Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 11.07.2014, Blaðsíða 4
STÍGVÉLABÚÐIN STÍGVÉLABÚÐIN STÍGVÉLABÚÐIN STÍGVÉLABÚÐINSTÍGVÉLABÚÐIN STÍGVÉLABÚÐIN Stígvél á alla fjölskylduna fyrir útileguna í sumar Álfabakka 14a í Mjódd · 109 Reykjavík · Sími: 527 1519 veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Skil ganga yfir landið með rigningu og Strekkingi. HöfuðborgarSvæðið: RigniR fRaman af degi, en að mestu þuRRt síðdegis. Áfram Strekkingur og Skúrir Syðra, en að meStu þurrt n- og na-til . HöfuðborgarSvæðið: skúRiR einkum fRaman af degi. enn Skúraleiðingar víða um land, SíSt þó nv-til. fremur Svalt. HöfuðborgarSvæðið: sólaRlítið, en síðdegisskúRiR. væta syðra en skárra norðantil enn eina helgina verða lægðir á sveimi við landið og væta með köflum. Í dag fara skil með rigningu norður yfir landið og einnig strekkings SA-átt. Sjálf lægðin verður síðan skammt undan S-landi á laugar- dag. Enn nokkuð ákveðin A-átt og víða skúrir, en þurrt þó að mestu N- og NV-til. Á sunnudag verður vindur orðinn NA-lægari, þá hægari og þá heldur svalara í veðri. Víða verður smá væta, en lengst af þurrt á Vest- fjörðum og Norðurlandi. 12 9 11 14 12 14 13 13 12 12 13 10 10 10 13 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Sótt hefur verið um leyfi til að fanga 200 hreindýr og hefja eldi á Austurlandi. Samtökin Velbú hafa ályktað að tímaskekkja sé að fanga villt dýr og færa í eldi og óttast stjórnarmaður að með tímanum verði hagkvæmni í rekstri látin ráða á kostnað dýranna. Hreindýrin verða mörkuð en annað ekki gert við þau, segir annar leyfisumsækjandi. Sigur Rós ritskoðuð Plötuumslag hljómsveitar- innar Sigur Rósar, Með suð í eyrum við spilum endalaust, þykir of dóna legt fyrir nýja stefnu Google-leitarsíð- unnar. Á umslagi plötunnar er mynd af nöktu fólki á hlaupum úti í sveit. Hannes rann- sakar hrunið „Ég er ánægður með, hversu vel því er almennt tekið, að Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands skuli hafa fengið mig til að sjá um rannsóknarverkefni, sem stofnunin annast fyrir fjármálaráðuneytið,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor. Hann mun meta á erlenda áhrifaþætti í bankahruninu á Íslandi haustið 2008. 357 hlaupa Laugavegshlaupið á morgun, laugardag. 105 konur hlaupa og 252 karlar. Íslenskir hlauparar eru 216 talsins en 141 kemur frá 29 öðrum löndum. 29 Banda- ríkjamenn hlaupa, 17 Þjóð- verjar og 16 Kanadamenn. Hlaupin er 55 kílómetra leið frá Landmannalaugum og yfir í Húsadal í Þórs- mörk. Lést í skemmti- garði á Spáni Átján ára piltur, Arnar Freyr Sveinsson, lést af slys- förum í skemmtigarðinum Terra Mítica við Benidorm á Spáni. Hann kastaðist úr rússíbana á mikilli ferð. Aðstandendur piltsins ætla að krefjast skaðabóta af eigendum garðsins, verði þeir fundnir sekir um vanrækslu. Viðræður um samruna MP banki og Straum ur fjár fest inga banki hafa átt í óform leg um viðræðum um hugs an leg an samruna bank anna. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir að ekkert sé ákveðið í þessum efnum. Rauða hárið í hættu Erfðaefnið sem stýrir rauðum háralit gæti horfið úr erfðamengi mannsins í framtíðinni. Vísindamenn í Skotlandi hafa rannsakað þetta og rekja ástæðuna til loftslagsbreytinga og hlýnunar jarðar. Hreindýr- in verða mörkuð eins og fé og hrein- dýr annars staðar í eldi en ekkert gert við þau að öðru leyti.  