Fréttatíminn - 12.12.2014, Síða 16
Þ
Þriðja verkfallslota lækna hófst í vikubyrj-
un og deilan mun harðna upp úr áramót-
um, takist ekki samningar fyrir þann tíma.
Ástandið er alvarlegt og verður verra eftir
því sem lengra líður því þá kemur meira los
á lækna, líkur aukast á því að fleiri leiti utan
í betur launuð störf og samhliða dragi úr
hvata þess að læknar komi heim að loknu
sérfræðinámi.
Í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag
kom fram, samkvæmt óform-
legri könnun sem gerð var í
október meðal íslenskra sér-
fræðinga, að ríflega helming-
ur þeirra, 52%, væri tilbúinn
eða ákveðinn að yfirgefa land-
ið nema til kæmi ásættanleg
kjarabót. Af þeim myndu 92%
hætta við flutning ef sú bót
fengist.
Í úttekt í sama tölublaði
Fréttatímans var síðan vikið
að öðru sem tengist þessu
og varðar sérfræðilækna, þ.e. að 66% sér-
fræðilækna og 81% yfirlækna væru eldri en
50 ára. Mikil þörf væri því á nýliðun í hópi
þeirra, að fá ungu sérmenntuðu læknana
heim. Haft var eftir Elísabetu Benediktz, yf-
irlækni gæða- og sýkingavarnadeildar Land-
spítalans, að ástandið væri verst á yfirfullum
deildum lyflækningasviðs. Ástandið væri
líka slæmt á bráðadeild þar sem krónískur
fráflæðivandi sjúklinga sem þyrftu að leggj-
ast inn væri viðvarandi og leiddi til örtraðar,
lengds biðtíma og álags á starfsfólk. Þetta
endurspeglaði líka ástandið á yfirfullum
legudeildum.
Þorgerður Sigurðardóttir, svæfinga- og
gjörgæslulæknir, gekk enn lengra í lýsing-
um sínum í viðtali við Fréttatímann á föstu-
daginn. Þar sagði hún ástandið á Landspít-
alanum orðið svo slæmt að útlit væri fyrir
að ekki væri lengur hægt að tryggja öryggi
sjúklinga. Þorgerður sagði ráðamenn þjóð-
arinnar vera að senda ákveðin skilaboð þeg-
ar samninganefnd ríkisins fengi þau fyrir-
mæli að aðeins mætti hækka laun lækna um
3 prósent. Uppsagnir deildarlækna væru
þegar byrjaðar og þeim ætti eftir að fjölga.
Þorgerður sagði að álag á heilbrigðisstarfs-
fólk, ekki aðeins lækna heldur einnig hjúkr-
unarfólk, sjúkraliða og ræstitækna, væri það
mikið að líkurnar á mistökum ykjust.
Allt ber því að sama brunni, eins og fyrr-
greindar niðurstöður könnunar um líkleg-
an flutning sérfræðilækna sýna. „Könn-
unin endurspeglar að stóru leyti það sem
við höfum áhyggjur af – í vændum er meiri-
háttar hrun læknastéttarinnar á Íslandi,“
sagði Davíð Þórisson, læknir á bráðamót-
töku Landspítalans, í viðtali við blaðið. Hann
sagði að læknar væru farnir að hugsa næstu
skref og tilbúnir til að taka þessa stóru
ákvörðun. „Eitthvað þarf að breytast – stuðn-
ingur almennings er almennur en skilning-
ur ráðamanna er lítill,“ bætti hann við.
Ólíklegt er að ráðamenn hafi ekki skilning
á ástandinu eða áhyggjur af því. Þeir eru hins
vegar í erfiðri stöðu og verða að líta til heild-
arinnar þegar kemur að samningum við ein-
stakar stéttir. Fyrir liggur að bæta þarf kjör
lækna, halda þeim sem hér eru og að hvati sé
til heimkomu þeirra sem eru í sérnámi. Jafn-
framt er viðurkennt, meðal annars með aukn-
um ríkisframlögum nú, að bæta þarf ástand
tækja og húsnæðis Landspítalans.
Vandinn er hins vegar sá að hækkun í ná-
munda við það sem læknar fara fram á getur
ekki gengið yfir heildina. Launahækkanir
verða að taka mið af stöðu atvinnugreina
og þjóðarbús. Þekkt er af biturri reynslu
að óraunhæfar hækkanir kalla á efnahags-
lega kollsteypu og verðbólgu sem setur alla
í verri stöðu. Spurningin er því sú, sem for-
sætisráðherra hefur raunar viðrað í þing-
sal, hvort aðrar stéttir sætti sig við það að
læknar fái hlutfallslega meira en þær – og
fram hefur komið að tilboð í námunda við
10% hækkun hafi verið lagt fram af hálfu
ríkisins. Kannanir sýna að almenningur
styður lækna í kjarabaráttu þeirra en legg-
ur um leið áherslu á stöðugleika fremur en
miklar launahækkanir. Grundvöllur kann
því að vera fyrir svo sérstakri sáttargjörð –
en komi hún til verður um leið að gera kröfu
til þjóðhagslegrar ábyrgðar læknastéttar-
innar. Samningar nást ekki nema með til-
slökun beggja.
Læknadeilan krefst óvenjulegrar lausnar
Leita þarf sérstakrar sáttar
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur
Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@
frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Jólasöfnun
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin
Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur
íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning,
hver og einn eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma
s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is
Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is
Gæðajólatré - sem endist ár eftir ár!
Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk
þess að vera mjög falleg og líkjast þannig
raunverulegum trjám. Einföld samsetning.
Fæst einnig í Hagkaupi
Smáralind, Skeifunni og Garðabæ.
• Ekkert barr að ryksuga
• Ekki ofnæmisvaldandi
• 12 stærðir (60-500 cm)
• Íslenskar leiðbeiningar
• Eldtraust
• Engin vökvun
• 10 ára ábyrgð
• Stálfótur fylgir
Opnunartímar:
Virkir dagar kl. 09-18
Laugardagar kl. 11-18
Sunnudagar kl. 12-18
Falleg jólatré
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Ryksuguúrval
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
6.690,-
Spandy heimilisryksugan
• 1600W
• afar hljóðlát
• mikill sogkraftur > 18KPA
• margnota pokiDrive ryksuga í bílskúrinn
• 1200W
• 20 lítra
• sogkraftur > 16KPA
• fjöldi fylgihluta
7.490,-
Model-LD801
Cyclon ryksuga
Kraftmikil
9.890,-
Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt
bágstadda fjölskyldu um til dæmis matjurtagarð,
hænu, geit, brunn, menntun eða aðrar nauðsynjar.
Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og
erlendis.
GEFÐU GJÖF SEM GEFUR
www.gjofsemgefur.is
GEFÐU
GARÐ
P
IP
A
R
\TB
W
A
• S
ÍA
• 102985
16 viðhorf Helgin 12.-14. desember 2014