Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 10
Í Líftímanum í maí síðastliðnum var rætt við Vilhjálm Rafnsson, prófessor við læknadeild Há- skóla Íslands. Í viðtalinu kom fram að algeng flughæð nú til dags væri 30.000 fet og að þar sé geimgeislun mikil því þar njóti varnar gufuhvolf- ins síður við. Litið er á flugáhafn- ir sem hópa sem eru útsettir fyrir jónandi geislun á sama hátt og starfsfólk í kjarnorkuverum eða á röntgen-deildum sjúkrahúsa. Þá er meiri geimgeislun á svæðunum í kringum norður- og suðurskautið en á svæðum nær miðbaug á hnett- inum. Því er flug til og frá Íslandi mikið til í mesta geimgeislasvæð- inu á jörðinni. Að sögn Ástu Krist- ínar Gunnarsdóttur, flugfreyju, hjúkrunar- og lýðheilsufræðings, hafa rannsóknir sýnt að geimgeisl- unin geti valdið litningagalla hjá fóstrum flugfreyja. „Hættulegustu áhrif geimgeislunar á líkamann eru þær breytingar sem geislunin getur haft á erfðaefni og litninga hinna ýmsu fruma líkamans. Afleiðingar skemmda á litningunum geta leitt til dauða eða skemmda á frum- um. Frumuskemmdir af völdum geimgeisla geta leitt til óeðlilegrar frumuskiptingar sem síðar getur orðið að krabbameini,” segir hún. Geimgeislarnir hafa mest áhrif fyrstu þrjá mánuði meðgöngu og er það sá tími þegar konur almennt segja ekki frá því að þær eigi von á barni. „Mikilvægt er að flugfreyjur láti vinnuveitendur vita sem fyrst af þungun svo hægt sé að hliðra til svo þær fljúgi síður ferðir sem eru yfir mesta geimgeislasvæðið,“ segir Ásta. Þá hafa rannsóknir sýnt að fósturlát séu algengari hjá flugfreyj- um en hjá konum almennt og segir Ásta að fjölmargir þættir geti haft Geimgeislar geta haft áhrif á fóstur Niðurstöður rannsókna víða um heim sýna að flugfreyjur og flugþjónar eru þreyttari en vaktavinnufólk almennt og segir hjúkrunarfræðingur mikilvægt að veita stéttinni faglega ráðgjöf til að sporna við afleiðingum flugþreytu. Flugáhafnir verða fyrir jónandi geislun vegna geimgeisla og hafa erlendar rannsóknir sýnt að geislunin geti valdið litningagalla og krabbameini hjá fóstrum flugfreyja. Hættan er mest á fyrstu þremur mánuðum meðgöngunnar. þar áhrif eins og svefnskortur, álag, flugtök-og lendingar. „Óreglulegur vinnutími, stuttur svefn og flug á milli tímabelta hefur áhrif á horm- ónabúskapinn. Því er mikilvægt fyrir barnshafandi flugfreyjur að fá viðeigandi fræðslu.“ Árið 2011 þegar Ásta stundaði meistaranám í hjúkrunarfræði sótti hún ráðstefnu á vegum Aerospace Medical Association í Bandaríkj- unum og ákvað í framhaldinu að gera rannsókn á starfstengdri þreytu meðal íslenskra flugfreyja- og þjóna og skoða áhrifaþætti og afleiðingar hennar sem lokaverk- efni í náminu. Samtökin eru regn- hlífarsamtök margra ólíkra fyrir- tækja, stofnana og einstaklinga sem stuðla að bættu flugöryggi starfsfólks og farþega í háloftunum og þau stærstu sinnar tegundar í heiminum. „Það var mikil hvatning fyrir mig að fá tækifæri til að sitja þessa ráðstefnu. Þar kynntist ég sérfræðingum á þessu sviði sem hvöttu mig áfram við rannsóknina.“ Niðurstöður rannsóknar Ástu verða ekki birtar opinberlega í smáatrið- um fyrr en árið 2016 en hún segir þær að mörgu leyti sambærilegar niðurstöðum erlendra rannsókna. Útdrátt ritgerðar Ástu er að finna á Skemmunni, rafrænu gagnasafni háskólanna á Íslandi. Svefnvandamál algeng Þriðji hver flugþjónustuliði (flugfreyjur- og þjónar) þjáist af svefntengdu vandamáli. Sé miðað við almenning er vandamálið 5,7 sinnum algengara hjá flugfreyjum og 3,7 sinnum algengara hjá flug- þjónum. Við heimildarvinnu Ástu Kristínar Gunnarsdóttur í meist- aranámi í hjúkrunarfræði komst hún að því að stór hópur erlendra flugfreyja- og þjóna eigi erfitt með að sofna og viðhalda svefni, sefur of stutt, sérstaklega ef um morgunflug er að ræða