Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2007, Side 15

Læknablaðið - 15.06.2007, Side 15
FRÆÐIGREINAR / LANGVINN LUNGNATEPPA og einkenni lungnasjúkdóma. í flestum löndum er LLT algengari meðal karla en kvenna (9, 10, 15, 21), en víða í Vestur-Evrópu er LLT að verða jafnalgeng meðal karla og kvenna (22,23). Margt bendir til þess að tóbaksreykingar séu konum jafnvel hættulegri en körlum (23,24). Á íslandi hefur algengi LLT ekki verið kannað áður á kerfisbundinn hátt, enda þótt tíðni lang- vinnrar berkjubólgu hafi verið könnuð í völdum hópum. I rannsókn Sveins Magnússonar á 50 og 80 ára körlum uppfylltu 8% skilmerki fyrir lang- vinnri berkjubólgu (25) og í rannsókn Bryndísar Benediktsdóttur meðal fimmtugra kvenna reynd- ist sambærileg tíðni vera 11,4% (26). Samkvæmt fyrsta áfanga Evrópukönnunarinnar Lungu og heilsa sem gerður var á árunum 1989- 1991 www.ecrhs.org uppfylltu alls 11% höf- uðborgarbúa á aldrinum 20-44 ára skilmerki fyrir langvinnri berkjubólgu með langvinnum slímupp- gangi en rúmlega 2% voru með LLT samkvæmt öndunarprófi sem þó var ekki endurtekið eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs (15). í þessari sömu rann- sókn var algengi reykinga metið í Evrópulöndum með sambærilegum aðferðum og reyktu þá 40% íslenskra þátttakenda (27). Meira en helming- ur þeirra sem kosið hafði reyklausan lífsstíl og aldrei reykt var daglega útsettur fyrir tóbaksreyk annarra (27). Áratug síðar var sama hópi fylgt eftir og hafði þá dregið nokkuð úr bæði beinum og óbeinum reykingum, en Islendingar voru þó áfram með sérstöðu því að óbeinar reykingar voru tvisvar til þrisvar sinnum algengari hér en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum (28). Við sam- anburð reyndust konur síður hafa hætt reykingum en karlar og síður feitlagnir en grannir. Stutt skóla- ganga og vinna við ófaglærð störf tengdust einnig reykingum. Nýlega birtust niðurstöður um nýgengi LLT í Evrópu meðal annars á Islandi og reyndust að meðaltali vera 2,8 ný LLT tilfelli / 1000 íbúa / ár (29). Reykingar voru sterkur áhættuþáttur, en jafnframt sýndu útreikningar að saga um lang- vinnan hósta og eða slímuppgang var sjálfstæður áhættuþáttur sem þrefaldaði líkur á LLT (29). Þegar tíðni reykinga í þessari rannsókn og ald- urssamsetning þjóðarinnar eru skoðuð eru sterkar líkur fyrir því að algengi LLT á íslandi muni enn aukast. Búast má við auknu álagi á heilbrigð- iskerfið þegar stórir árgangar reykingafólks kemst á þann aldur að LLT leiðir til sjúkrahússinnlagnar (meðalaldur þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús á Reykjavíkursvæðinu í fyrsta skipti vegna LLT er 68 ár). Þegar LLT er komin á það stig að óaft- urkræf loftvegateppa leiðir til sjúkrahússinnlagnar eru bæði lífsgæði og lífslíkur mjög skert, einkum ef samhliða LLT eru aðrir sjúkdómar eins og syk- ursýki og hjartasjúkdómur (3,30,31). Tafla IV. Algengi (%) langvinnrar lungnateppu (LLT) eftir pakkaárum og kynferði. GOLD stigun. Skipt eftir Aldrei reykt 0-10 10-20 20+ G0LD* stig 1 eða hærra Karlar 12,6 (2,7) 11,4 (4,1) 8,0 (3,4) 34,8 (4,4) Konur 15,2 (3,1) 5,7 (2,5) 13,2 (5,0) 38,2 (5,7) G0LD* stig II eða hærra Karlar 5,4 (1,8) 3,4 (2,4) 4,7 (2,7) 17,6 (3,6) Konur 8,3 (2,4) 2,1 (15) 6,6 (3,7) 21,5 (4,8) Langvinnur hósti** Karlar 6,5 (2,0) 8,0 (3,4) 7,8 (3,3) 20,0 (3,7) Konur 9,4 (2,5) 7,6 (2,8) 21,5(6,0) 17,0 (4,3) Langvinnur slímuppgangur** Karlar 5,9 (1,9) 5,0 (2,8) 15,4 (4,5) 16,1 (3,4) Konur 5,3 (2,0) 6,5 (2,6) 13,0 (4,9) 13,1(3,9) LLT áðurgreind af lækni*** Karlar 5,9 (1,9) 6,5(3,1) 4,6 (2,6) 11,3 (3,0) Konur 6,3 (2,0) 5,4 (2,4) 10,6 (4,5) 18,7 (4,5) *Stigun LLT samkvæmt viómiöun GOLD www.goldcopd.org **Saga um hósta/slímuppgang í þrjá mánuöi eóa lengur á ári ***Átt er viö langvinna berkjubólgu, lungnaþembu eöa langvinna lungnateppu LLT telst til þeirra sjúkdóma sem má koma í veg fyrir (3, 13, 23). Leiðarahöfundur tímaritsins Thorax benti á, þegar ofangreindar niðurstöður um unga LLT sjúklinga birtust (15), að þær ætti að nýta til að grípa inn í miklu fyrr og stöðva framþró- un sjúkdómsins (32). Notkun blástursprófa við greiningu LLT sem víðast í heilbrigðisþjónust- unni skiptir þar miklu og að fylgt sé alþjóðlegum leiðbeiningum (33) þannig að sem flestir fái rétta greiningu sem fyrst í sjúkdómsferlinu og að fylgst sé reglulega með öndunargetu þeirra sem eru í mestri áhættu. Há tíðni LLT meðal eldri þátttakenda í okkar rannsókn er svipuð og lýst hefur verið í sambæri- legum rannsóknum (34, 35), en meðal eldra fólks Langvinn Lungnateppa 0 GOLD* stig I eða hærra _ Langvinn Lungnateppa GOLD* stig II eða hærra Mynd l.Algengi (%) langvinnrar hmgnateppu meðal karla og kvenna. *Stigun ersam- kvœmt viðmiðun GOLD (sjá: www.goldcopd.org) Læknablaðið 2007/93 475

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.