Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 22
Valdefling kvenna mikilvæg-
asta verkefnið
Ruth fyllist stolti þegar hún byrjar að
tala um vörurnar sem Enza-konurnar
handgera. „Það er allt endurunnið í
þessari tösku, meira að segja reimarn-
ar sem eru gerðar úr bómullarafgöng-
um. Hún er úr handprentuðu afrísku
efni og endurunnum karlmannsskyrt-
um auk þessa að vera fóðruð að innan
með endurunnum plastafgöngum.“
Taskan er ekki bara falleg og prakt-
ísk, með sínum litríku afrísku efnum
og perlum, heldur líka svo mögnuð
vegna allrar þeirrar þrotlausu vinnu
sem liggur á bak við hana. Nú hafa
þrjár konur stofnað heilt fyrirtæki
utan um gerð þessara tilteknu taska.
Markmið Enza er fyrst og fremst að
hjálpa konum og lykillinn að því starfi
er að þær verði fjárhagslega sjálfstæð-
ar. „Ég komst fljótt að því að það er
lykillinn að því að geta borið höfuðið
hátt. Svo er jafnmikilvægt að gefast
ekki upp og leyfa ekki menningunni
og gömlum hefðum að standa í vegi
fyrir árangri. Ég hef oft verið spurð
að því hvort karlarnir verði ekki brjál-
aðir yfir þessum breytingum, hvort
allt fari ekki úrskeiðis þegar konurnar
fara út á vinnumarkaðinn en það er
algjör mýta. Mín upplifun er sú að
valdajafnvægið í sambandinu jafnast.
Flestir mennirnir eru stoltir af kon-
unum sínum, þó auðvitað séu á því
undantekningar.“
Ruth segir konurnar hjá Enza eiga
margar hverjar hræðilega lífsreynslu
að baki, en samt alls ekki allar. Hún
bætir því þó við að það geti verið
mikil áskorun að vera kona í Afríku.
„Það eru allsstaðar karlagildin sem
eru í hávegum höfð svo konur eiga
það til að týna sjálfum sér sem konan
á bak við manninn. Maður sér það
alls staðar í samfélaginu þrátt fyrir
að konurnar séu í raun bakbein sam-
félagsins. Það eru þær sem sjá um
flest verkin, sjá um börnin og allt sem
viðkemur heimilinu en samt eru þær
alltaf skör lægra settar en karlinn.
Það er bara svo inngreypt í sálina á
þeim að þeir séu æðri og það birtist
allsstaðar.“
Komin með nóg af græðginni
Enza er ekki bara atvinnuskapandi
starfsemi heldur líka umhverfisvæn
þar sem allur efniviður sem kemur inn
í samtökin eru afgangar frá öðrum fyr-
irtækjum. Sjálf segist Ruth vera búin
að fá nóg af gegndarlausri græðgi og
neysluhyggju nútímasamfélagsins en
sem betur fer sé meðvitund fólks að
aukast, sérstaklega kvenna. „Oft á tíð-
um koma aðilar til Enza í leit að ódýru
vinnuafli til framleiðslu á vörum sem
við neitum að sjálfsögðu þar sem við
erum ekki framleiðslufyrirtæki, held-
ur búum til vöru þar sem virðiskeðj-
an heldur sér alla leið. Ég hef engan
áhuga á að taka þátt í fjöldaframleiðslu
þar sem fólk fær ekki mannsæmandi
laun. Við sem neytendur verðum að
vera meðvituð um það hvaðan varan
sem við kaupum kemur. Eldri kyn-
slóð kvenna hefur auðvitað alltaf ver-
ið meðvituð um þetta. Amma mín til
dæmis gat ekki hent einni jógúrtdós,
það var allt nýtt. Konur sáu um heim-
ilin og það var bara engu hent. En svo
allt í einu breyttist allt, fjöldframleiðsl-
an hófst og öllu var bara hent.“
Forréttindasamfélagið
Ruth upplifir daglega miklar and-
stæður þar sem hverfið hennar, Paarl,
sem er í vínhéruðunum, og fátækra-
hverfið sem hún vinnur í, mynda
tvo andstæða heima. „Við eigum tvo
stráka, sá eldri er 18 ára en sá yngri
er 10 ára. Þeir ganga auðvitað í skóla
úti en hafa samt góð tengsl við Ísland
því við komum svo oft. Sá yngri er
alltaf rosalega spenntur fyrir því að
koma heim og núna er hann alsæll í
Vatnaskógi.“ Ruth segir börn auðvi-
tað upplifa meira frelsi hér en úti þar
sem yngri sonurinn fer ekkert einn
síns liðs nema innan hverfisins sem
er alveg afgirt. „Þetta er mikið for-
réttindasamfélag. Það býr þar alls-
konar fólk sem á það sameiginlegt
að vera efnað. Margir eru frá Evrópu
og eru þar bara hluta úr árinu til að
spila golf og njóta alls þess góða sem
landið hefur upp á að bjóða. Svo er
líka fólk þarna sem vinnur venjulega
vinnu í Suður Afríku, bæði konur og
karlar, en samt aðallega karlar. Mjög
margar kvennanna eru bara í því að
keyra og sækja börnin í skóla og frí-
stundir. Þeirra líf snýst alfarið um það
að skipuleggja allt í kringum börnin.“
Vill byggja brú milli tveggja
heima
Það má því segja að staða kvennanna
innan forréttindagirðingarinnar sé
að einhverju leyti lík kvennanna utan
hennar, eða hvað?
