Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 12.12.2014, Qupperneq 22
Láu hjartað ráða Himneska súkkulaðið mitt er úr lífrænt ræktuðu hráefni og Fair- tradevottað. Hágæða súkkulaði sem kætir bragðlaukana. Þ jónusta versnar og biðtími lengist á BUGL, barna- og unglingageðdeild, vegna verk- falls lækna. Á biðlista göngudeildar eru að jafnaði 100-150 börn, nú eru þau 120. Meðal biðtími eftir þjónustu er um 6-8 mánuðir. Á þeim tíma ger- ist margt í lífi barna og unglinga sem sárlega þurfa aðstoð og hvergi geta höfði sínu hallað. Á BUGL hefur einn- ig verið mikið álag á bráðaþjónustu í langan tíma. Sem dæmi má nefna að í fyrra var tekið á móti 334 nýjum bráðamálum og nú í desemberbyrjun eru þau orðin um 300 á þessu ári. Ný bráðamál sem koma inn á deildina eru því um 20-40 í hverjum mánuði. Með- al meðferðartími í göngudeild er svo um þrjú ár. Heildarkomufjöldi undan- farin ár um hefur verið um 6000-7000 komur á ári. Á deildinni eru starfandi 8 læknar, flestir í hlutastarfi. Starfskraftar þeirra eru mjög eftirsóttir og flest- ir hafa starfað erlendis að hluta undanfarin ár, í Noregi, Svíþjóð og Englandi. Að sögn Ólafs Ó. Guð- mundssonar, yfirlæknis á BUGL, er í þessum löndum mun betur búið að þessari þjónustu og stjórnmálamenn þessara landa hafa brugðist við kröf- um barnafjölskyldna um gott aðgengi og háan faglegan standard þjónust- unnar. Í þeim öllum er mikill skort- ur á barna- og unglingageðlæknum og eru þau kjör sem læknum bjóð- ast ekki sambærileg við það sem ís- lenskum læknum býðst, segir hann. Bitnar á foreldrunum „Í göngudeildarþjónustu barna- og unglingageðlækninga bera læknar hina faglegu ábyrgð á læknisfræði- legum greiningum sem meðferð og stundum stuðningur tekur mið af. Þá þurfa þeir að sinna í samvinnu við hjúkrunarfæðinga í sívaxandi mæli eftirfylgd lyfjameðferðar svo dæmi sé tekið af verkefnum lækna. Verk- fallið er mjög truflandi fyrir slíka starfsemi og bitnar verst á önnum köfnum foreldrum sem eru að leita eftir bestri mögulegri hjálp fyrir sín börn,“ segir Ólafur. Innlögnum á legudeild þarf aðeins að beita í alvarlegustu tilfellum en á und- anförnum árum hefur þeim fjölgað mjög mikið, ekki síst vegna vöntunar á öðrum og stundum meira viðeig- andi úrræðum. Það er staðreynd að fleiri börn eru lögð inn hér á landi en í nágrannalöndunum, ekki vegna þess að þau glími við alvarlegri vanda held- ur vegna þess að meðferðarúrræði utan deildar vantar. Að sögn Ólafs er þetta þróun sem þarf að snúa við. Á legudeild BUGL eru 17 dag- og sól- arhringspláss og þau eru venjulega mjög mikið nýtt. Gáttaður á ráðamönnum „Læknar þurfa virkilega að hugsa sig um áður en ákvörðun er tekin um að koma aftur heim. Ég er alveg gáttað- ur á ráðamönnum að ætla að láta heil- brigðiskerfið drabbast niður með svo augljósum hætti í mörg ár. Hvernig geta þeir látið þetta viðgangast? Það hefur margsýnt sig í könnunum að Ís- lendingum þykir mikilvægast af öllu að hafa gott heilbrigðiskerfi,“ segir Ólafur. Ólafur er nýkominn heim úr þriggja mánaða launalausu leyfi frá Landspítalanum vegna starfa sem hann var beðinn um að taka að sér á göngudeild barna- og unglingageð- heilbrigðisþjónustu í Exeter, Devon, Englandi. Fyrsta daginn sem hann kom aftur til vinnu er verkfall lækna á Barna- og unglingageðdeild Land- spítala (BUGL) og alls sviðsins. „Mér finnst þetta skelfilegt og ömurlegur vitnisburður um stjórnun heilbrigðis- þjónustu þessa lands.