Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2007, Síða 11

Læknablaðið - 15.06.2007, Síða 11
FRÆÐIGREINAR / LANGVINN LUNGNATEPPA Hversu algeng er langvinn lungnateppa? - Islensk faraldsfræðirannsókn Bryndís Benediktsdóttir1 Heimilislæknir Gunnar Guðmundsson1,2 SÉRFRÆÐINGUR í LYF- LÆKNINGUM, LUNGNA- OG GJÖRGÆSLULÆKNINGUM Kristín Bára Jörundsdóttir2 Hjúkrunarfræðingur William Vollmer3 Töfræðingur Þórarinn Gíslason1,2 Lungnasérfræðingur Ágrip Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi og mögulega áhrifaþætti langvinnr- ar lungnateppu meðal íslendinga á höfuðborg- arsvæðinu. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða hluta af fjöl- þjóðarannsókn (www.BOLDCOPD.org) þar sem val á efnivið og aðferðir eru staðlaðar. Rannsóknarhópurinn var slembiúrtak þeirra Islendinga á höfuðborgarsvæðinu sem voru 40 ára og eldri og voru ekki á stofnun (n=938). Þátttakendur svöruðu stöðluðum spurningarlist- um um öndunarfæraeinkenni, lífsstíl og áhættu- þætti. Gert var blásturspróf sem varð að uppfylla strangar gæðakröfur og var það endurtekið eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs. Lungnateppustig I eða hærra samkvæmt skilgreiningu GOLD var skil- greint samkvæmt alþjóðaviðmiðun ef teppa var á blástursprófi (FEVl/FVC <70%). Niðurstöður: Pátttakendur voru alls 755 (80,5%). Reyndist 18,0 % með stig I af eða hærra, en þar af voru 9,0 % með stig II eða hærra. Hlutfallslega voru mun fleiri ungar (40-49 ára) konur en karlar sem voru með langvinna lungnateppu (8,1% á móti 4.8%), en ekki var munur á heildaralgengi karla og kvenna. Algengi fór vaxandi með hækk- andi aldri og umfangi tóbaksreykinga. Aðeins hluti þeirra sem uppfylltu skilmerki höfðu áður greinst með sjúkdóminn. Alyktun: Niðurstöður okkar sýna háa tíðni langvinnrar lungnateppu meðal íslendinga 40 ára og eldri þegar fylgt er alþjóðlega viður- kenndum og samræmdum vísindavinnubrögðum. Upplýsingarnar geta nýst heilbrigðisyfirvöldum til þess að forgangsraða verkefnum í heilbrigð- isþjónustu. Inngangur Langvinn lungnateppa (LLT) er samheiti teppu- sjúkdóma í lungum, svo sem langvinnrar berkju- bólgu, lungnaþembu og lokastigs astma. Árið 2001 hófst alþjóðasamvinna (Global Initiative for Obstructive Lung Disease (GOLD) www.gold- copd.org) um þessi vandamál, en í kjölfar þeirrar 'Læknadeild Háskóla íslands, 2lungnadeild Landspítala, 3Center for Health Research Kaiser Permanente and Oregon Health and Science University, Portland, Oregon. Fyrirspurnir og bréfaskriftir: Þórarinn Gíslason, lungnadeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. thorarig@landspitali. is Lykilorð: langvinn lungna- teppa, faraldsfrœði, kynjamunur, reykingar. ENGLISH SUMMARY Benediktsdóttir B, Guðmundsson G, Jörundsdóttir KB, Vollmer W, Gíslason Þ Prevalence of COPD in lceland - The ISOLD study Læknablaðið 2007; 93: 471-77 Objective: To investigate the prevalence of chronic obstructive pulmonary disease (COPD) in lceland and possible risk factors. Materials and Methods: This lcelandic survey is a part of an international study (www.BOLDCOPD.org). The target population consisted of a simple random sample taken among all non-institutionalized lcelanders 40 years and older living in Reykjavik and adjacent suburbs (n=938). Participants were subjected to a structured interview based on questionnaires on respiratory diseases, symptoms, life style and possible risk factors. They also underwent a spirometry that was repeated after inhalation of a bronchodilating agent. COPD stage I, or higher, was defined according to the G0LD staging (www.goldcopd.org) based on chronic airflow limitation (FEV1/FVC < 70%) persisting after inhaled bronchodilator. Results: Full participation was by 755 (80.5%). Altogether 18.0 % of the participants fullfilled criteria for COPD, GOLD stage I or higher and 9.0 % for GOLD stage II or higher. There were proportionally more young females (40-49 years) than males diagnosed with COPD GOLD stage I or higher (8.1 % compared to 4.8%), even though there was no difference in total prevalence between males and females. The prevalence of COPD increased with increasing age and the amount of tobacco smoked. Only a part of those fulfilling criteria for COPD had been diagnosed by doctors. Conclusion: Our results show a high prevalence of COPD among lcelanders 40 years and older when internationally accepted criteria and methods are used. These results are useful for heath authorites when planning and giving priority in our future health care system. Key words: COPD, epidemiology, gender differences, smoking. Correspondence: Þórarinn Gíslason, thorarig@landspitali.is Læknablaðið 2007/93 471

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.