Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Side 117

Fréttatíminn - 12.12.2014, Side 117
É g ákvað að taka bara slaginn sjálfur,“ segir Stefán Hilmarsson þegar hann er spurður út í útgáfubúskapinn, en hann gefur nýja jólaplötu sína út sjálfur og sér um dreifingu með hjálp fjölskyld- unnar. „Maður hefur hvort eð er jafnan staðið í kynn- ingarstarfi meira eða minna sjálfur í gegnum tíðina, og í raun flestu nema kannski að aka plötum í búðir.“ Stefán opnaði vefsvæðið www.stefanhilmarsson.is fyrir netverslun á plötunni og hafa viðtökurnar verið góðar. „Ég renndi blint í þetta og var tvístígandi, því eins og alkunna er þá hefur plötusala verið á mikilli niðurleið undanfarin ár,“ segir Stefán. „En þetta hefur gengið vel og við hjónin höfum staðið í ströngu við að senda plötur um allt land, allan heim reyndar; ég árita, konan setur jólalykt í umslagið, sleikir frímerk- ið og sendir. Þetta er skemmtilegur hasar og auðvi- tað persónulegri en áður,“ segir Stefán. „Ég finn fyrir því að maður er í meira návígi við áhangendur og þá sem kaupa plötuna. Internetið hefur vissulega skaðað plötubransann, en þetta er þó einn af kostum þess.“ Er þetta eitthvað sem þú gætir hugsað þér að gera meira af? „Já, já,“ segir Stefán. „En það er svosem aldrei að vita nema þetta verði mín síðasta hljómplata, fram- tíðarhorfur eru satt að segja ekki góðar í hljóðrit- unarbransanum, því miður. Ég finn þó vel fyrir því að hljómplatan sem gripur á enn sterk ítök í fólki og því finnst nokkurs virði að eignast áritað eintak. Það verð- ur þó forvitnilegt að vita hvernig landslagið verður þegar geislaspilarar hverfa af heimilum og úr bílum. Hvað á maður þá að árita?“ segir Stefán brosandi. Stefán hélt um liðna helgi tvenna tónleika í Salnum í Kópavogi og um helgina verða tvennir í viðbót. Við- tökurnar hafa verið slíkar að ákveðið hefur verið að halda eina enn, þann 19. desember, í Salnum sem fyrr. „Það er geysigaman að syngja þessi lög á tónleikum með hinum frábæru hljóðfæraleikurum sem með mér spila. Ég verð þess áskynja að margir sem komu í fyrra eru að koma aftur nú, en þá hélt ég þrenna tón- leika. Ég gaf út fyrri jólaplötuna „Ein handa þér“ árið 2008 en hafði ekki tíma til að halda eigin tónleika fyrr en í fyrra. Það er mjög gaman til þess að vita að áhangendur mínir sjái þetta sem part af jólaundirbún- ingnum,“ segir Stefán. Á tónleikunum um síðustu helgi var Stefáni afhent gullplata fyrir sölu á eldri plötunni „Ein handa þér“. Með honum á tónleikunum koma fram þau Elísabet Ormslev og sonur Stefáns, Birgir Steinn, sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni og syngur einnig á nýju plötunni. Á síðustu tónleikunum, þann 19. desember, bætist svo söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir í hópinn. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  tónlist ný hljómsveit lætur á sÉr kræla Tungl stígur fram Tónlistarmennirnir Birgir Ísleifur Gunnars- son, Bjarni Sigurðsson og Frosti Gringo skipa hljómsveit sem nýlega fór að láta á sér bera. Hljómsveitin nefnist Tungl og hafa meðlimirnir starfað áður í hljómsveitum á borð við Motion Boys, Mínus og Klink. „Hugmyndin fæddist þegar við vorum að hlusta á lagið „Wasń t born to follow“ með The Byrds,“ segir Birgir Ísleifur. „Það er svona sætt kántrý lag sem breytist upp úr þurru í mjög „psychadelic“ sýrukafla, en endar svo með kántrýinu aftur. Við hugsuðum að það væri gaman að gera eitthvað í þessa átt. Sérstak- lega vegna þess að það var enginn á þessum nótum í tónlist í dag. Þetta er svona melódískt kántrý með smá sýruáhrifum og strax í upp- hafi fæddist mikið af góðum lögum.“ Tungl hefur sett lög á vefinn að undanförnu til þess að gefa fólki nasasjón af því sem koma skal. Þar á meðal er lagið Miles Ahead sem er um 9 mínútna langt. „Það var alltaf draumur að geta gert lag sem væri hægt að hlusta á án þess að átta sig á hvenær það kláraðist,“ segir Birgir. „Mér hefur oft fundist vanta tíma og þolinmæði í tónlistarhlustun. Þetta er lag fyrir þá sem vilja gefa sér tíma í að hlusta. Það er fullt af svoleiðis stöffi á plötunni.“ Tónlist Tungls er hægt að finna á facebook svæðinu Tungl, og segir Birgir að það sé hugur í þeim og viðtökurnar hafi verið góðar. „Það er gaman að leyfa fólki að heyra þetta áður en platan kemur út, og við ætlum að leyfa fólki að heyra meira á næstu vikum og mánuðum,“ segir Birgir. -hf Ofurbandið Tungl.  