“ Þjónusta boðin út með ströng- um skilyrðum „Í Englandi er heilbrigðisþjónusta jafn aðgengileg fyrir alla innan heil- brigðiskerfisins NHS, (e. National Health Service) en þjónustan er boð- in út til rekstraraðila sem keppa um hana með ströngum skilyrðum. Þjón- ustan sem ég vann við var t.d. rekin af Virgin Care en það er fyrirtæki sem fyrst haslaði sér völl við plötuút- gáfu og svo sem flugfélag og nú sem vaxandi rekstraraðili heilbrigðisþjón- ustu. Ég sé marga kosti við að reka þjónustuna með þessum hætti. Hún er niðurgreidd fyrir notendur, mun meira en hér á landi, t.d. eru flest lyf frí fyrir sjúklinginn og jafn aðgangur allra. Rekstur þjónustunnar er á veg- um fyrirtækis sem kann þann hluta best þ.e. sjálfan reksturinn. Útboð eru haldin og venjulega sækja nokkur fyrirtæki um og það fyrirtæki sem býður lægst og er treyst fyrir rekstr- inum, fær hann til ákveðins tíma. Mjög mikið aðhald er með rekstrin- um með reglulegum gæðaúttektum út frá viðurkenndum viðmiðunum,“ segir Ólafur. Biðlistar viðvarandi í 15 ár Í löndunum í kringum okkur hefur aðsókn í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga aukist jafnt og þétt eins og hjá okkur á Íslandi. Að sögn Ólafs hefur fjöldi tilvísana tvöfaldast á þremur árum í Devon þar sem hann var að vinna en það er meiri aukning en hjá okkur. „Menn þurftu að bregðast við með því að aðlaga þjónustuna að þessum veruleika og auka hana á sama tíma og lagaákvæði hefur tekið gildi sem kveður á um að enginn megi bíða á biðlista lengur en 18 vikur, óháð að- streymi, þannig að mikið reynir á stjórnun þjónustunnar. Hér á landi hefur lengi sýnt sig að ríkið í gegn- um Landspítala hefur illa ráðið við að reka nánast einu geðheilbrigðis- þjónustuna fyrir börn og unglinga á Íslandi. Biðlistar hafa verið viðvar- andi síðastliðin 15 ár a.m.k. og ekki brugðist við með markvissum hætti þegar kröfur um meiri þjónustu á landsvísu koma fram,“ segir Ólafur. Það er löngu tímabært að endur- skoða rekstur og hlutverk BUGL í ljósi síaukinna krafna um aukna þjónustu á ýmsum sviðum svo sem ráðgjafarþjónustu við heilsugæslu og aðrar stofnanir. Hér gætu menn ýmislegt læra af hvernig nágranna- löndin hafa brugðist við sams konar kröfum um aukna þjónustu á þessu sviði. Eva Magnúsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Verkfallið bitnar á börnum á BUGL Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á BUGL, segir að mun betur sé búið að þjónustu við börn með geðsjúkdóma í Noregi, Svíþjóð og Englandi en hér. Hér á landi hefur lengi sýnt sig að ríkið hefur illa ráðið við að reka nánast einu geðheilbrigðis- þjónustuna fyrir börn og unglinga á Íslandi. „Ég er alveg gáttaður á ráðamönnum að ætla að láta heilbrigðis- kerfið drabbast niður með svo augljósum hætti í mörg ár,“ segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á BUGL. Ljósmynd/Hari BráðaþjÓNUSta Bráðaþjónusta er veitt á göngudeild BUGL. Þar starfar bráðateymi sem tekur á móti símtölum og metur hvort mál krefjist tafarlausrar íhlutunar. Sé svo fer fram bráðamat á göngudeild þar sem málinu er komið í viðeigandi farveg og tekin afstaða til hvort þörf sé fyrir innlögn á bráðamóttökudeild, legudeild BUGL. LEGUdEiLd Deildin er ætluð börnum að 18 ára aldri sem þurfa á tímabundinni innlögn að halda vegna geðræns vanda. Deildin er bráðadeild og er því opin allan sólarhringinn, alla daga ársins og rúmar 17 börn hverju sinni. Flest börn að 13 ára aldri dvelja eingöngu yfir daginn á deildinni og eru heima yfir helgar og hátíðar. GöNGUdEiLd Göngudeild barna- og unglingageðdeildar veitir börnum og unglingum að 18 ára aldri þjónustu vegna geð- og þroskaraskana. Starfsemin einkennist af þverfaglegu samstarfi og er skipt í nokkur teymi; bráðateymi, göngu- deildarteymi, átröskunar- teymi og taugateymi. 22 úttekt Helgin 12.-14. desember 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.