Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Side 32

Fréttatíminn - 12.12.2014, Side 32
Ég var búin að leyfa reiðinni að rúlla svakalega lengi og á endanum gafst ég upp. your time is now. Create a first impression that demands a seCond look. Tíminn tignarlega túlkaður á hvítri perluskel. Umgjörðin er prýdd 72 demöntum sem ramma inn fíngerða tunglstöðuskífu og nákvæma skeiðklukku. Kvenlegt úr sem sendir skýr skilaboð um styrk og sjálfsöryggi. svo ég fór bara tvisvar. Svo sá ég uppistandsnámskeið auglýst og ég bar þetta undir vinkonur mínar þegar ég var með þeim úti að borða á Jómfrúnni og þeim fannst þetta svo sniðugt, og enn sniðugra þegar við vorum búnar með matinn og nokkur hvítvín- sglös,“ segir Anna og hlær. „Svo ég sló bara til.“ „Ég sendi Þorsteini Guð- mundssyni póst og fór á nám- skeiðið. Ég hélt að þetta yrði auðvelt en þetta var ógeðslega erfitt,“ segir Anna. „En rosalega gaman.“ Hvað gerðirðu á námskeiðinu? „Við byrjuðum á því að segja frá okkur, hver við værum og slíkt og hvað við vildum fá út úr þessu. Út frá því vorum við bara send beint í það að tala í míkra- fón um það sem við vildum. Mér fannst það rosalega erfitt,“ segir Anna. „Ég hefði ekki trúað því. Svo fór maður að spá í það að það sem manni finnst alla jafna mjög fyndið, er kannski ekkert fyndið í þessum aðstæðum. Maður er vanari að segja sögur í sínum hóp, þar sem fólk þekkir þá sem maður er að tala um. Ég segi kannski sögu af föðursyst- ur minni og fólk veit ekkert um hvern ég er að tala og finnst það ekkert fyndið. Ég þurfti að læra að segja sögur eins og þær séu úr bíómynd. Vera ekki að endur- taka sig og vera ekki alltaf að segja fólki að þetta sé svakalega fyndið,“ segir Anna. „Leyfa fólki að meta það sjálft. Sumt sem manni finnst fyndið, þykir öðru fólki ekkert fyndið. Þorsteinn leyfði öllum að njóta sín og síðasta skiptið var í Þjóðleikhús- kjallaranum í síðustu viku og þetta var rosalega gaman,“ segir Anna Þóra. Hvað talaðir þú um? „Ég talaði um börnin mín, manninn minn og mömmu mína. Það sem stendur mér næst og gerði bara pínu grín að því,“ segir Anna. „Mikið af sjálfri mér, maður má ekki taka sjálfan sig of hátíðlega.“ Hvað finnst þér fyndið? „Mér finnst rosalega margt fyndið. Mér finnst dvergar fyndnir og útlendingar sem eru að tala íslensku,“ segir Anna. „Það er aðdáunarvert að útlend- ingar láti sér detta í hug að tala þetta mál og oft mjög fyndið það sem kemur upp úr þeim. Svo finnst mér gott að gera eitthvað fyndið úr erfiðum aðstæðum, en ég þarf að passa mig að móðga ekki fólk,“ segir Anna. „Ég hef alveg gert það. Þá er fólk bara á þeirri línu að það fílar mig ekki og mér er eiginlega alveg sama. Ég fíla ekkert alla. Ef maður er í stuði og fílar fíflagang þá á maður bara að kýla á það. Ég hef samt alveg kynnst því að verða „deprímeruð“,“ segir Anna Þóra. Ekki sjálfgefið að hlæja Anna Þóra lagðist í djúpt þunglyndi fyrir nokkrum árum og þurfti að leita sér hjálpar. Hún segir mjög mikilvægt að nýta sér húmorinn í sjálfshjálp, allavega þegar litið er til baka. „Ég tapaði gleðinni og brosti ekki í 5 mánuði,“ segir Anna Þóra. „Ég fékk mikið þunglyndi og kvíða. Þá gerði ég mér grein fyrir því að það er glatað að láta ræna sig gleðinni. Hún skiptir svo miklu máli. Það var búið að vera mikið álag og erfiðleikar í kringum mig og ég krassaði,“ segir Anna. „Ég held að í svoleiðis aðstæðum meti maður gleðina upp á nýtt. Ég gat ekki séð húmor í neinu í kringum mig. Ég þurfti að leggjast inn á geðdeild í smá tíma og þetta var mjög töff tímabil, en ég lærði mikið. Ég hefði alveg verið til í að sleppa þessum tíma, en þetta bara gerðist,“ segir Anna. „Ég vann bara yfir mig og um leið búin að sjá um fárveika móður mína í einhver sjö ár. Ég var búin að leyfa reiðinni að rúlla svakalega lengi og á endanum gafst ég upp,“ segir Anna. „Batteríin kláruðust bara.