landbúnaður umsókn um hreindýraeldi á austurlandi Telja hreindýra- eldi tímaskekkju Á Grænlandi hafa verið gerðar tilraunir með að láta kýr bera innandyra svo kálfar fái skjól frá krapahríð og bleytuslagvirði. Annars eru dýrin alin utandyra. Ljósmynd/Hari s tefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi á Græn-landi og Björn Magnús- son, fyrrum bóndi og áhuga- maður um hreindýraeldi, hafa sótt um leyfi til fanga 200 hrein- dýr úr stofninum og hefja eldi á Austurlandi, að því er fram kom í frétt RÚV í vikunni. Íris Ólafsdóttir, stjórnar- maður í Velbú, samtökum um velferð í búskap, telur það tímaskekkju að ætla að fanga villt dýr og færa undir manna- hendur. „Það vekur jafnframt hjá okkur óhug að dýrin verði vistuð í hólfum yfir vetrartím- ann og innan girðingar á sumrin því eðli hreindýranna er að lifa á víðfeðmu svæði og hafa aðgang að fjölbreyttri fæðu,“ segir hún. Þá óttast Íris að með tímanum verði hagkvæmni í rekstri látin ráða á kostnað dýranna, eins og raunin hafi orðið í mörgum tilfellum í öðru dýraeldi hér á landi. „Ekki eru nema nokkrir áratugir síðan íslensk svín fengu að vera úti við, innan girð- ingar, en í dag eru þau lokuð inni í gluggalausum húsum.“ Að sögn Björns Magnússon- ar er ekki fyrirhugað að laga dýrin að eldi með geldingum eða öðru. „Hreindýrin verða mörkuð eins og fé og hreindýr annars staðar í eldi en ekkert gert við þau að öðru leyti,“ segir hann. Þeir Björn og Stefán Hrafn sendu inn beiðni um hreindýra- eldi til umhverfis- og auðlindar- áðuneytisins í janúar árið 2013 og á Björn von á svari um miðjan desember næstkomandi. Aðspurður um hvernig hrein- dýr séu fóðruð innan girðingar segir Björn að sérstaklega þurfi að vanda til verka þegar verið sé að heyja fyrir hreindýr því þau geti ekki melt mikið sprottið né trénað hey. Á haustin er hrein- dýrunum einnig gefið græn- fóður, svo sem kál. Yfir sumar- tímann er áætlað að hreindýrin komist á beit á stóru svæði. Þá segir Björn þá þróun að hreindýr séu alin innandyra ekki hafa orð- ið, með þeim undantekningum þó að kýr hafi borið innandyra. „Það hafa verið gerðar tilraunir á Grænlandi með að láta kýr bera inni og hefur það gefist vel. Þá fá kálfarnir skjól frá bleytuveðri því annars gætu þeir drepist eins og lömb. Meðan kálfarnir eru litlir þola þeir frost vel en ekki krapa- hríð og bleytuslagveður.“ dagný Hulda erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Sumarstofn hreindýra á Íslandi hefur verið áætlaður um 6000 dýr. Þriðjungur er á Fljóts- dals- og Brúaröræf- um. Sótt hefur verið um leyfi til að taka 200 dýr úr stofninum og hefja eldi. Tæplega 250 ár eru síðan fyrstu hrein- dýrin komu til Íslands. markmiðið með innflutningnum var að efla íslenskan land- búnað. Eftir að dýrin komu til landsins var talið að skilyrði til hjarðmennsku væru ekki fyrir hendi og því hafa hreindýrin gengið villt hér á landi. Heimild: Náttúrustofa Austurlands. 7-1 sigur Þjóðverja á Brasilíumönnum var ótrúlegur en þó ekki meira en svo að Englendingur frá Essex veðjaði 5 pundum á þau úrslit – og marg- faldaði upphæðina 500 sinnum.  vikan sem var 4 fréttir Helgin 11.-13. júlí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.