Fréttatíminn - 12.12.2014, Qupperneq 113
T il stóð að hitta þá Berndsen og Hermigervil saman, en Hermigervill svaf yfir sig
og hittumst við Davíð því undir
fjögur augu, í stað sex.
„Við erum búnir að gefa út
plötur, en aldrei haldið útgáfutón-
leika. Okkur hefur alltaf langað til
þess að halda slíka tónleika en við
höfum báðir dvalið mikið erlendis
undanfarið og einhvern veginn
gafst aldrei tími til þess. Núna ætl-
um við samt að kýla á þetta þó það
sé seint,“ segir Davíð Berndsen.
„Við höfum báðir haft það mikið
að gera að það hefur ekki tekist að
gera þetta fyrr en nú. Við Svein-
björn semjum tónlistina saman og
Berndsen er hljómsveit. Það eru
margir sem halda að þetta sé sóló-
verkefnið mitt, en ég hef alltaf litið
á þetta sem hljómsveit,“ segir Dav-
íð. „Kannski verður þetta sólóverk-
efni eftir svona 40 ár. Markmiðinu
er náð ef ég get verið að koma fram
á börum á Spáni í ellinni.“
Davíð flutti til Berlínar síðasta
sumar þar sem kærastan hans fór
í nám og hann er nýkominn heim
úr tónleikaferðalagi þar sem hann
hitaði upp fyrir íslensku sveitina
FM Belfast. „Ég er búinn að taka
einhver 35 gigg með þeim á þessu
ári,“ segir Davíð. „Þetta hafa verið
svona þrír túrar um alla Evrópu.
Mjög stórt tækifæri fyrir okkur
því þau eru komin á góðan stað
og það kemur mikið af fólki að sjá
þau. Þetta passar mjög vel saman,“
segir Davíð. „Það er bilað stuð á
þessum tónleikum.“
FM Belfast er komin á þann stað
í sínu harki að geta ferðast um í
góðum rútum og segir Davíð mjög
fínt að koma inn í þetta á því stigi.
„Þau eru með góða rútu og
þægindi og slíkt, sem er mjög gott
fyrir mig. Playstation aftast og bíl-
stjórinn sagði mér bara að vaða í
veitingarnar og aðstæður sem ég
gæti auðveldlega vanist. En á móti
kemur er þetta ekkert sérstaklega
vel borgað per tónleika, en það sem
telur mest er plötusala á tónleikun-
um, sem er mjög góð,“ segir Davíð.
„Við erum að stefna á að fara sjálfir
RagnheiðuR
laugardaginn 27. desember
sunnudaginn 28. desember
miðasala á harpa.is
og í síma 528-5050
kæRkomin jólagjöf!
sýning áRsins 2014
TónlisT ÚTgáfuTónleikar Berndsen á HÚrra á fösTudagskvöld
í túr á næsta ári, en ætli við leigjum
ekki bara Yaris og keyrum af stað.
Maður þarf að vera rosalega dug-
legur að ferðast og spila, öðruvísi
gengur þetta ekki.“
Berndsen sagði að Evrópubúar
kynnu vel að meta músíkina og
plötusala gekk mjög vel á flestum
tónleikunum, en ekki öllum.
„Við seldum mjög vel en við
seldum mest á þeim stöðum sem
eru ekki með Spotify,“ segir Davíð.
