Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 109

Fréttatíminn - 12.12.2014, Blaðsíða 109
110 bækur Helgin 12.-14. desember 2014  RitdómuR Rogastanz Camilla sló Arnaldi og Yrsu við Ný spennusaga eftir Camillu Läckberg, Ljónatemjarinn, hoppaði beint í fyrsta sæti á met- sölulista Eymundsson um liðna helgi. Það þýðir að Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardótt- ir, kóngur og drottning íslenska spennusagnaheimsins, verða að gera sér annað og þriðja sætið að góðu með bækur sínar, Kamp Knox og DNA. Þetta er tíunda bók Camillu Läckberg sem kemur út á íslensku. Bók Eggerts Þórs Bernharðssonar, Sveitin í sálinni, er nýkomin út og tyllir sér í sjöunda sæti listans en barnabókahöfundarnir Ævar Þór Benediktsson, Gunnar Helgason og Vilhelm Anton Jónsson halda sætum sínum á topp tíu. m e t s ö l u l i s t i  RitdómuR skálmöld einaRs káRasonaR e inar Kárason lauk við þríleik sinn um Sturlungaöld með bókinni Skáld árið 2012, eða svo var talið. Annað kom á daginn og út er komin, Skálmöld – lokakaflinn um Sturlungana og þeirra samferðafólk. Forleikur er þó betra orð þar sem bókin fjallar um það sem leiddi til atburða hinna bókanna. Einar hóf yfirferð sína um Sturlunga- öldina árið 2001 með Óvinafögnuði. Skemmtilegri og knappri sögu sem hefst strax eftir Örlygsstaðabardaga. Bækurn- ar Ofsi og Skáld fylgdu svo í kjölfarið og gerðu öldina upp. Kárason ætlaði þó ekk- ert endilega að skrifa þessa bók og mátti skilja á honum skilja að nóg hafi verið fjallað um Örlygsstaðabardaga af öðrum, meðal annars af Thor heitnum Vilhjálms- syni. En eftir að hafa kafað svo djúpt í Sturlungaöldina, sem Einar hefur aug- ljóslega gert, var greinilega of freistandi að ljúka bálknum á byrjuninni og skrifa bók um það sem leiddi til hinnar blóðugu Sturlungaaldar sem hefur átt hug hans frá aldamótum. Slík freistni getur farið illa með bestu menn og margir hafa þeir brennt sig á því að bæta bók, eða það sem þekktara er, bíómynd númer fjögur í þriggja þátta bálk. Die Hard fjögur var til dæmis vond mynd sem og Indjána Jónas. Stjörnustríðið batnaði heldur ekki mikið við fjarkann og Pétur Jakobsson tók Hobbitann, sem mætti kalla fjórðu bókina í þríleikn- um um Hringadóttinssögu, og breytti stuttri og hnitmiðuð bók í þrjár langdregnar tveggja tíma bíómyndir – en það er önnur saga. Einar fellur þó ekki í þennan pitt því hann, af skynsemi, hélt bókinni hæfilega langri, hún nær ekki 200 síðum og er þeim mun beittari fyrir vikið. Það sem Einar gerir þó hálf undarlega og úr karakter við hinar bækurnar er að blanda sjálfum sér og sínum hugleiðingum í nútímanum af og til inn á milli kaflanna í bókinni. Ekki oft en nóg til að trufla flæði sögunnar aðeins. Gæti helst trúað því að upp- lestrarnir hans um efnið hafi haft áhrif á. Því í þessum aukaköfl- um fer Einar um víðan völl, eins og á sýningunum í Land- námssetrinu um árið. Útleggur t.d. aðeins ástæðurnar fyrir því að ráðast í fjórðu bókina yfir höfuð og líka mögu- legum kvikmyndum eftir sögunum. Að mínu mati hefðu þessir kaflar sómt sér betur í eftirmála en er þó ekkert til að væla yfir þessu og bókin er ljómandi lesning. Kaflarnir eru, sem fyrr, stuttir