næsta dag. Margir þeirra telja sig því stöðugt í svefnskuld vegna þess. Þá hafa bandarískar rannsóknir sýnt að flugþjónar séu tæplega sex sinnum líklegri en aðrir karlmenn til að finna fyrir þunglyndi og depurð nær daglega. Flugfreyjur eru helmingi líklegri en kynsystur þeirra til að finna fyrir þreytu og þunglyndi samkvæmt sömu rann- sóknum. Ásta segir afar brýnt að rannsaka orsakirnar nánar og jafn- framt að fræða starfsfólk um það hvernig það geti minnkað áhrif flugþreytu. „Flugfreyjur-og þjónar fá mjög góða fræðslu um flugör- yggismál en að mínu mati mætti bæta fræðslu um svefn og hvíld og gefa fólki ráð þar að lútandi. Með tímanum finnur fólk út hvað hentar til að draga úr áhrifum flug- þreytunnar. Margir fara í sund eða gönguferð eftir flug sem er mjög gott því þá er fólk úti við og bætir sér upp viðveru í súrefnisskertu vinnuumhverfi,“ segir hún. Hröð vinna í þunnu andrúmslofti Að sögn Ástu er alvarleiki flug- þreytu almennt stórlega van- metinn. „Samkvæmt erlendum rannsóknum má rekja 65 prósent slysa og óhappa í flugsamgöngum til mannlegra mistaka. Þar af eru fjögur til sjö prósent talin vera vegna ofþreytu og skorts á svefni flugáhafna, röskunar á líkams- klukkunni eftir flugferðir yfir mörg tímabelti og ör vaktaskipti milli flugferða.“ Samkvæmt útdrætti sýndu niðurstöður rannsóknar Ástu að 80,6 prósent fann fyrir þreytu í morgunflugi, 23,2 prósent í kvöldflugi og 52,7 prósent í nætur- flugi. Þá höfðu um 73 prósent ein- hvern tíma fundið til mikillar þreytu eða örmögnunar í starfi. Flugþreyta er skilgreind sem lík- amleg og andleg þreyta og vanlíðan eftir flugferð þegar flogið er yfir þrjú eða fleiri tímabelti. Afleiðingar hennar geta verið margþættar, svo sem skerðing á hugrænni getu og minni árvekni. „Fólk verður gleym- ið og ekki upp á sitt besta og sumir pirrast auðveldlega. Flugfreyjur- og þjónar vinna á miklum hraða um borð í andrúmslofti sem er álíka þunnt og á fjallstindi í átta þúsund feta hæð. Helstu líkamleg einkenni geta verið þreyta, slen, pirringur eða höfuðverkur og staðið í allt að tvo sólarhringa. Sumir finna fyrir meltingarfæravandamálum, til að mynda lystarleysi eða hægðateppu. Einnig má búast við svefntruflun- um, erfiðleikum við að sofna í tæka tíð fyrir flugvakt og ekki síst við að viðhalda svefni. Einbeitingarskort- ur, sljóleiki og slök líkamleg hæfni eftir langar flugferðir eru sömu- leiðis algeng einkenni flugþreytu,“ segir Ásta. Flugfreyjur- og þjónar geta átt nokkurra daga frí á milli langra vaktatarna og segir Ásta þekkt víða um heim að þau nýti þá daga ekki nægilega vel til hvíldar og séu jafn- vel við nám eða önnur störf. Þrátt fyrir að vera þreyttari en vaktavinnufólk almennt og glíma frekar við þunglyndi, samkvæmt erlendum rannsóknunum, hefur mikil starfsánægja mælst meðal íslenskra flugfreyja-og þjóna og eiga margir þeirra að baki langan starfsaldur. Ásta telur þörf á auknum rann- sóknum á þreytu og líðan flug- freyja-og þjóna. Með niðurstöðum slíkra rannsókna sé hægt að byggja upp öflugt forvarnarstarf og lágmarka starfstengda þreytu og auka lífsgæði á meðal stéttarinnar. Með fræðslu og þekkingu megi koma í veg fyrir ýmis starfstengd heilbrigðisvandamál og fækka veik- indadögum. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Ásta Kristín Gunnarsdóttir er 52 ára flug- freyja og hefur lokið MA-gráðu í hjúkrunar- fræði frá HÍ og MA-gráðu í stjórnun heil- brigðisstofnana og lýðheilsu frá HR. Eignmaður hennar er Oddur Björnsson, fyrsti básúnuleikari Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Þau hjónin eiga þrjú börn; Hildi, 21 árs, verk- fræðinema við HR, Baldvin, 19 ára trompetnema í New York og Helgu 12 ára. Ljósmynd/Hari. 10 fréttaviðtal Helgin 11.-13. júlí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.