Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 18
Jólin 2014
Hágæða vörur
og fyrsta flokks
þjónusta.
Jólabæklingurinn er kominn út.
Sjá nánar á sminor.is.
Fullt af glæsilegum vörum
á jólaverði.
BOSCH
Töfrasproti
MSM 67170
Kraftmikill, 750 W.
Hljóðlátur og
laus við titring.
Fullt verð: 17.900 kr.
Jólaverð:
13.900 kr.
SIEMENS
Ryksuga
VSZ 3A222
Orkuflokkkur A.
Parkett og flísar,
flokkur C.
Teppi, flokkur D.
Útblástur A.
Hljóð: 79 dB.
Fullt verð: 29.900 kr.
Jólaverð:
23.900 kr.
Rommelsbacher
Vöfflujárn
WA 1000/E
Glæsilegt 1000 W vöfflujárn úr
burstuðu stáli frá þýska
framleiðandanum
Rommelsbacher.
Viðloðunarfrítt yfirborð.
Fullt verð: 14.900 kr.
Jólaverð:
11.900 kr.
Lux
Hangandi ljós
15308-29
Fullt verð: 21.900 kr.
Jólaverð:
15.900 kr.
BOSCH
Hárblásari
PHD 5767
2000 W. Quattro-Ion
tækni: Afrafmagnar
hárið, gerir það
mýkra og veitir því gljáa.
Fullt verð: 10.500 kr.
Jólaverð:
7.900 kr.
Unglingsstelpur og ungar konur sækja sérstaklega í að leggja ofuráherslu á rassæfingar en mikilvægt er að æfa þannig að líkaminn sé í jafnvægi. Kim Kardashian er í raun fræg fyrir að vera fræg og fyrir að
vera með stóran rass. Hún hefur farið í fjölda lýtaaðgerða og er ófeimin við að sýna hold. NordicPhotos/Getty
Ofþjálfun á rassi leiðir til bakverkja
Varhugavert að einblína á rassinn
Jens Andri Fylkisson, einkaþjálfari hjá Sporthúsinu,
hefur tekið eftir miklum áhuga hjá konum, sérstaklega ungum
stelpum, á því að leggja sérstaka áherslu á rassinn en Jens
segir það geta verið varhugavert. „Þessi tíska úr módelfitness
hefur greinileg áhrif en þar er beinlínis verið að yfirþjálfa einn
vöðva, rassvöðvann. Þegar ég þjálfa legg ég áherslu á alhliða
styrktarþjálfun og mæli aldrei með því að yfirþjálfa einn vöðva.
Að yfirþjálfa rassvöðvann skekkir mjaðmagrindina þannig að
hún yfirspennist, það kemur líka yfirfetta á neðra bakið sem
leiðir til stoðkerfisvandamála. Með því að yfirþjálfa rassvöðvann
er þannig jafnvel verið að ýta undir bakmeiðsli,“ segir Jens.
Hann bendir á að það sé ekki aðeins í æfingum fyrir módelfitness sem sé lögð ofuráhersla
á rassinn heldur sé það líka í þeim „pósum“ sem sýndar eru á sviði, en í einni þeirra stinga
keppendur rassinum út og horfa afturábak þannig að mikil fetta kemur á líkamann.
Jens Andri tekur dæmi af 15 ára stelpu sem leitaði til hans þar sem hana langaði að byrja
að æfa fitness. „Það er mjög algengt að fitness-stelpum sé illt í bakinu. Ég veit samt að það
eru alveg þjálfarar sem passa vel upp á þetta. Ég fór með þessari stelpu í gegn um hvað
svona ofþjálfun gerir við líkamann og á endanum ákvað hún að hætta í við að fara í fitness
og sneri sér að ólympískum lyftingum þar sem henni gengur mjög vel. Ég veit líka að stelpur
eru að mæta í sérstaka „buttlift“ – tíma þar sem er lögð áhersla á rassinn en þá þurfa þær
að mæta í aðra tíma til að vega upp á móti þessu, þar sem þær styrkja aðra vöðva, styrkja
kviðinn og auka liðleika. Þetta þarf allt að vera í jafnvægi,“ segir Jens Andri.