og skrifaðir í fyrstu persónu söguhetjanna. Ég kann vel að meta þetta form. Það heldur mér vel við efnið og býður upp á að grípa í kafla og kafla milli húsverka fyrir jólin. Verk sem kunna þó að dragast þegar lesandinn sekkur dýpra inn í atburðina. Í bókinni heitir annar hver maður Sturla eða er Sturluson. Kannski ekki við öðru að búast á Sturlungaöld og fyrir leikmenn í fræðum aldarinnar er oft erfitt að henda reiður á hver er hver. En ekki er við Einar að sakast í þeim efnum og hann gerir vel í að ljá persónum og gerendum bókarinnar sjálfstætt líf sem margar hverjar svo gott sem stökkva upp af blaðsíðunum beint inn á heilabörkinn. Þetta á líka við um staðhætti og sérstak- lega matarvenjur þessara fornu ættingja okkar hérna á skerinu. Ég veit ekki hvort það er bara ég en mér finnst höfundur vefji aðeins pólitík nútímans inn í bókina. Ekki beinlínis ádeilu heldur frekar sýn á breyskleika og metnaðargirni háttsettra hvort sem er í nútíð eða fortíð. Fólksins sem svo kóar með og svo reiða almúg- anum sem fylgir með en situr í sömu kjötsúpunni. Skálmöld Einars Kárasonar er ljómandi lokapunktur á þennan bálk og nú bíð ég bara spenntur eftir bíómyndinni. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Ljómandi lokapunktur Lesið verður úr Aðventu Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri í tíunda sinn á sunnudaginn, 14. desember. Að þessu sinni les Vésteinn Ólason, prófessor emeritus, söguna eystra og hefst lesturinn klukkan 14. Aðventa verður einnig lesin í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8, hjá Rithöfundasam- bandi Íslands, þennan sama sunnudag eins og undanfarin ár. Þar les Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona söguna og hefst lesturinn klukkan 13.30. Allir eru velkomnir á þessar kyrrðarstundir í Gunnarshúsum. Gunnar Gunnarsson skrifaði nóvelluna Aðventu árið 1936 og kom hún út í fyrsta sinn það ár. Síðan þá hefur sagan um Benedikt, Eitil og Leó verið lesin víðsvegar um heiminn af milljónum manna, ekki síst í desember. Aðventa er það verk Gunnars sem þýtt hefur verið á flest tungumál og selst í stærstum upplögum. Hún kemur reglulega út í Þýskalandi hjá Reclam forlaginu og selst í allt að 2000 eintökum á ári enn þann dag í dag. Árið 2013 kom hún út í nýrri þýðingu á rússnesku og nýverið samdi Gunnarsstofnun um útgáfu verksins á spænsku og ítölsku. Aðventa verður auk þess útvarpssagan á Rás 1 fyrir jólin og sögulok lesin síðdegis á aðfangadag. Aðventa lesin í Gunnarshúsum Smásaga eftir glæpasagnahöfundinn Ragnar Jónasson birtist í jólahefti eins virtasta glæpasagnatímariti heims, Ellery Queen’s Mystery Magazine í Bandaríkjunum, sem er nýkomið út. Þetta er í annað sinn sem saga eftir íslenskan höfund birtist í blaðinu en í fyrra birti blaðið sögu efir Ragnar. Smásagnaritið Ellery Queen’s Mystery Magazine hefur verið gefið út í meira en sjö áratugi, kom fyrst út haustið 1941, og hafa meira en fjörutíu Nóbels- og Pulitzer-verðlaunahafar birt sögur í blaðinu, þar á meðal William Faulkner, Ernest Hem- ingway og Alice Walker, auk annarra heimsþekktra höfunda á borð við Dashiell Hammett, P.D. James og Stephen King, en King hefur