tónlist meira návígi við aðdáendur hjá stefáni hilmarssyni Ég árita diskinn og konan sleikir frímerkið og sendir Söngvarinn góðkunni Stefán Hilmarsson hefur staðið í ströngu á aðventunni þar sem hann heldur utan um útgáfu og dreifingu á jólaplötu sinni sem heitir „Í desember“. Hann segir þetta mikla vinnu, en skemmtilega. Stefán hefur bætt við aukatónleikum við ferna jólatónleika sem fyrirhug- aðir voru í Salnum í Kópavogi. Síðustu tónleikarnir þessi jólin verða föstudaginn 19. desember. M yn di r úr e in ka sa fn i Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Lau 3/1 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Sun 4/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 10/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Þri 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 4/1 kl. 20:00 4.k. Sun 11/1 kl. 20:00 7.k. Fös 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 7/1 kl. 20:00 5.k. Fim 15/1 kl. 20:00 8.k. Lau 3/1 kl. 20:00 3.k. Fim 8/1 kl. 20:00 6.k. Sígilt meistarastykki Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 13/12 kl. 20:00 Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Lau 27/12 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 12/12 kl. 20:00 Sun 14/12 kl. 20:00 aukas. Lau 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 13/12 kl. 20:00 aukas. Fös 19/12 kl. 20:00 aukas. Lau 27/12 kl. 20:00 aukas. ATH janúar sýningar komnar í sölu! Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Jesús litli (Litla sviðið) Fös 12/12 kl. 20:00 7.k. Sun 14/12 kl. 20:00 8.k. Sun 28/12 kl. 20:00 Sun 14/12 kl. 18:00 aukas. Sun 28/12 kl. 18:00 aukas. Mán 29/12 kl. 20:00 Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun! Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 13/12 kl. 13:00 aukas. Sun 14/12 kl. 15:00 aukas. Sun 21/12 kl. 13:00 Lau 13/12 kl. 15:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 15:00 aukas. Sun 14/12 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 15:00 aukas. Fös 26/12 kl. 14:00 Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap Beint í æð! – HHHH , S.J. F.bl. leikhusid.is Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Þri 23/12 kl. 13:00 Forss. Fös 9/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 23/1 kl. 19:30 12.sýn Fös 26/12 kl. 19:30 Frums. Lau 10/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 24/1 kl. 19:30 13.sýn Lau 27/12 kl. 19:30 2.sýn Fim 15/1 kl. 19:30 8.sýn Fim 29/1 kl. 19:30 14.sýn Fös 2/1 kl. 19:30 3.sýn Fös 16/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 30/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 3/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 17/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 31/1 kl. 19:30 16.sýn Fim 8/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 22/1 kl. 19:30 11.sýn Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins. Karitas (Stóra sviðið) Fös 12/12 kl. 19:30 23.sýn Sun 4/1 kl. 19:30 27.sýn Sun 18/1 kl. 19:30 29.sýn Þri 30/12 kl. 19:30 26.sýn Sun 11/1 kl. 19:30 28.sýn Sun 25/1 kl. 19:30 30.sýn Seiðandi verk sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Nýjar sýningar komnar í sölu. Konan við 1000° (Kassinn) Mið 7/1 kl. 19:30 38.sýn Mið 14/1 kl. 19:30 40.sýn Sun 11/1 kl. 19:30 39.sýn Sun 18/1 kl. 19:30 41.sýn 5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 13/12 kl. 11:00 Sun 14/12 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 14:30 Lau 13/12 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 14:30 Sun 21/12 kl. 11:00 Lau 13/12 kl. 14:30 Lau 20/12 kl. 11:00 Sun 21/12 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 11:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 10 leikárið í röð. Ofsi (Kassinn) Lau 13/12 kl. 17:00 Lau 13/12 kl. 19:30 Aukas. Sun 14/12 kl. 19:30 Sýning sem hefur fengið frábærar viðtökur. Ævintýri í Latabæ (Stóra sviðið) Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 16:30 Mán 29/12 kl. 13:00 Lokas. Stórsöngleikur fyrir börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu. HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS H H H H friðrika benónýsdóttir / fréttablaðið ingveldur geirsdóttir / morgunblaðið www.forlagid.is – alvöru bókabúð á net inu 1.–7. des. 2014 Ljóðabækur1 118 menning Helgin 12.-14. desember 2014
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.