Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2007, Page 19

Læknablaðið - 15.06.2007, Page 19
FRÆÐIGREIN / GEISLAGERLABÓLGA Geislagerlabólga í sjötugri konu með gleymda lykkju Sjúkratilfelli og yfirlit um sjúkdóminn Ragnar Freyr Ingvarsson LÆKNIR, í SÉRNÁMI f LYFLÆKNINGUM Lárus Jónasson SÉRFRÆÐINGUR f MEINAFRÆÐI Hafsteinn Sæmundsson SÉRFRÆÐINGUR í KVENSJÚKDÓMUM OG FÆÐINGARHJÁLP Magnús Gottfreðsson SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKNINGUM OG SMITSJÚKDÓMUM Ágrip Geislagerlabólga (actinomycosis) er sjúkdómur sem þekktur hefur verið síðan um lok nítjándu aldar. Fyrir tíma sýklalyfja var hann fremur al- gengur, en með tilkomu sýklalyfja hefur verulega dregið úr algengi sjúkdómsins. Sýkillinn er oftast Actinomyces israelii og finnst víða í líkamanum sem hluti af eðlilegri bakteríuflóru. Hann getur lagst á alla vefi, virðir ekki hefðbundin vefjamörk og getur dreifst víða. Birtingarmynd sýkingarinnar getur verið áþekk krabbameini og oft liggur end- anleg greining ekki fyrir fyrr en eftir skurðaðgerð og vefjarannsókn. Hér er lýst sjúkratilfelli þar sem 71 árs gömul kona fékk geislagerlabólgu í leg og eggjastokka út frá lykkju sem hafði verið til staðar í rúmlega fjóra áratugi og gleymst. Birtingarmynd sjúkdómsins var áþekk því að um krabbamein væri að ræða og voru æxlisvísarnir CA 125, CA19-9 og CEA hækkaðir. Konan var læknuð með brottnámi á legi og eggjastokkum ásamt penicillíngjöf í sex mánuði. Sjúkratilfelli 71 árs gömul kona leitaði á bráðamóttöku vegna tveggja vikna sögu um mikinn slappleika, ógleði og lystarleysi. Hún kvaðst hafa verið hitalaus. Mest bar á ógleði eftir máltíðir. Hún hafði ekki haft kviðverki, uppköst eða niðurgang og lýsti hvorki breytingum á hægðavenjum né þyngdartapi. í nokkra mánuði hafði borið á blóðugri útferð frá leggöngum af og til. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Magnús Gottfreösson, lyflækningadeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. magnusgo@landspitali. is Heilsufarssaga Ári fyrir komu fékk hún brot á stærri lær- hnútu hægra megin eftir byltu og fór í aðgerð. Liðskiptaaðgerð var síðan framkvæmd á mjöðm- inni mánuði fyrir komu og var konan útskrifuð við ágæta líðan. í sjúkralegunni hafði hún haft blóðuga útferð frá leggöngum og var skoðun á grindarholi ráðgerð, en vegna nýlegrar aðgerðar á mjöðm var konunni ekki treyst í þá skoðun. Konan leitaði ekki til kvensjúkdómalæknis eftir útskrift þrátt fyrir ráðleggingar þar um. ENGLISH SUMMARY Ingvarsson RF, Jónasson L, Sæmundsson H, Gottfreðsson M Actínomycosis in a 70 year old woman with a forgotten intrauterine contraceptive device Læknablaðið 2007; 93: 479-85 Actinomycosis is an infectious disease that has been known since the late nineteenth century. In the preantibiotic era it was thought to be rather common but with increased use of antimicrobial agents its incidence has decreased significantly. The causative agent, most commonly Actinomyces israelii, is part of the commensal bacterial flora. It can infect any tissue, respects no tissue boundries and can spread throughout the body. The clinical presentation of this illness can be simliar to malignant disease and definite diagnosis is sometimes not apparent until after surgery and histologic examination. We report the case of a 71 year old woman who suffered from actinomycosis of the uterus and ovaries due to a forgotten intrauterine contraceptive device that had been in place for over four decades. The disease presentation was consistent with malignant disease and tumor markers, CA 125, CA 19-9 and CEA, measured in blood were elevated. She was treated succesfully with total hysterectomy and bilateral salphingo-oophorectomy, as well as penicillin for six months. Fjórum árum fyrir komu greindist konan með kransæðasjúkdóm og gekkst undir æðavíkkun með ísetningu á stoðneti. Hún fékk utanbasts- blæðingu (epidural hemorrhage) í kjölfar byltu sjö árum fyrir núverandi veikindi og þurfti að fara í bráðaaðgerð þess vegna og náði nær fullum bata. Hún hafði sögu um gallsteina en ekki fengið með- ferð við þeim. Lyf við komu Konan tók amlódípín, amíódarón, atenólól, fúró- semíð og kalíumtöflur. Skoðun Við komu á bráðamótttöku var konan ekki bráð- veikindaleg að sjá. Blóðþrýstingur var 135/60 og Læknablaðið 2007/93 479

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.