Læknablaðið - 15.06.2007, Page 12
FRÆÐIGREINAR / LANGVINN LUNGNATEPPA
vinnu hefur LLT verið skilgreind sem sjúkdómur
er einkennist af teppu í lungum sem ekki er að
fullu afturkræf eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfja (1).
Um allan heim hefur algengi LLT vaxið mikið á
undanförnum árum, en árið 1990 var LLT talin
sjötta algengasta dánarorsök í heiminum og búist
við að hún kæmist í þriðja sæti árið 2020 og verði
þá dánarorsök sex milljóna manna og kvenna (2).
Nýleg samantekt um LLT á Norðurlöndum rekur
líkur á vaxandi dánartíðni, sjúkleika og lyfjakostn-
aðar vegna þessa sjúkdóms (3). Þessar spár um
hækkandi dánartíðni byggjast fyrst og fremst á því
að kynslóðir sem mikið hafa reykt eru að komast
á þann aldur þegar LLT gerir vart við sig. Nýlegar
dánartölur frá Bandaríkjunum fyrir tímabilið
1970-2002 renna stoðum undir þessa spá (4).
Fyrri rannsóknir á algengi LLT hafa gefið
mjög mismunandi niðurstöður enda hefur að-
ferðafræði þeirra verið mjög ólík (5,6). Samkvæmt
alþjóðaskilmerkjum við greiningu á LLT á að nota
blásturspróf til þess að meta hvort teppa í lungum
gengur til baka í kjölfar þess að sjúklingur andar
að sér berkjuvíkkandi lyfi (1). Þessi aðferð við að
stiga LLT á grundvelli blástursprófa hefur verið
tekin upp af helstu samtökum lungnalækna, bæði
í Bandaríkjunum og í Evrópu (7). Nýlegar rann-
sóknir á algengi LLT, sem byggjast á slembiúrtaki,
frá Bandaríkjunum (8), Japan (9), Kóreu (10),
Spáni (11) og Suður-Ameríku (12) hafa sýnt að
stór hluti þeirra sem í raun eru með LLT hafa ekki
áður verið greindir innan heilbrigðiskerfisins. í
nýiegri japanskri rannsókn reyndist algengi LLT
vera 10,9%, en fram að þeim tíma höfðu japönsk
heilbrigðisyfirvöld álitið algengi LLT vera 0,3%
(9). í sömu rannsókn kom í ljós að innan við 10%
þeirra sem reyndust hafa LLT höfðu greinst áður
með sjúkdóminn. Þetta háa hlutfall sjúklinga
með ógreinda LLT er áhyggjuefni vegna þess að
horfur reykingamanna batna ef greining og með-
ferð (reykbindindi) eru gerð í tíma (13). í frásögn
Lœknablaðsins árið 1994 um dánartíðni vegna
LLT á íslandi á tímabilinu 1950-1990 kom fram
hlutfallslega vaxandi dánartíðni, einkum meðal
kvenna, en undir lok ofanskráðs tímabils reynd-
ust fleiri konur en karlar hafa dáið úr LLT (14).
Heildstætt mat á algengi LLT á íslandi hefur ekki
farið fram áður. Gerð var rannsókn á algengi LLT
meðal ungra einstaklinga (20-44 ára), en í þeirri
rannsókn var blásturspróf ekki endurtekið eftir
gjöf berkjuvíkkandi lyfs (15).
í upphafi þessarar aldar voru stofnuð alþjóðleg
samtök „The Burden of Lung Disease” (BOLD)
sem hafa það að markmiði að staðla aðferðir svo
meta megi á samanburðarhæfan hátt algengi LLT
og helstu áhættuþætti um allan heim (16).
Jafnframt er stefnt að því beita bestu aðferðum
til þess að meta áhrif LLT á lífsgæði, daglegt líf,
öndunarfæraeinkenni og notkun heilbrigðisþjón-
ustu (1,16,17).
Á þennan hátt er vonast til þess að unnt reynist
að gefa heildstæða mynd af útbreiðslu og áhrif-
um LLT. í þessari grein er ætlunin að skýra frá
niðurstöðum rannsóknar sem gerð var nýverið á
algengi LLT á Stór-Reykjavíkursvæðinu þar sem
ofangreindum stöðluðu aðferðum var beitt.
Efniviður og aðferðir
Fylgt var nákvæmlega þeim alþjóðlegu leiðbein-
ingum sem rannsóknin byggir á (16) og verður
stuttlega lýst í þessari grein. Þjálfun framkvæmda-
raðila (BB, KBJ, ÞG) fór fram í Lundúnum vorið
2004 og sama haust var hópur læknanema þjálf-
aður. Gæðaeftirlit af hálfu yfirstjórnar rannsókn-
arinnar fór fram jafnóðum.
Efniviður
Þátttakendur voru valdir á sama hátt og gert hefur
verðir annars staðar í þessari fjölþjóðlegu rann-
sókn. www.kpchr.org/boldcopd. Miðað var við að
þátttakendur væru með fasta búsetu á rannsókn-
arsvæðinu, en byggju ekki á heilbrigðisstofnun. I
lok nóvember 2004 reyndist samkvæmt þjóðskrá
vera 35.228 karlar og 38.163 konur á þessum aldri
á Stór-Reykjavíkursvæðinu, allt frá Mosfellsbæ til
Hafnarfjarðar (tafla I). Valið var slembiúrtak 1000
manns úr þjóðskrá meðal íbúa þessa svæðis sem
voru 40 ára og eldri. Við eftirgrennslan um þá 1000
sem voru í upphaflega slembiúrtakinu reyndust
sex látnir, 19 brottfluttir, 30 voru vistmenn á stofn-
unum og heimilisfang var rangt skráð í þjóðskrá
hjá sjö. Lokahópur rannsóknarinnar samkvæmt
ofangreindum skilgreiningum var því 938 ein-
staklingar. Þeim voru send bréf og boðin þátttaka,
en jafnframt var leitað viðbótarupplýsinga um
heimilisfang og símanúmer þannig að tækist að ná
til sem flestra. Þrátt fyrir eftirgrennslan reyndist
ekki unnt að ná sambandi við 33 einstaklinga. Þeir
sem komu og svöruðu spurningalistum og gerðu
blásturspróf voru 758. Tókst öllum nema þremur
þeirra að framkvæma öndunarprófið samkvæmt
ströngustu skilmerkjum, þannig að alls tóku 755
(80,5% miðað við markhópinn 938) fullan þátt í
rannsókninni (tafla I). Svörun var um og yfir 80%
í öllum aldurshópum hjá báðum kynjum, nema
konum 70 ára og eldri þar sem svörun var 69%.
Blásturspróf
Blásturspróf (spirometry) var framkvæmt í sam-
ræmi við alþjóðaskilmerki (18) og fengu eingöngu
472 Læknablaðið 2007/93