„Já, hún er lík. En þær sjá það ekki
sjálfar. Eitt af því sem við viljum gera
hjá Enza er að virkja þessar konur til
sjálfboðastarfa. Það eru margar konur
sem geta ekki komið í fátækrahverfin
því mennirnir þeirra banna þeim það.
Margar eru tilbúnar að gefa peninga,
sem er auðvitað frábært, en eru alls
ekki tilbúnar til að koma á vettvang,“
segir Ruth sem finnst hún finna fyrir
hræðslu gagnvart því ókunnuga hjá
þessum konum. Hún vill byggja brú
milli þessara tveggja fjarlægu heima.
„Ég sé mig soldið sem manneskju
sem er tilbúin til að tengja þessa tvo
heima. Það er svo margt sem ég hef
lært af konunum sem ég er að vinna
með í fátækrahverfunum. Það eru
ekki bara þær sem læra af mér. Það
hljómar kannski ótrúlega en það er
alltaf gaman að vera í vinnunni. Ég
kem stundum í vinnuna og líður
kannski ekkert vel. En svo mæti ég á
staðinn og þar er alltaf botnlaus gleði.
Það er ekki hægt annað en að líða vel
í Enza. Og við erum allar sammála.
Það er einhver magnaður kraftur sem
myndast á milli okkar. Ef eitthvað er
að heima þá komum við samt í vinn-
una því við vitum að okkur á eftir að
líða vel þar. Þessa gleði langar mig að
kynna fyrir fleiri konum því saman
getum við gert svo margt.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
„Það tók Vanessu 6 mánuði að safna kjarki og koma yfir þröskuldinn hjá okkur. Allar
konur þurfa að borga smá peninga til að komast á námskeið, einfaldlega vegna þess
að það hefur sýnt sig að þá standa þær sig betur. Eftir nokkurn tíma gat hún borgað
námskeiðið sem hún stóðst með glæsibrag. Hún var sérstaklega stolt af því að hafa
unnið sér sjálf fyrir námskeiðinu og talar um það í dag hvað það veitti henni mikið
sjálfstraust. Í dag sér Vanessa um vinnuna á bak við skartgripina sem eru gerðir
fyrir Igloo og Indí.“
Glæpatíðnin í Mbekweni-fátækrahverfinu er mjög há og ofbeldi gagnvart konum
eitt það hæsta sem fyrirfinnst. Þrátt fyrir það segist Ruth aldrei upplifa hræðslu.
22 viðtal Helgin 11.-13. júlí 2014
Prófaðu reiknivélina á www.on.is og sjáðu hvað þvottavélin
og þurrkarinn nota mikið rafmagn.
Við erum heppin að náttúran skuli sjá okkur fyrir meira en nóg
af orku til að létta okkur lífið svo um munar. Forsenda þess
að við getum farið vel með auðlindirnar og lækkað kostnað
er að vita hvað er í gangi og hversu mikla orku raftækin nota
að staðaldri. Á on.is er handhæg reiknivél sem auðveldar þér
að sundurliða orkunotkun heimilisins og meta kostnaðinn í
heild og við einstaka þætti.
Orka náttúrunnar framleiðir
og selur rafmagn til allra
landsmanna á samkeppnishæfu
verði. Við viljum nýta auðlindir
af ábyrgð og nærgætni og bæta
lífsgæðin í nútíð og framtíð.
ORKA NÁTTÚRUNNAR
Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is
HVAÐ FER MIKIL ORKA Í ÞVOTTADAGINN?