Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2007, Síða 28

Læknablaðið - 15.06.2007, Síða 28
YFIRLITSGREIN / INNANKÚPUÞRÝSTINGUR Mynd 1. TS mynd af heila sýnir staðbundið háþéttni- svœði hœgra megin við fjórða heilahólf (hvít ör). eðlileg og engin merki fundust um hnakkastíf- leika. Blóðhagur, sölt, blóðsykur, kreatínín og CRP voru eðlileg. Tölvusneiðmynd (TS) af höfði (mynd 1) vakti grun um blæðingu eða fyrirferð í hægri heilastilk (pedunculus cerebri). Því var gerð segulómun (SO) af höfði með og án skuggaefnis. Breytingin í hægri heilastilk var óljós, hugsanlega blóðæxli (hemangioma) eða stækkun og tilfærsla á æðuflækju (plexus choroideus), en þetta var talið vera tilfallandi og ótengt einkennum sjúklings (mynd 2). SÓ sýndi einnig útbreidda skuggaefn- isupptöku í heilahimnum sem náði niður á háls- mænu (mynd 3). Mænuvökvaþrýstingur var ekki mælanlegur og fékkst mænuvökvi með því að reisa höfðalag sjúklings. Mænuvökvarannsókn (tafla ( \ I Mynd 2. (a) SÓ af heila sýndi aukið segulskin á T2 myndröð hœgra megin við fjórða heilahólf (hvít ör). (b) Sýndi upphleðslu í œðahimnu á Tl myndröð eftir skuggaefnisgjöf (hvít ör). Tafla 1. Mænuvökvi. Rauð blóðkorn 340 xl06/L 0 Prótín 1021 mg/L 150-600 Sykur 2,8 mmól/L 2,4-4,3 I) sýndi hækkun á prótínum en engin merki um bólgu eða sýkingu. Ræktanir á mænuvökva voru neikvæðar. í ljósi þessa þótti líklegast að sjúkling- ur hefði höfuðverk vegna mænuvökvaleka. Gerð var mænugangarannsókn með skuggaefni og eft- irfylgjandi TS rannsókn af öllum mænugangi strax þar á eftir.TS sýndi leka á mænuvökva frá annarri hálstaugarót (Cl- C2) hægra megin og skugga- efnistaum þaðan yfir í skuggaefnispoll aftan við mænusekkinn (mynd 4). Sjúklingur var meðhöndl- aður með koffeintöflum, 500 mg þrisvar á dag auk verkja -og ógleðistillandi lyfja eftir þörfum. Gerð blóðbót með 20 ml af blóði yfir annarri háls- taugarót daginn eftir. Höfuðverkurinn minnkaði en hvarf ekki. Sjúklingur var orðinn rólfær og út- skrifaðist heim á níunda degi. Fjórum dögum síðar jókst höfuðverkurinn aftur. Sjúklingur var lagður inn á ný og blóðbót gerð daginn eftir á sama ut- anbastsbili. Árangur hennar var takmarkaður og var því gerð önnur bót með trefjalími (fibrinogen; Tissel®) á sama stað sex dögum síðar. Sjúklingur var höfuðverkjalaus í um sólarhring, en þá tók verkurinn sig upp aftur. TS mynd af mænuholi með skuggaefni var endurtekin, en hún sýndi nú mænuvökvaleka við áttundu hálstaugarót og fyrstu brjósttaugarót vinstra megin (mynd 5) en enginn leki sást frá annarri hálstaugarót hægra megin. í kjölfarið var gerð blóðbót við áttundu hálstaugarót og fyrstu brjósttaugarót vinstra megin. Við þetta löguðust einkenni mikið og út- skrifaðist hún heim á 16. degi frá þeirri innlögn. Lagðist aftur inn fimm dögum síðar, þar sem höf- uðverkur hafði versnað. Verkurinn var þó minni en áður, en töluverð ógleði auk suðs og hellu fyrir eyrum var til staðar. Gerð var ný bót með vefjalími yfir áttundu hálstaugarót og fyrstu brjósttaugarót vinstra megin þremur dögum síðar. Við þetta urðu einkenni sjúklings betri og útskrifaðist hún heim. Hún lagðist þó enn inn þremur dögum síðar vegna versnandi stöðubundins höfuðverkjar. Gerð var SÓ af hálshrygg og efri hluta brjósthryggjar sem sýndi blóðbót aftan við fyrstu brjósttaugarót en ekki aftan við áttundu hálstaugarót vinstra megin (mynd 6). Því var sett trefjalím yfir þá hálstaugarót. Eftir það var sjúklingur með óþægindatilfinningu í höfði við langvarandi upprétta stöðu en engan höfuðverk. Ógleði og suð fyrir eyrum var enn til staðar. Sjúklingur fór því aftur í TS mænuhols- myndatöku af hálshrygg sem hluti af undirbúning fyrir opna skurðaðgerð en rannsóknin sýndi nú 488 Læknablaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.