Hann bendir á að það sé ekki betra að vera með vanþjálfaðan rassvöðva en ofþjálfaðan og
því eigi skrifstofufólk og aðrir sem sitja mikið einnig hættu á bakvandamálum ef þeir virkja
ekki rassvöðvann til að vega upp á móti kyrrsetunni.
Flytja fitu til að stækka rassinn
Þórdís kJArtAnsdóttir, lýta-
læknir hjá DeaMedica í Glæsibæ,
segir að sú leið sem farin er á Ís-
landi til að stækka rassa sé að flytja
fitu en hún er einn þeirra lækna
sem gerir slíkar aðgerðir. „Þetta
kallast fitufylling eða lipofilling. Þá
er fita tekin til dæmis af mjöðmun-
um, hún meðhöndluð og hreinsuð
í skilvindu og síðan sprautað ofan
á rassinn. Þetta er því flutningur á
lifandi vef og en það verður alltaf einhver rýrnun á fitu sem er
flutt,“ segir hún. Vegna þess hversu ólíkar þessar aðgerðir eru
milli einstaklinga segir Þórdís erfitt að segja til um hvað þær
kosta og meta þurfi hvert tilvik sérstaklega.
Hún segir hægt að stækka rassa með sílíkonpúðum, líkt og
settir eru í brjóst, en hún veit ekki til þess að það hafi verið
gert á Íslandi. „Tæknilega er mun flóknara að setja púða í rass
og því þarf að gera mjög margar slíkar aðgerðir til að verða
góður í því. Stærstu vöðvar líkamans eru í rassinum og það
kemur mjög illa út ef stækkunin er ekki jöfn,“ segir Þórdís.
Hún veit til þess að í Brasilíu sé mikið gert af því að setja
sílíkonpúða í rassa enda séu stórir rassar þar mikið í tísku og
telur líklegt að einhverjir læknar í Bandaríkjunum gerir slíkar
aðgerðir.
Kvenlíkaminn er ekki tískuvara
Þórdís Filipsdóttir,
einkaþjálfari hjá BalanceNr1,
hefur ekki heyrt það frá sínum
viðskiptavinum að þeir vilji leggja
sérstaka áherslu á rassinn þó hún
hafi vissulega orðið vör við þessa
svokölluðu rassatísku í popp-
menningunni. „Fólk kemur ekki til
mín til að fegra á sér rassinn sér-
staklega heldur frekar til að taka á
andlegum og líkamlegum málum,
því það helst í hendur. Rassinn á fólki er tengdur við restina
á líkamanum, svo ef fólk tónar sjálfið þá tónast afturendinn
í kjölfarið, segir hún. Þórdís segir að það umtal sem hún hafi
heyrt um rassatískuna sé neikvætt frekar en hitt.
„Það er afskaplega undarlegt hvernig ákveðinn kvenlíkami
er í tísku. Áður voru það brjóstin, nú eru það rassarnir. Við
konur erum ekki markaðsvara og ég held að fólk sé orðið
meðvitaðra en svo að það elti allt sem matað er ofan í það.
Ég finn mest fyrir því að fólk vill hugsa um heilsuna og lifa í
jafnvægi,“ segir hún.
Rassatískan svokallaða hefur vart farið framhjá neinum sem fylgist með poppmenningu eða módelfitness en talað erum að stór rass sé það sem vegleg
brjóstaskora var áður. Kim Kardashian er ein af táknmyndum þessarar tísku en eitt af því sem hún er hvað frægust fyrir er stór rassinn sem hún sýnir óspart.
Áður fóru stjörnur í lýtaaðgerðir til að láta stækka brjóstin en nú eru það aðgerðir til að láta stækka rassinn en slíkar aðgerðir eru gerðar hér á landi með því
að flytja fitu milli líkamshluta. Á líkamsræktarstöðvunum hefur orðið mikil aukning á sérstökum tímum til að styrkja rassinn en þær sem æfa módelfitness
eru jafnvel að ofþjálfa rassvöðvann með þeim afleiðingum að þær þjást af bakverkjum. Ekki eru þó allir á eitt sáttir við þessa rassatísku frekar en aðra og
benda á að best sé að halda líkamanum í jafnvægi og hætta að líta á kvenlíkamann sem tískuvöru sem breyta þarf eftir tíðarandanum.
erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
18 úttekt Helgin 12.-14. desember 2014