kallað tímaritið „besta sakamálasögutímarit heims“. Sagan heitir A Letter to Santa og sögusviðið er Siglufjörður á aðfangadagskvöld. Smásaga Ragnars í virtu glæpasagnatímariti Ingibjörg Reynisdóttir hafði skrifað unglingabækur og kvikmyndahandrit áður en hún sendi frá sér bók- ina um Gísla á Uppsölum, sem varð sú söluhæsta á Íslandi árið 2012. Nú rær hún á önnur mið og skrif- ar um hina reykvísku Söru, sem er rúmlega fertug „nútímakona, kaótísk, einhleyp og barnlaus“ eins og stendur á bókarkápu. Hún vinnur á heilsutíma- riti, en á bæði safapressu og líkamsræktarkort sem hún notar lítið. Líka má bæta því við að hún á litríka vini og hún drekkur aðeins of mikið. Hljómar þetta kunnuglega? Söru langar í mann og barn, þótt hún sé „kerling að detta í tíðahvörf“ eins og hún orðar það sjálf. Ekki kemur því sérlega á óvart þegar hún hittir ómót- stæðilegan karlmann fyrir algera tilviljun og með þeim takast ástir. Danski taótantranuddarinn Rasmus beitir óhefðbundnum aðferðum til þess að leysa kyn- orku kvenna úr læðingi og af honum hrífst Sara mjög, þótt ekki gangi allt í þeirra samskiptum snurðulaust fyrir sig. Rogastanz er fyrst og fremst skvísubók og höf- undur víkur ekki frá þeirri hefð. Sara vitnar í Sex and the City eins og þjóðlegan fróðleik, horfir á The Notebook og sönglar væmin íslensk dægurlög þegar henni líst ekki á blikuna í ástarmálunum. Rogastanz er ætlað að vera fyndin bók og skemmti- leg. Seinheppni aðalpersónunnar er umtalsverð (eins og fleiri skvísa í skvísubókum) en í raun er kímnin ákaflega grunn og höfundur hefur sig varla upp úr barnalegum misskilningbröndurum, neðanmittis- húmor og prumpudjóki. Gerður er brandari úr því þegar Borislav hinn serbneski ætlar að svara í símann sinn en svarar óvart í gleraugun sín og gerir sig að fífli gagnvart vinnufélögunum. Sami Borislav rekur síðan við í matarboði og segir: „Þið verðið að afsaka, en þetta hrökk bara út úr rassgatinu á mér ...“ (213) Raunar er margt groddalegt og sérkennilega vúl- gert í sögunni. Það er oft völlur á Söru og strigak- jaftur á köflum (þannig minnir hún meira á Tobbu Marinós en Bridget Jones). Hún talar t.d. um klof og graftarkýli í klofi, „að fá æluna“, „að skíta upp á bak“ og karl sem „hrærir í konum með sínu feita bjúga“ (219). Rogastanz er ekki sérlega fyndin og í henni má finna stórt knippi af klisjum, en hún er sæmileg af- þreying og sagan af ástum þeirra Söru og Rasmusar er leidd til lykta með ágætum. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Skvísa að nálgast tíðahvörf  skálmöld Einar Kárason Mál og menning 2014, 192 s.  Rogastanz Ingibjörg Reynisdóttir Sögur útgáfa 2014, 335 s. Ingibjörg Reynisdóttir. Ekki er við Einar að sakast í þeim efnum og hann gerir vel í að ljá persónum og gerendum bókarinnar sjálfstætt líf sem margar hverjar svo gott sem stökkva upp af blaðsíðun- um beint inn á heilabörkinn. www.forlagid.is – alvöru bókabúð á net inu Fa n tagóð u r A r n A l d u r ! Metsölulisti Eymundsson Innbundin skáldverk 1. vika 49 1.–7. des. 2014 Aðallistinn1 bbbb Sólrún lilja ragnarSdóttir / dV bbbb Steinþór guðbjartSSon / Morgunblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.