Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 12.12.2014, Qupperneq 48
Þessi bók ætti að vera fræg! * * * * „Ég er lesblind og þetta er fyrsta þykka bókin sem ég nenni að klára alveg. Sem þýðir að bókin er frábær. Stundum las ég nokkrar blaðsíður áður en ég borðaði morgunmat … Þetta er skemmtilegasta bók sem ég hef lesið og mér finnst að hún ætti að vera fræg því hún er svo fyndin.“ Ugla Arnarsdóttir, 9 ára / Fréttatíminn www.forlagid.is S iggi, sem var forfallinn Stonesaðdáandi, hafði fjárfest í plötuspilara og fljótlega var Let it bleed sett á hæsta. Maðurinn í næsta herbergi hóf óðara að banka í vegginn og í hvert skipti hækkaði Siggi í græjunum uns litlu mátti muna að Mick Jagger holdgerðist þarna á gólfinu. En það var maðurinn í næsta herbergi sem knúði dyra. Siggi fór til að opna en gætti þess að draga niður í fóninum áður, þóttist ekki kannast við neitt, hafði aldrei heyrt á Stones minnst. Beið svo þangað til ná- granninn var örugglega sestur og setti þá allt á fullt. Í einni af Suðursveitarbókum Þórbergs segir frá Þorsteini í Upphúsum sem hafði unun af því að ganga til kinda. „Það var leit hans að þunga- miðju lífsins,“ segir Þórbergur. En hjá frænda hans, Sigurði, voru það djúkboxin og sjálfsalarnir sem eru legíó í París, til dæmis í undirheimum jarðlest- anna, fullir með sælgæti, samviskur og drykkjar- föng. Segin saga að Sigurður var ekki fyrr mættur á svæðið en plastmál heyrðist detta niður í rennu, vélar tóku að ymja og glymskrattar höfðu ævinlega í nógu að snúast. Það var engu líkara en Siggi hefði verið ráðinn til þess arna, líkt og hann tryði því að þetta væri nauðsynlegur liður til að halda hjólum atvinnu- lífsins gangandi svo efnahagsmaskína heimsins stöðvaðist ekki. Mig minnir að ég hafi fyrst tekið eftir Sigga á ganginum í Hagaskóla í byrjun landsprófsvetrar árið 1962. Og ástæðan fyrir því að ég tók eftir honum í urmul andlita sem haustið skilaði var að hann var ennþá minni en ég og ennþá barnalegri. En ég mun hafa verið minnstur fermingardrengja í mínum hópi, fermdist þó ári á eftir árganginum. Þegar þannig stendur á má ekkert út af bera, maður verður að falla inn í fjöldann, gera sig helst ósýnilegan. Skera sig ekki úr í klæðaburði, vera í staka jakkanum sem tíðarandinn bauð og ef tíðarandinn sagði að ferm- ingarpennasettið ætti að vera í innanávasa að hafa það ekki í brjóstvasa – og öfugt. En umfram allt að slíta öllu stjórnmálasambandi við bernskuna, láta til dæmis aldrei sjá sig á reiðhjóli, hvað þá vera staðinn að verki með leikfang. Landsprófsbekkirnir voru tveir og Siggi var í hinum bekknum. Á þeim árum er maður svo fullur af sjálfum sér og bólum skrýddu enni að maður á lítið aflögu, skólinn er eins og fiskabúr þar sem fiskarnir synda hver innan um annan, hver í sinni ætisleit. Þó fór ekki hjá því að ég skynjaði sitthvað óvenjulegt í fari þessa nýkomna pilts, til dæmis þegar ég stóð hann að verki við valhopp. Nú veit ég ekki hvort les- endur vita hvað valhopp er en nægir að taka fram að ef maður er minnstur í efsta bekk gagnfræðaskólans þá valhoppar maður ekki. Við tók nýtt fiskabúr, Menntaskólinn í Reykjavík. Við sem vorum stærstu fiskarnir í efsta bekk gagn- fræðaskólans vorum aftur orðin síli í neðsta bekk menntaskólans. Veturinn 1965–’66 komumst við Siggi þó til nokkurra metorða í skólalífinu. Tilefnið var hið árlega leikrit, Herranótt, sem hefur verið við lýði í MR alveg frá Siðaskiptum þegar skólinn var í Skálholti. Þennan vetur lékum við The Importance of Being Earnest eftir Oscar Wilde. Ég var í litlu aukahlutverki sem þjónn, ein replikka, að vísu endurtekin þrisvar á mismunandi stöðum. En Siggi var aðstoðarmaður í leikmynd. Í aðalhlutverkum voru stjörnur á borð við Þórhall Sigurðs- son sem síðar átti eftir að leggja fagið fyrir sig. Stjörnuleikstjórinn Benedikt Árnason sagði okkur til og leikið var í sjálfu Þjóðleikhúsinu, s’il vous plait, en það var í fyrsta skipti sem óinn- vígðum var hleypt upp á svið í því musteri. Hápunkturinn var þegar við fórum í leikför norður til Akur- eyrar. Þetta var mín fyrsta utan- landsferð, flogið með Flugfélagi Íslands. Ég held að okkur hafi öllum liðið eins og poppstjörnum, allavega erum við Siggi báðir með dökk sólgleraugu á mynd- inni sem tekin var á Akureyrar- flugvelli, hann upprennandi póet, en ég hafði fengið þriðju verðlaun í smásagnasamkeppni skólans (fyrstu verðlaun voru ekki veitt). Þegar Siggi Páls valhoppaði Pétur Gunnarsson rithöfundur gerir upp sín yngri ár í Veraldarsögu sem kom út á dögunum. Við grípum hér niður í kafla þar sem hann segir af kynnum sínum og Sigurðar Pálssonar. Siggi var að sögn Péturs enn minni en hann sjálfur í gagnfræðaskóla og barnalegri – auk þess sem hann valhoppaði um. 48 bækur Helgin 12.-14. desember 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.