Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Side 46

Fréttatíminn - 11.07.2014, Side 46
46 matur & vín Helgin 11.–13. júlí 2014  Vín Ási Á slippbarnum blandar sumarkokteil úr gini Sumarlegur ginkokteill á SlippbarnumÞó sumarið hafi verið með haustlegra móti hingað til er engin ástæða til að leggjast í kör. Nú þegar helgin gengur í garð er rétt að gera vel við sig í mat og drykk. Fréttatíminn leitaði til Ása á Slippbarnum sem var ekki lengi að blanda sumarlegan kokteil sem hægt er að njóta í grill- veislunni eða yfir síðustu leikjum HM í knattspyrnu. Ási mælir með Geranium- gini. Þ etta er með skemmti-legri ginum á markað-inum,“ segir Ásgeir Már Björnsson, Ási á Slippbarnum. Ási og hans fólk á Slipp- barnum er annálað smekkfólk þegar kemur að kokteilum og sterkum drykkjum. Hann er hrifinn af ginkokteilum og hús- ginið heitir Geranium. Það kom fyrst á markað árið 2009 og hefur sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum síðan. Geranium var nýlega sett í sölu í Vínbúðirnar. „Ég kynntist því úti í Dan- mörku þegar það kom á markað og ég hef orðið ástfang- inn af þessu gini,“ segir Ási. Hann fékk Henrik Hammer, framleiðenda þess, til að halda kynningu hér á landi í septem- ber í fyrra. „Það eru þessir floral-tónar sem ég fíla best við Geranium, sérstaklega með Fentiman-tóniki. Þó það sé 44 prósent er það mjúkt. Og það er líka brilljant í kokteila. Ætli við séum ekki að fara með 25-30 flöskur á viku. Þetta er okkar uppáhald.“ Það eru fleiri en Ási sem hafa hrifist af Geranium. Ginið hefur unnið til margra verð- launa og var meðal annars valið Besta „Gin & Tonic“ af New York Time Magazine ásamt Fentimans Tonic. Sama blanda var verðlaunuð í Imbibe Ma- gazine árið 2010. Geranium var valið besta nýja sterka vínið í Englandi árið 2010 og besta nýja varan í Þýskalandi sama ár. Ási gefur okkur hér upp- skrift að kokteil en hann mælir líka með Geranium í gin & tón- ik. Þá notar hann Fentiman tón- ik og börk af rauðu greipi. Afríkusól frá Rúanda. Dökkir Afríkuskuggar eru mjúkir og yndislegir í þessu kaffi. Hentar í allar gerðir uppáhellingar. Sumarkaffið 2014 Afríkusól valið besta kaffið* Afríkusól skarar fram úr í gæðum og fékk lang hæstu einkunn kaffitegunda á íslenskum matvörumarkaði. Ummæli úr smökkuninni: „Yes! Nammi namm.“ „Loksins komin góður kaffibolli. Það er karakter í kaffinu.“ „Karamellulitur, ekki bara svart. Það er mjúkt og gott.“ kaffitar.is *skv blindri bragðsmökkun í DV 8.7.2014 kaffitár ÁN KRÓKALEIÐA kaffitár ÁN KRÓKALEIÐA kaffitár ÁN KRÓKALEIÐA k aff itá R ÁN KR ÓK AL EIÐ A ka ff itá r ÁN KR ÓKA LEIÐA besta kaffið* fjöLskyldUhátíðiN í galtAlæKjarskóGi með 18.–20. júlí FaceboOk.cOm/gaLtalaEkjarSkoguR stúTfull dagsKrá af sKemmtIatriðUm fyRir allA FjöLskylduNa! miðAsala fer Fram á midi.iS Skíðaferð til Flachau Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Skíðaparadísin Flachau liggur í allt að 2100 m hæð yfir sjávarmáli, er með samtals 860 km af snjóhvítum skíðabrekkum sem eru um 56 km langar. 15 skíðalyftur víðsvegar um svæðið ferja gesti upp í spennandi brekkurnar sem eru við allra hæfi. Fararstjórar: Sævar Skaptason & Bergþór Kárason (Beggó) Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Rútuferðir til og frá hóteli innifaldar! Sp ör e hf . 24. - 31. janúar 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.