Fréttatíminn - 12.12.2014, Side 123
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Styrmir BarkarSon
Bakhliðin
Hlýr
sögumaður
Aldur: 34 ára.
Maki: Marsibil Lillý Guðlaugsdóttir.
Börn: Freyja og Fróði.
Menntun: B.Ed. í grunnskólakennara-
fræði með áherslu á leiklist, tónlist og
dans.
Starf: Grunnskólakennari.
Fyrri störf: Heimilistækjasölumaður,
þjónustustjóri, pítsusendill og fisk-
raðari, svo eitthvað sé nefnt.
Áhugamál: Fólk og staðreynda-
hömstrun.
Stjörnumerki: Sporðdreki.
Stjörnuspá: Sum verkefni eru þess
eðlis að þau þarf að leysa í samráði við
aðra. Hæfileikarnir sem um ræðir eru
þínir. Gættu þess að öryggið geri þig
ekki yfirlætis- og einstrengingslegan.
Þ að er ekki hægt að leiðast með Styrmi, hann er hafsjór af fróðleik og
skemmtir mér á hverjum degi
með sögum um allt milli himins
og jarðar,“ segir Marsibil Lillý,
eiginkona Styrmis.
„Hann á svo mikið af sögum að
börnin eiga stundum í mestu
vandræðum með að komast að.
Hann er líka einstaklega hlýr og
góður maður, hann hefur aldrei
neitað mér um að hlýja á mér
tánum á köldum vetrarkvöldum.“
Grunnskólakennarinn Styrmir Barkarson
í Reykjanesbæ hefur annað árið í röð
blásið til söfnunar fyrir alla þá jólasveina
sem eru í gjafavanda yfir hátíðarnar.
Styrmir, sem í fyrra safnaði yfir þúsund
gjöfum, segist ekki standa einn í þessu
því án peningagjafanna, sem fólk hefur
verið að millifæra, væri ekkert að gerast.
Þeir sem vilja taka þátt geta lagt inn á
söfnunarreikning með númerið 0542-
14-403565 á kennitölu 281080-4909.
Velunnarar eru svo velkomnir að kíkja í
kaffi og glugga í bókhaldið til að sjá ná-
kvæmlega í hvað peningarnir fóru.
Hrósið...
...fær knattspyrnulandsliðskonan Dagný Brynjars-
dóttir sem er í hópi fjög urra kvenna sem koma
til greina sem besta knatt spyrnu kona banda ríska
há skóla bolt ans í vet ur.
Mikið úrval
af loðkrögum
Laugavegur 45
Sími: 519 66 99
Vefverslun: www.myconceptstore.is
Verð 14.900,-