„Við fundum mikið fyrir því eins
og í Þýskalandi þar sem Spotify er
bannað. Þá seldum við mjög vel, en
svo spiluðum við fyrir 300 manns
í Danmörku og seldum einn disk,“
segir Davíð. „Fólk kaupir bara ekki
diska þegar það er með aðgang að
Spotify. Bestu tónleikarnir okkar
voru í Berlín og Prag, sem var
áhugavert. Ætli það hafi ekki verið
um 800 manns þar. Svo áttum við
það góða tónleika í Bern í Sviss
að tónleikafötunum mínum var
stolið,“ segir Davíð. „Ég læt mig
dreyma allavega um að það hafi
verið vegna þess hve góðir við vor-
um. Ég var í fínum bleikum silki-
jakka og honum var stolið. Annars
er gaman að spila í Þýskalandi yfir
höfuð, þau elska Íslendinga.“
Þrátt fyrir að Berndsen sé að
halda útgáfutónleika í ár, fyrir
plötu sem kom út á síðasta ári,
er hann ekkert að slaka á og er
kominn vel á veg með efni á næstu
plötu. „Maður þarf alltaf að vera
að, það má ekki líða lengra en tvö
ár á milli platna,“ segir Davíð. „Um
leið og það byrjar að ganga vel þá
hefst mesta vinnan. Enga leti,“ seg-
ir Davíð sem einnig leggur stund
á leiðsögunám um þessar mundir.
„Það er rosalega erfitt að lifa af
sem tónlistarmaður. Ég vill samt
ekki segja að nám sé eitthvert B
plan,“ segir Davíð. „Maður er alltaf
að læra og þroskast. Þetta hjálpar
líka til við allan innblástur.“
Útgáfutónleikar Berndsen verða
á Húrra í kvöld, föstudagskvöld, og
opnar húsið klukkan 21.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Tónlistarmaðurinn Berndsen sendi frá sér sína aðra breiðskífu fyrir ári. Plötuna Planet Earth vann hann í
samstarfi við Sveinbjörn Thorarensen, sem er betur þekktur undir nafninu Hermigervill. Davíð Berndsen
segist aldrei hafa haldið útgáfutónleika fyrir plötuna en ætlar að láta verða af því í dag, föstudag. Hann er
nýkominn úr löngu tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem hann hitaði upp fyrir FM Belfast.
Fötunum stolið í Sviss
Sveinbjörn Thoraren-
sen og Davíð Bernd-
sen: Við stefnum á
að fara sjálfir í túr
á næsta ári, en ætli
við leigjum ekki bara
Yaris og keyrum af
stað. Ljósmynd/Hari
Jólatrésskemmtun Fríkirkjunnar í Reykjavík.
Hefst með jólastund í kirkjunni. Síðan haldið upp
í Safnaðarheimili og sungið og dansað í kringum
jólatréð með jólasveininum. Kaffi og meðlæti fyrir
alla.
Heilunarguðsþjónusta á vegum Sálarrannsóknar-
félags Íslands, Fríkirkjunnar og Kærleikssetursins.
Aftansöngur á aðfangadagskvöldi.
Söngkonana Nathalía Druzin Halldórsdóttir syngur
einsöng.
Sönghópur Fríkirkjunnar syngur jólin inn og leiðir
safnaðarsöng undir stjórn Gunnars Gunnarssonar.
Sr. Hjörtur Magni þjónar fyrir altari.
Miðnætursamvera á jólanótt.
Páll Óskar og Monika Abendroth ásamt strengjasveit.
Sr. Hjörtur Magni talar til viðstaddra. Sönghópur
Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni.
Mætið vel tímanlega til að fá góð sæti!
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag. Ljósanna hátíð
fagnað með rísandi sól.
Egill Ólafsson söngvari syngur og spjallar um tón-
listarval sitt. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, Söng-
hópur Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni.
Aftansöngur á gamlárskvöldi.
Brynhildur Þóra Þórsdóttir syngur einsöng
Sun. 14.des.
kl. 14:00
Sun. 21.des.
kl. 14:00
Mið. 24. des.
kl. 18:00
Mið. 24. des.
kl. 23:30
Fim. 25. des.
kl. 14:00
Mið. 31. des.
kl. 17:00
TVEIR HRAFNAR
listhús, Art Gallery
Baldursgata 12 101 Reykjavík
+354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885
art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is
Opnunartímar
12:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga
13:00-16:00 laugardaga
og eftir samkomulagi
114 menning Helgin 12.-14. desember 2014