Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Síða 16

Fréttatíminn - 12.12.2014, Síða 16
Þ Þriðja verkfallslota lækna hófst í vikubyrj- un og deilan mun harðna upp úr áramót- um, takist ekki samningar fyrir þann tíma. Ástandið er alvarlegt og verður verra eftir því sem lengra líður því þá kemur meira los á lækna, líkur aukast á því að fleiri leiti utan í betur launuð störf og samhliða dragi úr hvata þess að læknar komi heim að loknu sérfræðinámi. Í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag kom fram, samkvæmt óform- legri könnun sem gerð var í október meðal íslenskra sér- fræðinga, að ríflega helming- ur þeirra, 52%, væri tilbúinn eða ákveðinn að yfirgefa land- ið nema til kæmi ásættanleg kjarabót. Af þeim myndu 92% hætta við flutning ef sú bót fengist. Í úttekt í sama tölublaði Fréttatímans var síðan vikið að öðru sem tengist þessu og varðar sérfræðilækna, þ.e. að 66% sér- fræðilækna og 81% yfirlækna væru eldri en 50 ára. Mikil þörf væri því á nýliðun í hópi þeirra, að fá ungu sérmenntuðu læknana heim. Haft var eftir Elísabetu Benediktz, yf- irlækni gæða- og sýkingavarnadeildar Land- spítalans, að ástandið væri verst á yfirfullum deildum lyflækningasviðs. Ástandið væri líka slæmt á bráðadeild þar sem krónískur fráflæðivandi sjúklinga sem þyrftu að leggj- ast inn væri viðvarandi og leiddi til örtraðar, lengds biðtíma og álags á starfsfólk. Þetta endurspeglaði líka ástandið á yfirfullum legudeildum. Þorgerður Sigurðardóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir, gekk enn lengra í lýsing- um sínum í viðtali við Fréttatímann á föstu- daginn. Þar sagði hún ástandið á Landspít- alanum orðið svo slæmt að útlit væri fyrir að ekki væri lengur hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Þorgerður sagði ráðamenn þjóð- arinnar vera að senda ákveðin skilaboð þeg- ar samninganefnd ríkisins fengi þau fyrir- mæli að aðeins mætti hækka laun lækna um 3 prósent. Uppsagnir deildarlækna væru þegar byrjaðar og þeim ætti eftir að fjölga. Þorgerður sagði að álag á heilbrigðisstarfs- fólk, ekki aðeins lækna heldur einnig hjúkr- unarfólk, sjúkraliða og ræstitækna, væri það mikið að líkurnar á mistökum ykjust. Allt ber því að sama brunni, eins og fyrr- greindar niðurstöður könnunar um líkleg- an flutning sérfræðilækna sýna. „Könn- unin endurspeglar að stóru leyti það sem við höfum áhyggjur af – í vændum er meiri- háttar hrun læknastéttarinnar á Íslandi,“ sagði Davíð Þórisson, læknir á bráðamót- töku Landspítalans, í viðtali við blaðið. Hann sagði að læknar væru farnir að hugsa næstu skref og tilbúnir til að taka þessa stóru ákvörðun. „Eitthvað þarf að breytast – stuðn- ingur almennings er almennur en skilning- ur ráðamanna er lítill,“ bætti hann við. Ólíklegt er að ráðamenn hafi ekki skilning á ástandinu eða áhyggjur af því. Þeir eru hins vegar í erfiðri stöðu og verða að líta til heild- arinnar þegar kemur að samningum við ein- stakar stéttir. Fyrir liggur að bæta þarf kjör lækna, halda þeim sem hér eru og að hvati sé til heimkomu þeirra sem eru í sérnámi. Jafn- framt er viðurkennt, meðal annars með aukn- um ríkisframlögum nú, að bæta þarf ástand tækja og húsnæðis Landspítalans. Vandinn er hins vegar sá að hækkun í ná- munda við það sem læknar fara fram á getur ekki gengið yfir heildina. Launahækkanir verða að taka mið af stöðu atvinnugreina og þjóðarbús. Þekkt er af biturri reynslu að óraunhæfar hækkanir kalla á efnahags- lega kollsteypu og verðbólgu sem setur alla í verri stöðu. Spurningin er því sú, sem for- sætisráðherra hefur raunar viðrað í þing- sal, hvort aðrar stéttir sætti sig við það að læknar fái hlutfallslega meira en þær – og fram hefur komið að tilboð í námunda við 10% hækkun hafi verið lagt fram af hálfu ríkisins. Kannanir sýna að almenningur styður lækna í kjarabaráttu þeirra en legg- ur um leið áherslu á stöðugleika fremur en miklar launahækkanir. Grundvöllur kann því að vera fyrir svo sérstakri sáttargjörð – en komi hún til verður um leið að gera kröfu til þjóðhagslegrar ábyrgðar læknastéttar- innar. Samningar nást ekki nema með til- slökun beggja. Læknadeilan krefst óvenjulegrar lausnar Leita þarf sérstakrar sáttar Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is Gæðajólatré - sem endist ár eftir ár! Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Einföld samsetning. Fæst einnig í Hagkaupi Smáralind, Skeifunni og Garðabæ. • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • 10 ára ábyrgð • Stálfótur fylgir Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Laugardagar kl. 11-18 Sunnudagar kl. 12-18 Falleg jólatré Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Ryksuguúrval Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ 6.690,- Spandy heimilisryksugan • 1600W • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • margnota pokiDrive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta 7.490,- Model-LD801 Cyclon ryksuga Kraftmikil 9.890,- Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis matjurtagarð, hænu, geit, brunn, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis. GEFÐU GJÖF SEM GEFUR www.gjofsemgefur.is GEFÐU GARÐ P IP A R \TB W A • S ÍA • 102985 16 viðhorf Helgin 12.-14. desember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.