Læknablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 20
FRÆÐIGREIN / GEISLAGERLABÓLGA
Tafla 1. Niðurstöður blóðrannsókna við komu.
Mæling Gildi viö komu Viömiöunargildi
Hemóglóbín 122 g/L 118-152 g/L
Hematókrít - reiknuö 0,37 L/L 0,35-0,46 L/L
Hvít blóökorn 8,3 xl09/L 4-10,5 xl09/L
Rauð blóökorn 3,74 xl012/L 4-5,4 xl012/L
Blóöflögur 497 xl09/L* 150-400 x 109/ L
Natríum 131 mmól/L* 137-145 mmól/L
Kalíum 2,8 mmól/L* 3,5-5,0 mmól/L
CRP 12 mg/L <10 mg/L
Sökk 12 mm/klst <23 mm/klst
S-CA 15-3 26 U/mL < 28 U/L
SCA 125 75,9 U/mL* < 35 U/L
S-CA 19-9 111,1 U/mL* <31 U/L
S-CEA 9,9 U/mL* < 4,6 ug/L
♦Utan viómiöunargilda.
Mynd 1. Tölvusneiðmynd
af grindarholi sýndi stóra
fyrirferð sem aðskild-
ist illafrá endaþarmi
og bungaði inn I aftari
blöðruvegg. Mœldist hún
5x6 cm að stœrð. Péttni
fyrirferðarinnar var mjög
misnmnandi og virtist hún
innihalda blöðrumyndanir
að hluta til. Örvar benda
á Itvar fyrirferðin bungar
inn íþvagblöðruvegginn
og að endaþarmi.
hjartsláttartíðni 80 slög á mínútu. Hún var hitalaus
við komu.súrefnismettun var 96% án súrefnisgjaf-
ar. Lítil fyrirferð þreifaðist í utanverðum neðri
fjórðungi á vinstra brjósti. Eitlastækkanir þreif-
uðust ekki. Kvið- og endaþarmsskoðun var lýst
sem eðlilegri. Ekkert blóð greindist í hægðum. Að
öðru leyti var líkamsskoðun ómarkverð.
Rannsóknir
Niðurstöður blóðrannsókna við komu eru sýndar
í töflu I. Hjartalínurit sýndi sínustakt, fyrstu gráðu
gáttasleglarof og vinstri öxul. Q takkar sáust
í leiðslu I og aVF. Hjartaensím voru neikvæð.
Röntgenmynd af lungum var eðlileg.
Gangur og meðferð
Konan var með kalíumbrest og vægan natríum-
brest sem talinn var á grunni þvagræsilyfja og fékk
480 Læknabi.aðið 2007/93
hún vökva í æð. Vegna einkenna hennar var gerð
magaspeglun sem sýndi eðlilega maga- og skeifu-
garnarslímhúð. Lifrarensím voru innan eðlilegra
marka. Ómskoðun af lifur, gallvegum og brisi
sýndi talsvert ómríkar breytingar í lifur sem taldar
voru samrýmast fituíferð. í gallblöðru sást fjöldi
lítilla steina, en engin bólga. Bris var eðlilegt.
Vegna sögu um blóðuga útferð var fengið álit
kvensjúkdómalæknis sem sá þráð sem stóð úr leg-
hálsi. Getnaðarvarnalykkja var síðan fjarlægð, en
hún hafði verið sett upp 45 árum áður. Þreifing
og ómskoðun var metin eðlileg. Tekin voru sýni
úr leghálsi og legi sem send voru til frekari rann-
sókna.
Fengin var tölvusneiðmynd af kviðar- og grind-
arholi með skuggaefni í æð (mynd 1). Eðlilega
útlítandi leg sást ekki en allstór fyrirferð kom í
ljós, samvaxin við endaþarm. Var talið hugsanlegt
að fyrirferðin kynni að vera útgengin frá legi.
Samdægurs barst svar frá rannsóknastofu í meina-
fræði. í sýnum frá leghálsi og legi sáust áberandi
bólgubreytingar og gróvefur (granulation tissue).
Þétt íferð bólgufrumna sást með ummerkjum
um virka bólgu en engar illkynja breytingar.
Geislagerlar (Actinomyces) sáust í talsverðu
magni í sýninu frá leginu. Sýnið var ekki sent til
ræktunar og tegundargreining því ekki gerð.
Líðan konunnar var svipuð fram á 5. dag
sjúkrahúsdvalarinnar, en þá fékk hún hita, 38,2°C.
Meðferð var hafin með háum skömmtum af
penicillíni í æð, þrjár milljón einingar sex sinnum á
dag. Gerð var stutt ristilspeglun þar sem sást tals-
verður sarpsjúkdómur en að öðru leyti var speglun
eðlileg.
Álitið var að sjúklingurinn væri með geisla-
gerlabólgu í legi en ekki var hægt að útiloka ill-
kynja sjúkdóm í grindarholi þar sem væg hækkun
var á CA 19-9, CA 125 og CEA. Konan var því
flutt yfir á kvennadeild til frekara mats og með-
ferðar.
Kviðsjárspeglun var gerð til frekari greiningar.
Þar var ekki hægt að útiloka illkynja vöxt og var
því ákveðið í sömu aðgerð að framkvæma brott-
nám á legbol, eggjaleiðurum og eggjastokkum.
í vefjarannsókn á legi og eggjaleiðurum sáust
bæði langvinnar bólgubreytingar með gróvef og
ígerðarbreytingum sem náðu misdjúpt niður í
legvöðvann. Breytingar sáust einnig í hálahjúp
(serosa) legsins og í legvöðva neðan hálahjúps.
Bólgan gekk út í hægri eggjaleiðara með eggja-
leiðarabólgu (mynd 2) og ígerð í eggjastokkshengi
(mesovarium) ásamt ígerð í berki (cortex) og á
yfirborði hægri eggjastokks. Á nokkrum stöðum
í bólgunni sáust bakteríusamsöfn (sulphur granu-
les) af greinóttum bakteríum sem samrýmdust
geislagerlum, Actinomyces (mynd 3 og 4).
J