“ „Húmorinn hjálpaði mér mikið, ekki kannski á meðan veikind- unum stóð en þegar frá leið. Það hjálpar mjög mikið að geta litið til baka og horfa á þetta frá kómísku sjónarhorni. Einnig var mjög gott að ögra sér. Ég ögraði mér með því að heimsækja geðdeildina seinna meir. Skoðaði setustofuna, sem ég mundi ekkert eftir. Enda sagði hjúkkan við mig að ég hefði ekkert verið þar, ég lá bara í rúm- inu. Fólki finnst mjög undarlegt að ég hafi getað legið þarna án þess að tala vikum saman, það er mjög ólíkt mér,“ segir Anna. „Það var maður sem lá þarna inni á sama tíma sem samdi ljóð um mig. Hann hafði aldrei hitt konu sem var svona hljóðlát. Ég hafði ekki heldur hitt hana og þetta er kona sem mig langar ekkert að hitta aftur. Þetta getur komið fyrir alla og það er ekki hægt að taka hlátri sem sjálfsögðum hlut.“ „Í dag passa ég það að hlæja og sinna sjálfri mér. Ég passa það að vera ekki í kringum fólk sem hefur leiðinleg áhrif á mig, ég hef sagt skilið fólk sem hefur staðið mér nærri, en um leið haft nei- kvæð áhrif á mig. Ég er auðsærð og þoli engan veginn gagnrýni, sem passar alls ekki við það að vera með uppistand,“ segir Anna. „Þetta er bara einhver bilun í hausnum á mér. Ef fólk fílar mig ekki, þá fer það bara. Ef ég er á tónleikum sem ég fíla ekki, þá fer ég bara. Það er ekki flókið. Maður þarf ekki að vera innan um leiðin- legt fólk.“ Það kemur alltaf nýr dagur Hvernig voru viðbrögðin þegar þú varst komin á svið í Þjóðleikhús- kjallaranum? „Þau voru bara rosalega góð. Ég var látin enda, sem mér þótti erfitt. Ég var farinn að oflesa í allar aðstæður í kringum mig,“ segir Anna. „Ég hugsaði miklu meira um einhverja undirhöku og magann, heldur en einhverja brandara sem ég ætlaði að segja. Strákarnir mínir sögðu það bara hól að fá að enda, svo það stappaði í mig stálinu. Ég hugsaði líka bara um erfiðleikana og vinkonur sem ég á, sem hafa þurft að glíma við krabbamein og slíkt. Ef ég klúðra einhverju uppistandi þá bara klúðra ég því,“ segir Anna. „Svo kemur nýr dagur.“ Anna segist alveg vera til í að gera meira af því að búa til uppi- stand. Hún tekur hverjum degi með opnum örmum og veit ekkert hvert lífið leiðir hana. „Ég ætlaði aldrei að opna gleraugnaverslun,“ segir Anna. „Ég hitti bara gamlan skólabróðir sem var optiker og ég bauð honum heim, og hann er enn hér. Við giftum okkur, stofnuðum fyrirtæki og eignuðumst tvö börn á þremur árum, og hér erum við í dag,“ segir Anna Þóra. „Við erum í búðinni alla daga og það er mikið hlegið í þessari búð og verður þannig áfram. Ég er samt fegin því að hafa skráð mig í uppistand frekar en í fjallgöngur. Pældu í því, ég væri bara að reima á mig skóna í Nepal,“ segir Anna Þóra Björns- dóttir hlæjandi. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is „Húmorinn hjálpaði mér mikið þegar frá leið“, segir Anna Þóra Björnsdóttir. Ljósmyndir/Hari 32 viðtal Helgin 12.-14. desember 2014
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.