Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 13
FRÆÐIGREINAR / LANGVINN LUNGNATEPPA þeir starfsmenn rannsóknarinnar að framkvæma blástursprófin sem hlotið höfðu sérstaka þjálfun og staðist próf (að minnsta kosti 10 viðurkenndar mælingar). í lok hvers dags voru blástursprófin send rafrænt til gæðaeftirlits (Pulmonary Function Quality Control Center í Salt Lake City, Utah). Blástursprófin voru ekki viðurkennd nema þegar ströngustu gæðakröfur voru uppfylltar (18) bæði fyrir og eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs (tvö púst af salbútamóli). Reynt var að endurtaka blást- ursprófið næstu daga ,þar til fullnægjandi próf náðist. Blástursmælarnir voru allir af gerðinni ndd Easy One™ (ndd Medical Technologies, Zurich, Sviss). Þátttakendur sátu við prófið. Spurningalistar Notaðir voru staðlaðir spurningalistar þar sem leitað var upplýsinga um helstu áhættuþætti og einkenni LLT (16). Einnig var spurt um heilsufar, öndunarfæraeinkenni, lyf, notkun heilbrigðisþjón- ustu, daglega færni og lífsgæði. Allir spurninga- listar voru þýddir úr ensku og aðlagaðir íslenskri málvenju, en síðar þýddir aftur á ensku af löggilt- um skjalaþýðanda sem var ókunnugt um frum- útgáfuna. A þennan hátt var reynt að tryggja að íslenski spurningalistinn væri sambærilegur þeim spurningalistum sem notaðir eru í alþjóðlegu rannsókninni. Hringt var í þá sem valist höfðu í markhópinn en tóku ekki þátt að öðru leyti og lagður fyrir þá stuttur spurningalisti um reykingar og öndunarfæraeinkenni og sjúkdóma. Svör við stuttum spurningalista voru eingöngu notuð til þess að meta hvort þeir sem ekki tóku þátt í rann- sókninni að öðru leyti virtust frábrugðnir þátttak- endum. Skilgreiningar í samræmi við alþjóðaleiðbeiningar GOLD (1) er óafturkræf loftvegateppa til staðar þegar hlutfall fráblásturs á einni sekúndu (FEVl) miðað við heildarfráblástur (FVC) er áfram undir 70% eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs. Er það ástand skilgreint sem stig I, en við stig II er viðmiðunargildi FEVl komið undir 80% af áætluðu gildi og á stigi III er viðmiðunargildi FEVl undir 50% af áætluðu gildi. Við útreikninga á áætluðum gildum var stuðst við alþjóðaviðmið (19). Talið var að þátttakandi hefði verið greindur áður með teppusjúkdóm í lungum ef hann svaraði jákvætt spurningum um það hvort læknir hefði áður greint hann með langvinna berkjubólgu, lungnaþembu eða LLT. Pakkaár voru reiknuð sem meðalfjöldi vindlinga (g) á dag deilt með 20, margfaldað með árafjöldanum sem viðkomandi Tafla 1. Aldurs- og kynskipting rannsóknarhóps ásamt reykingasögu. Karlar Konur Samtals íbúar Reykjavíkur og nágrennis (aldursbil) 40-49 12.617 12.720 25.337 50-59 10.317 10.357 20.674 60-69 5973 6497 12.470 70+ 6321 8589 14.910 Full þátttaka Aldur (ár) 40-49 147 124 271 50-59 121 98 219 60-69 72 64 136 70+ 62 67 129 Kynferði 402 353 755 Reykingasaga Reykir 63 75 138 Hætt (ur) 184 139 323 Aldrei reykt 155 139 294 hafði reykt og notuð til að endurspegla við síðari útreikninga magn þess sem reykt hafði verið. Siðfræði Rannsóknin var gerð með samþykki Vísinda- siðanefndar (04-080). Úrvinnsla og tölfræði Allar niðurstöður rannsóknarinnar (án persónu- einkenna) voru jafnóðum færðar inn rafrænt á heimasíðu rannsóknarinnar þar sem fylgst var með gæðum og innihaldi. Útreikningar á algengi fóru fram við Kaiser Research Center með for- ritinu PROC SURVEYMEANS in SAS (Version 9.1; Cary, NC). Tölfræðilegar aðferðir (20) voru notaðar til þess að vega hvort svörun í rannsókn okkar, með tilliti til aldurs og kynferðis, hefði skekkt niðurstöður þegar tekið var tillit til sömu þátta hjá heildarmannfjölda á höfuðborgarsvæð- inu. Reyndist enginn munur vera á algengi og verða þeir útreikningar því ekki kynntir frekar. Niðurstöður Alls 755 manns (402 karlar og 353 konur) luku fullri þátttöku í rannsókninni, svöruðu spurn- ingalistum og skiluðu fullnægjandi blástursprófi fyrir og eftir berkjuvíkkandi lyf (tafla 1). Mismunurinn á þýðinu (938) og þeim fjölda sem kom og tók þátt (758) var 180 manns og svör- uðu 96 þeirra stuttum spurningalista. Reyndust svör þessa hóps um reykingar, lungnaeinkenni Læknablaðið 2007/93 473
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.