
en ef rignir fara þeir fram í sjálfu
gróðurhúsinu. Hægt verður að kaupa
veitingar af AALTO bistro. Norræna
húsið hvetur alla til að koma og upp-
lifa ljúfa tóna í fallegu umhverfi.
veitiNgar berNhöFtstorFaN
Kaffihúsið Gæs opnar á ný á
við Bernhöftstorfu, Lækjar-
götu á næstu dögum. Síðasta
sumar var kaffihúsið við
Tjarnargötu og naut mikilla
vinsælda. Fimm nemendur
í starfstengdu diplómanámi
fyrir fólk með þroskahömlun
við Háskóla Íslands stóðu að
kaffihúsinu í fyrra og ætla þau
að endurtaka leikinn í ár og
vinna nú hörðum höndum að
undirbúningi opnunarinnar.
Gangi allt að óskum verður
kaffihúsið Gæs opnað á nýja
staðnum núna um helgina.
Kaffi Gæs verður í litlu,
fallegu húsi sem Bauhaus
lánaði til rekstrarins. Að sögn
Steinunnar Ásu Þorvaldsdóttur
verður kaffihúsið starfrækt út
sumarið. Opið verður alla daga
vikunnar frá klukkan 13 til 17.
Aldrei er að vita nema óvæntar
uppákomur og skemmtiatriði
verði á dagskránni og verður
það auglýst nánar þegar þar
að kemur. Nánari upplýsingar
má nálgast á Facebook-síðunni
GÆS. -dhe
Lára Steinars-
dóttir og
Steinunn Ása
Þorvalds-
dóttir eru
nú í óðaönn
að undir-
búa opnun á
kaffihúsinu
Gæs við Bern-
höftstorfu,
Lækjargötu.
Ljósmynd/Hari.
Kaffi Gæs opnar á ný
Kaleo í gull
Fyrsta plata hljómsveitarinnar Kaleo, samnefnd
sveitinni, hefur selst í fimm þúsund eintökum. Af
þessu tilefni fengu meðlimir sveitarinnar afhenta
gullplötu á fimmtudag. Til að fagna þessum
merka áfanga býður sveitin aðdáendum sínum á
tónleika á Gauknum á laugardagskvöld. Ný plata
er í vinnslu og fyrsta lag af henni fer í spilun í lok
þessa mánaðar.
Ari Bragi á Jómfrúnni
Kvintett trompet-
leikarans Ara Braga
Kárasonar kemur
fram á næstu tón-
leikum sumardjas-
stónleikaraðar
veitingahússins
Jómfrúarinnar
við Lækjargötu á
morgun, laugardag.
Tveir góðir gestir
frá Frakklandi eru
með í för; söng-
konan Cyrille Aimeé
og gítarleikarinn
Michael Valenau.
Þórður Högnason
leikur á kontrabassa
og Einar Scheving
á trommur.
Leiknir verða valdir
djassstandardar.
Tónleikarnir fara
fram utandyra á
Jómfrúartorginu
og hefjast klukkan
15. Aðgangur er
ókeypis.
62 dægurmál Helgin 11.–13. júlí 2014